Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
holar@simnet.is
Stórskemmtileg bók um bráðsmellin tilsvör
og mögnuð uppátæki Eyjamanna, skráð af
Sigurgeiri Jónssyni. Margir stíga hér á
stokk; gervitennur týnast, lokað er vegna
jarðarfarar og kennslukona vill fá ... jóla-
svein sem stendur!
Þetta og margt fleira
í þessum frábæru bókum.
Hlæjum okkur inn í sumarið!
TVÆR SPRENGHLÆGILEGAR
BÆKUR!
Óborganlegar gamansögur af Árnesingum,
skráðar af Páli heitnum Lýðssyni í Litlu-Sand-
vík. Hér er víða komið við og hverju svaraði
t.d. Dagur Brynjúlfsson í Gaulverjabæ þegar
kona hans sakaði hann um framhjáhald?
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
RÍKI heims eyddu meiri peningum
en nokkru sinni fyrr í vopnakaup á
síðasta ári þrátt fyrir efnahags-
samdráttinn, samkvæmt nýrri
skýrslu Alþjóðlegu friðarrann-
sóknastofnunarinnar í Stokkhólmi,
SIPRI.
Heildarútgjöldin til vopnakaupa
jukust um 4% að raunvirði frá árinu
áður og um 45% á tíu árum. Alls
eyddu ríki heims 1.464 milljörðum
dollara (187.000 milljörðum króna) í
vopn á síðasta ári eða um 217 doll-
urum (nær 28.000 krónum) á hvern
mann í heiminum.
Bandaríkin eru efst á lista SIPRI
yfir fimmtán ríki sem eyða mestu fé í
vopn. Útgjöld Bandaríkjanna til
vopnakaupa jukust um 10% á síðasta
ári og námu um 42% af útgjöldum til
vopnakaupa í öllum heiminum.
Bandaríkin eyddu meira fé í vopn en
hin fjórtán ríkin á listanum sam-
anlagt.
Í skýrslu SIPRI kemur einnig
fram að útgjöld Bandaríkjanna til
vopnakaupa jukust um 71% í átta
ára forsetatíð George W. Bush.
Kína er nú í fyrsta skipti í öðru
sæti á listanum. Útgjöld landsins til
vopnakaupa jukust um 194% á ár-
unum 1999-2008.
Þjóðverjar spöruðu
Frakkland og Bretland koma
næst og Rússland er nú í fimmta
sæti, var í því áttunda. Útgjöld
Rússlands til vopnakaupa hafa auk-
ist 173% á tíu árum.
Tvö ríki á lista SIPRI hafa minnk-
að vopnaútgjöldin frá árinu 1999:
Þýskaland (-11%) og Japan (-1,7%).
Útgjöld til vopnakaupa
jukust um 45% á áratug
Kína er nú næststærsti vopnakaupandinn í heiminum
» Jukust um 4% í fyrra
» Námu 187 billjónum
» 28.000 kr. á mann
» Stórjukust í tíð Bush
SUÐUR-Kóreumenn kveikja í fána Norður-Kóreu og
myndum af leiðtoga landsins, Kim Jong-il, og syni hans,
Kim Jong-un, á mótmælafundi í Seoul í gær. Fólkið hélt
einnig á myndum af tveimur bandarískum fréttakonum
sem voru dæmdar í tólf ára fangelsi í Norður-Kóreu á
mánudag. Konurnar voru handteknar 17. mars við
landamærin að Kína þegar þær voru að afla upplýsinga
um flóttafólk í Norður-Kóreu.
Sérfræðingar í málefnum landsins telja að komm-
únistajórnin í Pyongyang hyggist notfæra sér mál
kvennanna til að knýja stjórn Bandaríkjanna til að fall-
ast á samningaviðræður milli ríkjanna tveggja. Mikil
spenna hefur verið á Kóreuskaga frá því að Norður-
Kóreumenn sprengdu kjarnorkusprengju í tilrauna-
skyni fyrir hálfum mánuði og hófu eldflaugatilraunir
að nýju. Norður-Kóreumenn hótuðu í gær að beita
kjarnavopnum í hefndarskyni í „miskunnarlausri árás“
ef önnur lönd ögruðu þeim. Talið er að þetta sé í fyrsta
skipti sem Norður-Kóreustjórn lýsir kjarnavopnum sín-
um sem „árásarvopnum“. Hún hefur hingað til sagt að
hún hyggist aðeins beita kjarnavopnum í varnarskyni
verði gerð árás á landið. bogi@mbl.is
Fangelsisdómum í Norður-Kóreu mótmælt
Reuters
N-Kóreustjórn hótar kjarnorkuárás
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
DAVID Miliband, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær, að ekki væri
lengur deilt um hver leiddi Verka-
mannaflokkinn og tilraunir til að
steypa Gordon Brown af stóli
heyrðu nú sögunni til. Sagði hann,
að sá, sem helst hefði verið nefndur
sem eftirmaður Browns, Alan John-
son innanríkisráðherra, styddi for-
sætisráðherrann heils hugar.
