Morgunblaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Á tímum þar sem fólk upplifirástina í sýndarveruleik-anum, segist vera hætt að
trúa á hana eða hafa engan tíma til
að finna hana er Ástin á tímum
ömmu og afa yndisleg lesning. Bók-
in er engin upphafin skálduð ást-
arsaga heldur saga manns og konu
sem fella hugi saman í Húnaþingi í
byrjun 20. aldar. Hún er ástarsaga
sem átti sér stað í íslenskri sveit,
saga sem er byggð á staðreyndum,
bréfum og bókum.
Ástin á tímum ömmu og afa erlokaverkefni Önnu Hinriks-
dóttur menningarmiðlara í meist-
aranámi í hagnýtri menningar-
miðlun við Háskóla Íslands og kom
nýverið út í ritröðinni Sýnisbók ís-
lenskrar alþýðumenningar. Bókin
fjallar um tilhugalíf og fyrstu árin í
hjónabandi afa hennar og ömmu,
Bjarna Jónassonar og Önnu Sig-
urjónsdóttur. Bókina byggir hún á
bréfum og dagbókum afa síns sem
starfaði sem kennari, fræðimaður
og bóndi.
Markmið Önnu er að skyggnast
inn í ástarsamband tveggja ein-
staklinga og samfélagið sem mótaði
þá. Bókin veitir ekki aðeins innsýn í
ástarlíf Bjarna og Önnu heldur gef-
ur hún góða mynd af íslensku sam-
félagi í upphafi seinustu aldar en
Bjarni hélt dagbók og skráði í hana
það sem á daga hans dreif í hvers-
dagslífinu.
Yndislegt er að lesa eldheitar til-finningar Bjarna til Önnu, á
tímum sem maður ímyndar sér að
orðið ást hafi ekki oft verið nefnt. Á
tímum sem maður hélt að hjóna-
bönd hefðu frekar verið byggð á
vinskap eða hagsmunum en ást.
Bónorðsbréf Bjarna til Önnu
geta ekki látið neinn ósnortin, þar
fær lesandinn að skyggnast inn í
hugarheim ungs manns um 1920 og
þar er mikinn eldhug að finna.
Bjarni er mjög vel máli farinn og
ljóðrænn í skrifum sínum. Hann er
feiminn og segist verða eins og
feiminn unglingur innan við tvítugt
í návist Önnu en í bréfum sínum
opnar hann sig og segir henni allan
hug sinn. Anna neitar fyrsta bón-
orði Bjarna, sem hann ber upp bréf-
leiðis, en hann gefst ekki upp og
stefnir að settu marki af einlægni,
einurð og ást eins og segir í bókinni
og skrifar Önnu sextán síðna bréf.
Er það þriðja bréfið sem hann biður
um hönd hennar í á tveimur árum.
Allt er þegar þrennt er. Skömmu
síðar fær Bjarni bréf frá Önnu þar
sem hún játast honum og játar hon-
um ást sína. Notar Bjarni blað og
penna til að tjá tilfinningar sínar
við þessar gleðifréttir.
„Hún elskar mig. Ó!, hvað þessi
orð hljóma yndislega, og sál mín
endurómar þau frá insta hjartans
grunni. Mjer finst nú sem öll nátt-
úran hafi fengið mál, og alt hefir
sömu söguna að segja: Hún elskar
þig,“ skrifar Bjarni.
Bókarhöfundur segir í eftirmál-anum að hún telji að þetta inn-
lit í einkalíf ömmu sinnar og afa
beri þeim mjög fagran vitnisburð
og haldi minningu þeirra á lofti um
leið og það geti hvatt aðra til að
rækta góðar og fallegar tilfinn-
ingar í sjálfum sér. Tel ég það rétt
hjá henni því saga Önnu og Bjarna
getur ekki annað en snert við þeim
sem les. Svo var það með undirrit-
aða sem varð mjög snortin af til-
finningum og hversdagslífi
ókunnugs fólks sem var uppi á of-
anverðri tuttugustu öld.
ingveldur@mbl.is
Ástarsaga úr
íslenskri sveit
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
» Bókin er engin upp-hafin skálduð ást-
arsaga heldur saga
manns og konu sem
fella hugi saman í Húna-
þingi í byrjun 20. aldar.
Ástin á tímum afa og ömmu Bjarni Jónasson gafst ekki upp.
Í tilefni af útkomu bókarinnar býð-
ur Anna Hinriksdóttir til dagskrár í
félagsheimilinu Húnaveri sunnu-
daginn 14. júní kl. 15. Þar fer fram
upplestur, sýning byggð á umfjöll-
unarefni bókarinnar, sýnd stutt-
myndin Hjónin í Hólum - mynd af
ömmu og afa, sýnd myndverk eftir
Bjarna Hinriksson og á staðnum
verður kaffisala á vegum Kven-
félags Bólstaðarhlíðarsóknar.
BENNI okkar Hemm Hemm er búin að
koma sér vel fyrir í Edinborg en í gær birt-
ist við hann flennistórt viðtal í The Her-
ald, virtasta dagblaði Skotlands.
Í upphafi lýsir Benni fyrir blaðamann-
inum muninum á að keyra brassbands-
útgáfuna af Benna Hemm Hemm og
niðurstrípaða „skoska“ útgáfu. Hann
lýsir svo smágerðu og þéttu tónlistar-
lífinu hér á landi, þar sem allir hjálp-
ast að. Blaðamaður lýsir í framhaldinu
í hrifningu hvernig tveir meðlimir úr
Hjaltalín hoppuðu upp á svið með Benna
óforvarandis á dögunum er hann hitaði upp
fyrir hana í maí síðastliðnum.
