Morgunblaðið - 10.06.2009, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Skortur á upp-lýsingum tilað meta for-
sendur samnings-
ins við Breta og
Hollendinga um
Icesave-reikningana er orðinn
vandræðalegur. Í umræðum á
Alþingi í gær sagði Steinunn
Valdís Óskarsdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, að í
gærmorgun hefði hún orðið
vitni að því að tveimur þing-
nefndum Alþingis, efnahags-
og skattanefnd annars vegar
og viðskiptanefnd hins vegar,
var neitað um upplýsingar á
grundvelli 5. greinar upplýs-
ingalaga og líkti uppákomunni
við farsa.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks,
lýsti á þingi í gær sömuleiðis
erfiðleikum við að afla upplýs-
inga og hefðu fulltrúar Fjár-
málaeftirlitsins sagt við-
skiptanefnd á fundi í
gærmorgun að ekki væri ein
einasta leið að upplýsa hana
um stöðu gömlu bankanna.
Álfheiður Ingadóttir, þing-
maður Vinstri grænna, tók
undir orð Guðlaugs Þórs og
sagði að kannski kæmi að því
að þingmenn þyrftu að berja
búsáhöld í þingsalnum til þess
að fá upplýsingar.
„Óheimilt er að veita al-
menningi aðgang að gögnum
um einka- eða fjárhagsmálefni
einstaklinga sem sanngjarnt
er og eðlilegt að leynt fari,
nema sá samþykki sem í hlut
á,“ segir í lögunum. „Sömu
takmarkanir gilda um aðgang
að gögnum er
varða mikilvæga
fjárhags- eða við-
skiptahagsmuni
fyrirtækja og ann-
arra lögaðila.“
Nú ríkja harla óvenjulegar
aðstæður í samfélaginu. Fyrir
alþingismönnum liggur að
greiða atkvæði um gríðarlega
mikilvægt mál og ógerningur
að sætta sig við að þeir þurfi að
gera það á grundvelli ófull-
kominna upplýsinga. Þjóðar-
hagur er í húfi og hann hlýtur
að vera mikilvægari en þeir
hagsmunir, sem 5. grein upp-
lýsingalaga er ætlað að verja.
Þess utan hlýtur að vera hægt
að upplýsa þingheim um atriði
þessa máls án þess að brjóta
gegn lögum, sem kveða á um
upplýsingagjöf til almennings.
Allt frá því að bankarnir
hrundu hefur skortur á upp-
lýsingagjöf verið viðvarandi.
Ríkisstjórn Samfylkingar og
Sjálfstæðisflokks var gagn-
rýnd fyrir að koma ekki upp-
lýsingum um ástandið til skila.
Núverandi ríkisstjórn er föst í
sama farinu og á einnig erfitt
með að miðla upplýsingum.
Sömuleiðis virðist það hug-
arfar víða ríkja í stjórnkerfinu
að það sé kvöð að veita upplýs-
ingar, en ekki sjálfsagður hlut-
ur. Uppákoman í þinginu í gær
er ein birtingarmynd þessa
hugarfars og lögunum er snúið
til þess að koma í veg fyrir að
þingheimur geti gert sér eins
heillega mynd og hægt er af
einu mikilvægasta máli, sem
komið hefur til kasta hans.
Lögunum er snúið til
að halda upplýs-
ingum frá þinginu}
Óupplýst Alþingi
Velferðarsjóðurbarna úthlutar
um 80 milljónum
króna í styrki
vegna tómstunda-
starfs barna á Íslandi í sumar.
Það höfðinglega framtak mun
áreiðanlega létta undir með
margri fjölskyldunni, enda er
reiknað með að alls njóti um 15
þúsund börn og ungmenni góðs
af.
Velferðarsjóðurinn var stofn-
aður árið 2000 af Íslenskri
erfðagreiningu og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu.
Íslensk erfðagreining lagði
fram allt stofnféð, hálfan millj-
arð króna. Markmið sjóðsins
frá upphafi hefur verið að hlúa
að velferð og hagsmunamálum
barna á Íslandi, m.a. með fjár-
framlögum til heilbrigðis-, vel-
ferðar- og menntamála og sam-
taka og félaga á Íslandi, sem
hafa velferð og lækningar
barna að megintilgangi.
Við stofnun sjóðsins sagði
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, að
ýmislegt í okkar sögu benti til
þess að við hefðum
„enn ekki komist
úr þeirri stellingu
að líta á börn sem
ómegð en ekki
blessun“. Hann benti á að börn
væru framtíð þessarar þjóðar
„og það hvernig við hlúum að
börnum kemur til með að ráða
því hvernig þessi þjóð verður
þegar við stígum af sviðinu“.