„Þingflokkur Verkamannaflokks-
ins hefur komist að niðurstöðu,“
sagði Miliband, sem hefur sjálfur oft
verið talinn líklegur eftirmaður
Browns. „Leiðtogastaðan er ekki
laus og það sækist enginn eftir
henni.“
Johnson líklegastur
Á fundi með þingflokknum í
fyrradag viðurkenndi Brown, að
honum hefðu orðið á ýmis mistök og
stuðningsmenn hans segja, að hann
verði að breyta mörgu í framkomu
sinni, tala til dæmis til fólks á skilj-
anlegu máli. Búist er við, að Brown
fallist nú á þá kröfu, að rannsökuð
verði þátttaka Breta í Íraksstríðinu
og einnig á einkavæðingu Royal
Mail.
Skoðanakönnun, sem birt var í
breska blaðinu The Independent,
bendir til, að Alan Johnson njóti
mests fylgis meðal kjósenda sem
næsti leiðtogi Verkamannaflokksins.
Íhaldsflokkurinn hefur eftir sem áð-
ur góða forystu í könnunum en ef
hann þyrfti að kljást við Johnson í
stað Browns, fengi hann ekki hrein-
an meirihluta. Vantaði hann sex
þingsæti upp á hann.
Hefur þessi könnun vakið athygli
og þeir þingmenn Verkamanna-
flokksins, sem vilja skipta um leið-
toga, segja hana sýna, að flokkurinn
gæti lagað stöðu sína verulega með
afsögn Browns. Flest bendir þó til,
að Brown sé í bili sloppinn fyrir horn
gagnvart eigin flokksmönnum.
Gordon Brown
verður líklega
ekki bylt að sinni
Alan Johnson nýtur
mests fylgis sem
hugsanlegur leiðtogi
Reuters
Erfitt Brown hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla að undanförnu.
ARNOLD Schwarzenegger, rík-
isstjóri í Kaliforníu, hefur lagt
fram áætlun um að útrýma skóla-
bókum en hann vill, að í þeirra
stað notist nemendur við netið.
Segir hann, að með þessu megi
spara ríkinu mikla fjármuni.
Schwarzenegger segir, að
Facebook, Twitter og fleira í
þeim dúr sýni, að ungt fólk sé
mjög fljótt að tileinka sér nýjustu
nettæknina og því sé eðlilegt að
nota hana meira við kennslu.
Bendir hann á í því sambandi, að
þegar skólaárið hefst aftur í
ágúst muni nemendur í öllum
framhaldsskólum í Kaliforníu
geta sótt námsefni í stærðfræði
og vísindagreinum á netið. Segir
hann, að þetta efni og annað á
netinu sé líka miklu auðveldara
að uppfæra en
það, sem er á
bókum.
Schwarzen-
egger glímir við
það erfiða verk-
efni að stoppa
upp í fjár-
lagagatið í Kali-
forníu en það er
24,3 milljarðar
dollara. Á síð-
asta skólaári var reikningurinn
fyrir skólabækur 350 milljónir
dollara og sá peningur er ekki til.
Schwarzenegger segir, að ekki
komi til greina að hækka skatta
til að koma ríkissjóði á réttan
kjöl og því er ekkert fyrir hönd-
um nema að skera og skera nið-
ur. svs@mbl.is
Schwarzenegger vill
útrýma skólabókum
Tortímandinn
Schwarzenegger.
FLUTNINGABÍL hlöðnum
sprengiefnum var í gærkvöldi ekið
inn í glæsihótelið Pearl Continental í
Peshawar í Pakistan. Í það minnsta
ellefu létust og 52 slösuðust í sjálfs-
morðsárásinni. Óttast er að tala lát-
inna muni fara hækkandi.
Hótelið er þekkt sem dvalarstaður
pakistanskra embættismanna, er-
lendra tignargesta og fréttamanna.
Sjónarvottar segja tvo menn hafa
ekið inn á hótellóðina og hafið skot-
hríð á öryggisverði áður en þeir óku
bifreiðinni áfram inn í hótelið þar
sem hún sprakk.
Talið er að tveir erlendir ríkis-
borgarar hafi farist í árásinni en
Peshawar er í norðvesturhluta
landsins þar sem stjórnarherinn hef-
ur barist gegn talibönum á liðnum
vikum. Árásin er sú sjöunda í röð
sprenginga í borginni í liðnum mán-
uði en talibanar hafa hótað fjölda
árása gegn almennum borgurum.
Sprengt á hóteli
Í það minnsta 11 létust í sjálfsmorðsárás
á glæsihótel í norðvesturhluta Pakistans
AP
Árás Tala látinna gæti hækkað.