Í „skosku“ útgáfunni af Benna Hemm Hemm
eru þau Emily Scott, söngkona og kontrabassa-
leikari og trymbillinn Owen Williams úr hljóm-
sveitinni Pinapple Chunks. Benni
segist uppnuminn af hinni ótrúlegri
grósku sem er í Edinborg, honum
hafi verið sagt að hlutirnir væru að
gerast í Glasgow, en það sé greinilega
ekki málið og hann nefnir til sveitir
eins og Withered Hand, Eagleowl og
Found. Þá kemur fram að
Benni hefur nýlokið við að
semja tónverk fyrir blást-
urssveit og tvo söngvara.
Annar mun syngja á ís-
lensku en hinn á skoskri
ensku.
Benni er nú á leið í
túr um Þýskaland,
Austurríki og Tékk-
land og í gær hélt
hann tónleika á
Electric Circus þar
sem hann fagnaði Evr-
ópuútgáfu þriðju plötu
sinnar, Murta St. Calunga.
Sáttur Benni Hemm Hemm
finnur sig í Edinborg.
Uppnuminn
af gróskunni
Morgunblaðið/G.Rúnar
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Sannleikurinn (Stóra sviðið)
Djúpið – HHHHH PBB, FBL
Við borgum ekki (Nýja sviðið)
Uppsetning Nýja Íslands.
Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust.
Djúpið (Litla sviðið)
Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone!
Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið
Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið
Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið
Fim 11/6 kl. 20:00 U
Fös 12/6 kl. 20:00 U
Lau 13/6 kl. 14:00 U
Lau 13/6 kl. 18:00 Ný aukasÖ
Sun 14/6 kl. 16:00 U
Fös 4/9 kl. 19:00 Ö
Lau 5/9 kl. 19:00 Ö
Sun 6/9 kl. 19:00 Ö
Mið 9/9 kl. 19:00 U
Fim 10/9 kl. 19:00 Ö
Fös 18/9 kl. 19:00 Ö
Lau 19/9 kl. 19:00 Ö
Fim 11/6 kl. 20:00
Fös 12/6 kl. 20:00
Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00
Mið 10/6 kl. 20:00 Ö
Fim 11/6 kl. 20:00 Ö
Lau 12/6 kl. 19:00 Ö
Lau 13/6 kl. 19:00 Ö
Sun 14/6 kl. 20:00 Ö
Fim 18/6 kl. 20:00
GREASE – Vinsælasti rokksöngleikur allra tíma!
Mið 10/6 kl. 20:00 forsýn.U
Fim 11/6 kl. 20:00 frums. U
Fös 12/6 kl. 20:00 2. sýn Ö
Lau 13/6 kl. 20:00 3.sýn U
Sun 14/6 kl. 16:00 4. sýn Ö
Lau 20/6 kl. 16:00 5. sýn Ö
Sun 21/6 kl. 16:00 6.sýn Ö
Fös 26/6 kl. 20:00 7.sýn
Lau 27/6 kl. 20:00 8.sýn
Sun 28/6 kl. 16:00 9.sýn
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200
Sýningum lýkur í júní
Fim 11/6 kl. 20:00 Ný aukas. Fös 12/6 kl. 20:00 Ný aukas
■ Fimmtudaginn 11. júní kl. 19.30
Söngperlur
Stjórnandi: Hannu Lintu
Einsöngvari: Emma Bell
W. A. Mozart: Exsultate, jubilate
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 2
Samuel Barber: Knoxville & School for Scandal
Giacomo Puccini: Intermezzo úr Manon Lescaut
Franz Lehár: Meine Lippen sie küssen so heiss
Johann Strauss: So elend und so treu
Hvað er betra en að heyra yndislegar söngperlur fluttar af
listamanni sem hefur hvarvetna hlotið lof fyrir næma og
fágaða túlkun sína? Á síðustu áskriftartónleikum starfs-
ársins syngur ein frægasta unga sópransöngkona okkar
tíma. Tryggið ykkur miða á þessa einstöku tónleika.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Teach us to outgrow our madness (Stóra sviðið)
Frida... viva la vida (Stóra sviðið)
Vínland - athyglisverðasta áhugaleiksýningin 08/09 (Stóra sviðið)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Fös 19/6 kl. 20:00
Fös 11/9 kl. 20:00 Frums. U
Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn. Ö
Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn. Ö
Fös 12/6 kl. 20:00 Ö
Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn. Ö
Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn.
Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn.
Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn.
Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn.
Sun 30/8 kl. 17:00 Ö
Sun 6/9 kl. 14:00 Ö
Sun 6/9 kl. 17:00 Ö
Sun 13/9 kl. 14:00 Ö
Sun 13/9 kl. 17:00 Ö
Lau 13/6 kl. 14:00 Ö
Lau 13/6 kl. 17:00 Ö
Sun 14/6 kl. 14:00 Ö
Sun 14/6 kl. 17:00 Ö
Sun 30/8 kl. 14:00 Ö
Sun 20/9 kl 14:00 Ö
Sun 20/9 kl 17:00 Ö
Sun 27/9 kl 14:00 Ö
Aðeins ein sýning, tryggið ykkur sæti í tíma
Sýningar haustsins komnar í sölu
Sýningar haustsins komnar í sölu
Erna Ómarsdóttir með magnaða danssýningu. Aðeins ein sýning.