Full ástæða er til að rifja
þessi orð Kára upp. Sjóðurinn,
sem var stofnaður að frum-
kvæði hans, hefur lagt fram há-
ar fjárhæðir í þágu íslenskra
barna og mun vonandi hafa bol-
magn til að gera það áfram. Að
þessu sinni lét sjóðsstjórnin
ekki nægja að taka á móti um-
sóknum, heldur hringdi á þá
staði, þar sem tölur sýndu að
neyðin væri hvað mest og hvatti
fólk til að sækja um styrki
vegna námskeiðahalds fyrir
börn.
Augljóst er að hugur fylgir
máli hjá þeim sem standa að
Velferðarsjóðinum. Margir
mættu taka sér þessi vinnu-
brögð til fyrirmyndar.
Augljóst er að
hugur fylgir máli}Höfðinglegt framtak
É
g get ekki neitað því að ég gladd-
ist þegar ég sá þær fréttir í
fyrrakvöld að hópur fólks hefði
farið inn í Fríkirkjuveg 11, hið
sögufræga hús við Hallargarð-
inn, sem Thor Jensen lét reisa fyrir 101 ári.
„Húsið er okkar,“ hrópaði fólkið.
Fríkirkjuvegurinn, sem Novator, félag
Björgólfs Thors, keypti í fyrravor, hefur und-
anfarið staðið galtómur í hjarta borgarinnar.
Björgólfur áformaði m.a. að stofna þar safn til
minningar um langafa sinn, Thor. Enn hefur
ekkert orðið af þessu og kemur væntanlega
engum á óvart.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna Reykjavík-
urborg taldi nauðsynlegt að selja húsið. Þegar
Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi formaður
borgarráðs, kynnti fyrirhugaða sölu árið 2006,
sagði hann að húsið hentaði einfaldlega ekki Íþrótta- og
tómstundaráði, sem þar hafði höfuðstöðvar sínar
Skiljanlegt er að húsið hafi ekki þótt passa vel fyrir
skrifstofur ÍTR. Hins vegar virðast borgarfulltrúar ekki
hafa haft fyrir því að leggja hausinn í bleyti í smástund
og hugsa um mögulega framtíðarnýtingu þess. Eða lá
þeim kannski dálítið á að fara að óskum útrásarhetj-
unnar, sem ólmur vildi kaupa húsið undir safn og fín
samkvæmi?
Mér finnst borðleggjandi að Björgólfur Thor afsali sér
nú húsi langafa síns til íslensks almennings. Þvínæst er
að finna húsinu hlutverk. Ágætt væri að leggja áherslu á
líflega starfsemi sem laðaði til sín fjölda
gesta. Miðborgin má alveg við því að í henni
sjáist fólk.
Ég bendi á hugmynd sem ég las raunar
fyrst um á bloggi Egils Helgasonar í fyrra,
um það leyti sem húsið var selt. Egill lagði til
að við Fríkirkjuveg 11 yrði sett upp einhvers
konar barnasafn með leikföngum og öðru
skemmtilegu, en slík hús væru í flestum
borgum.
Þetta held ég væri ráð. Ég sé fyrir mér
safn um leikmenningu íslenskra barna í hús-
inu, en vísir að slíkri sýningu var settur upp á
Árbæjarsafni í fyrra. Svo mætti hafa þar
menningarmiðstöð barna, sérstakt barna-
kaffihús og ýmis námskeið fyrir börn og for-
eldra. Útivið mætti skoða að bjóða skemmti-
leg leiktæki fyrir börnin. Í Hallargarðinum
væri líka ráð að endurgera tjörnina góðu sem Jón H.
Björnsson, hönnuður garðsins, gerði ráð fyrir að væri í
honum. Á gömlum myndum má sjá að þar hafa borg-
arbörn skemmt sér prýðilega forðum.
Ég sé ekki að það sé neitt sérstaklega eftirsóknarvert
að reisa safn í þessu húsi til minningar um genginn auð-
mann. Hins vegar má segja að með sérstöku barnahúsi
við Fríkirkjuveginn sé minning Thors Jensen heiðruð
með vissum hætti. Enda mun hann hafa látið reisa húsið
1908 vegna löngunar til að búa vel að Margréti Þor-
björgu, eiginkonu sinni og fjölmörgum börnum þeirra
hjóna. elva@mbl.is
Elva Björk
Sverrisdóttir
Pistill
Húsið til barnanna
Banna lán í erlendri
mynt á Norðurlöndum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
Á
Norðurlöndunum er
lagaumhverfi sveitarfé-
laga með öðrum hætti
en hér. Sérstaklega á
það við um hvernig
rekstri sveitarfélaga skuli háttað og
þá með það að leiðarljósi að sporna
gegn óráðsíu í rekstri og of mikilli
skuldsetningu. Þá tekur lagaum-
hverfið á Norðurlöndum einnig mið
af því að stjórnsýslan er byggð upp
með öðrum hætti. Sveitarstjórnar-
stigið er undir svæða- og fylkis-
stjórnsýslustigi þar sem stefnan inn-
an hvers svæðis er mótuð.
