Morgunblaðið - 10.06.2009, Page 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Hæðasmára 4, Kópavogi, símar 555 7355 og 553 7355
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
er flutt í Hæðasmára 4
í sama hús og Bílaapótek
fyrir ofan Smáralind
www.selena.is
Glæsilegur
sumarfatnaður
Frábær
opnunartilboð
25% afsláttur
af völdum
undirfötum
25% afsláttur
af völdum
sundfötum
25% afsláttur
af völdum vörum frá
Bolir • Skyrtur • Kjólar • Pils
Sigurður Jónsson tannlæknir ferí Sundhöll Reykjavíkur hvern
virkan morgun og er þar í góðum
félagsskap, Sundhallarflokknum
svonefnda. Þar kemur hann með
vísu handa þeim félögum morgun
hvern. Einn morguninn hafði eng-
in vísa fæðst, en á leiðinni kom
þetta:
Ekkert fær nú flokkurinn ljóð,
farinn er úr mér kraftur,
en vísan frá mér í gær var svo góð.
Við gætum notað hana aftur.
Guðmundur B. Guðmundsson
lætur flakka vísu eftir Elías Mar.
„Maður hét Bjarnþór Þórðarson
og setti svip sinn á kvosina í
Reykjavík og kaffihús þar um mið-
bik seinustu aldar. Minnast hans
vafalaust einhverjir. Hann var ör-
yrki, vel greindur, lauk stúdents-
prófi og kunni ágæta frönsku og
latínu og hafði e.t.v. svolitlar
tekjur af því að lesa þessi tungu-
mál með menntaskólanemum fyrir
próf. Honum var uppsigað við yf-
irvöld fræðslumála og átti í úti-
stöðum við þau. Kunningi hans,
Elías Mar rithöfundur, orti eft-
irfarandi vísu um Bjarnþór:
Skrílsins framhjá skarnflór
skálmaði hann garnmjór.
Sterkan þráði stjarnbjór
studiosus barnrór.
Kennilýður kvarnfrjór
klaufskt við fótum sparn sljór.
Hann sem lífs um hjarn fór
héðra nefndist Bjarnþór.“
Það fylgir sögunni að orðið stjarnbjór
er haft um koníak.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af Elíasi
og stud-
iosus
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Það er frábært að
finna hvað frumkvöðlaumhverfið
hefur opnast og hversu vel er tekið á
móti frumkvöðlum í dag. Þó mætti
styrkjakerfið í sumum tilvikum vera
sveigjanlegra fyrir hugmyndir sem
falla kannski ekki alveg að eldri
reglum eins og sumir hafa réttilega
bent á.“ Þetta er mat Sigrúnar Völu
Valgeirsdóttur og Huldu Sveins-
dóttur sem nú stunda frum-
kvöðlanám í Eldey á Ásbrú. Náminu
ljúka þær í ágúst og verða í hópi
fyrstu frumkvöðlanna sem braut-
skrást frá Keili, miðstöð vísinda-,
fræða- og atvinnulífs.
Eldey er eitt af 8 frumkvöðlasetr-
um Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
(NMÍ) og í samstarfi við Keili og Há-
skóla Íslands. Í Eldey er boðið upp á
frumkvöðlanám, sem er 60 ECTS
diplómanám á háskólastigi og gefur
gráðuna PDE (Professional Diploma
in Entrepreneurship). Auk þess hafa
frumkvöðlar og sprotafyrirtæki þar
aðsetur með aðgang að sér-
fræðiteymi NMÍ, auk aðstöðu til að
þróa hugmyndir sínar. Aðstöðuna
nýta nú 8 einstaklingar og sprotafyr-
irtæki og eru flest þeirra í samstarfi
við einhverjar deildir innan Keilis.
Einn þeirra einstaklinga sem nýta
sér aðstöðuna í Eldey er Sigrún Vala
Valgeirsdóttir sem flutti á haust-
mánuðum á Ásbrú. Blaðamaður sett-
ist niður með henni og Huldu Sveins-
dóttur úr Njarðvík sem er langt
komin með hugmynd sína og fús til
að fjalla um hana. Sigrún Vala vildi
hins vegar ekki ræða sína hugmynd
á þessu stigi.
Einar dyr lokast og aðrar
opnast á sama stað
Hulda fékk fyrir margt löngu hug-
mynd að kodda fyrir fólk með stoð-
kerfisvandamál eftir að hafa skadd-
ast sjálf á hálsi og ekki fundið kodda
sem gaf henni þann stuðning sem
hana vantaði. Koddinn hefur fengið
nafnið Keilir enda minna stuðnings-
púðarnir tveir við vanga á fjallið, en
til viðbótar veitir koddinn stuðning
undir hnakka. Að sögn Huldu hafa
um 60 aðilar notað koddann og svör-
unin verið mjög jákvæð. Samhliða
þróuninni gerði Hulda rannsókn á
heilsukoddum og hefur notið að-
stoðar Nönnu Guðnýjar Sigurð-
ardóttur, löggilts sjúkraþjálfara við
alla rannsóknar- og rýnihópavinnu.
Hulda hefur fengið hönnunarvernd
og leyfi til að selja vöruna bæði á Ís-
landi og í Evrópu en á nú í viðræðum
við aðila á Bandaríkjamarkaði.
Einn af kostunum við frum-
kvöðlanámið er sú vitneskja sem
nemendur öðlast við allt það flókna
ferli sem nauðsynlegt er að kunna
skil á þegar hrinda á hugmynd í
framkvæmd og stofnsetja fyrirtæki.
„Ég fór í námið því ég sá að koddinn
gæti hjálpað fleirum en mér. Mig
vantaði tilsögn og hvatningu til að
koma mér áfram. Hér hef ég kynnst
frábæru fólki og við erum orðin eins
og systkini,“ sagði Hulda, sem átti
síst von á því að á gamla vinnustaðn-
um sínum myndi hún kynnast nýju
fólki en Hulda vann hjá Public
Works í byggingu 506 hjá Varnarlið-
inu þar til herinn pakkaði saman og
fór. Einar dyr lokuðust og aðrar
opnuðust á sama stað, en Eldey er
staðsett í byggingu 506. „Þetta er
þróun sem enginn sá fyrir þegar
varnarstöðinni var lokað og ekkert
nema ánægjulegt að sjá hvaða fram-
tíð hefur orðið til hér,“ sagði Hulda.
„Þetta umhverfi hefur tekið vel á
móti mér og hér finnst mér gott að
búa og vera,“ bætti Sigrún Vala við,
sem flutti af höfuðborgarsvæðinu á
Ásbrú þegar hún hóf frum-
kvöðlanámið. Í samtali við blaða-
mann lagði hún áherslu á hversu
þroskandi og lærdómsríkt námið
væri, en það byggist m.a. á mikilli
sjálfskoðun. „Þetta er ekki bara búið
að vera mikil vinna heldur mikið
innra ferli og gagnlegt ferðalag,
enda uppbygging námsins frábær og
kennararnir frábærir. Þá höfum við
aðgang að sérfræðingum sem búa
yfir ómetanlegri þekkingu. Námið er
líka dýrt.“
Sigrún Vala lagði einnig áherslu á
hversu nauðsynlegt væri að styðja
við frumkvöðlaumhverfið og finnst
að opna þurfi umhverfið enn meira
þó ýmislegt hafi áunnist. „Hér í nám-
inu höfum við verið leidd hlýlega um
frumskóg styrkjakerfisins, sem
mörgum sjálfstæðum frumkvöðlum
stendur ógn af,“ sagði Sigrún Vala.
Hún sagðist í lokin hafa heyrt út-
undan sér að stofna ætti nýsköp-
unarráðuneyti og fagnar þeirri hug-
mynd, enda nauðsynlegt til þess að
hægt verði að taka enn betur á móti
frumkvöðlum.
Gagnlegt ferðalag
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Frumkvöðlar Sigrún Vala Valgeirsdóttir og Hulda Sveinsdóttir hafa átt
góða daga í Eldey þótt frumkvöðlanámið sé mikil vinna og áskorun.
Fyrstu frum-
kvöðlarnir í
Eldey langt
komnir í námi
Í HNOTSKURN
»Keilir býður upp á eins ársfrumkvöðlanám við skóla
skapandi greina.
»Fagleg ráðgjöf og stuðn-ingur er meðal þess sem
stendur frumkvöðlum til boða
á frumkvöðlasetrunum.