Annað upp á teningnum hér
Þó lögin um rekstur sveitarfélaga
hér á landi séu mikil að umfangi, og
verið umdeild árum saman, þá er
ekki í þeim að finna eins miklar
skorður á því hvað kjörnir fulltrúar
mega gera fyrir hönd sveitarfélaga
og á Norðurlöndum.
Í lögum í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi er til að mynda algjört bann
við skuldsetningu sveitarfélaga í er-
lendri mynt. Er það meðal annars
gert þar sem áhættuþátturinn í slík-
um lántökum er óviðkomandi
ákvörðunum sveitarstjórnanna.
Hvernig sem sveitarfélögin haga
sínum málum, þá geta skuldir í er-
lendri mynt alltaf valdið tjóni, meðal
annars vegna vandamála sem geta
komið upp erlendis.
Sveitarfélög hér á landi standa nú
höllum fæti, meðal annars vegna
mikilla lántaka í erlendri mynt. Á ár-
unum 2005 til 2007 jukust lántökur
sveitarfélaga sem hlutfall af lands-
framleiðslu úr 15 prósent í rúmlega
20 prósent. Ekki síst þau sem bera
skuldir í erlendri mynt. Helst eru
það dótturfélög, s.s. orkuveitur og
hafnarsjóðir, sem skulda mikið í er-
lendri mynt. Tekjutap sveitarfélaga,
vegna afleiddra vandamála af hruni
krónunnar og bankakerfisins, veldur
þeim einnig miklum vanda. Seðla-
banki Íslands spáði því í byrjun árs
að tekjur sveitarfélaga gætu dregist
saman um 15,5 prósent á þessu ári,
en útlit er fyrir að samdrátturinn
geti orðið meiri.
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga liggur
enn ekki fyrir, samantekið, hversu
miklar skuldirnar eru sem sveit-
arfélögin ábyrgjast, þ.e. sem til-
heyra bæði A- og B-hluta efnahags-
reiknings. Stefnt er að því að
upplýsingar um þær liggi fyrir
seinna í þessari viku.
Til A-hlutans teljast grunnstoðir
þjónustu sveitarfélaga sem fjár-
magnaðar eru með útsvarstekjum,
en til B-hlutans telst starfsemi dótt-
urfyrirtækja.
Heildartap fjögurra stærstu sveit-
arfélaga landsins, Reykjavíkur-
borgar, Hafnarfjarðarbæjar, Kópa-
vogs og Akureyrarbæjar, á síðasta
ári nam um 100 milljörðum króna.
Að stærstum hluta má rekja það til
gengisfalls íslensku krónunnar og
áhrifa þess á höfuðstól lána í er-
lendri mynt. Til að mynda standa
heildarskuldir Orkuveitu Reykjavík-
ur, sem Reykjavíkurborg á tæplega
95 prósent hlut í, nú í rúmlega 230
milljörðum, en í lok árs 2007 voru
skuldirnar rúmlega 100 milljarðar.
Það gerir um 1,9 milljónir á hvern
íbúa í Reykjavík.
Morgunblaðið/RAX
Framkvæmdir Mörg sveitarfélög fjármögnuðu framkvæmdir með lánum í
erlendri mynt á liðnum árum. Þau reynast nú íbúum dýr.
Sveitarfélög í Noregi, Danmörku
og Svíþjóð mega ekki taka lán í
erlendri mynt. Hér á landi hafa
sveitarfélög tekið lán í erlendri
mynt sem nú eru íþyngjandi.
„Almennt held ég að það sé
mikil þörf á að huga að mati
og skoðun á því sem snýr að
ákvarðanatöku sveitarfélaga,“
segir Trausti Fannar Valsson,
lektor í stjórnsýslurétti við Há-
skóla Íslands. Hann vinnur nú
að doktorsritgerð á sviði sveit-
arstjórnarréttar. Ekki sé síst
tilefni til að skoða þessi mál,
eftir uppgangstíma undanfar-
inna ára, þar sem gríðarlega
hröð uppbygging á fasteigna-
markaði, einkum á höfuðborg-
arsvæðinu, hefur reynst dýr-
keypt. Meðal þess sem þurfi
að skoða séu reglur um fjár-
reiður og ráðstöfun eigna.
„Það þarf að endurskoða
ýmsa þætti er varða nýtingu
eigna, skipulagsmál og upp-
byggingu hverfa o.s.frv. Það er
ekki hægt að fullyrða um ná-
kvæmlega hvaða þættir það
eru í lögunum sem þarf að
breyta en ef fram fer heild-
stæð og vönduð vinna á þessu
sviði, þar sem almennar leik-
reglur eru skýrðar, þá gæti
það gert mikið gagn fyrir
sveitarstjórnarstigið í heild,“
segir Trausti Fannar.
Breytinga þörf?