Morgunblaðið - 11.06.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.06.2009, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 MIKIÐ óskaplega finnst honum Vilhjálmi Egilssyni ég vera vond manneskja. Það fer ekki á milli mála og svo finnst honum ég alls ekki vera nógu góður pappír fyrir Morg- unblaðið. Þetta er allt hið versta mál, ef marka má grein Vil- hjálms í Morg- unblaðinu í gær. En Vilhjálmur vill enn ekki svara röksemdum mínum, þótt hann haldi því fram að ég eigi í erfiðri glímu við staðreyndir. Ítrekað hef ég bent á þá staðreynd að lífeyrissjóðir landsmanna eru í eigu þeirra sem greiða iðgjöld til sjóðanna og þeirra sem hafa greitt iðgjöld í sjóðina, en eru nú sestir í helgan stein og þiggja lífeyri úr sjóð- unum. Atvinnurekendur eiga ekkert í þessum sjóðum og hvers vegna ættu þeir þá að sitja í stjórnum þeirra og ráðskast með fjármunina okkar? Aftur og aftur hef ég spurt þess- arar spurningar en Vilhjálmur kýs ávallt að svara henni ekki, líklega vegna þess að hann getur ekki komið fram með haldbær rök. Hann grípur til þess að tíunda frá- bærlega unnin störf atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna; atvinnurek- endur líti á stjórnarsetu í lífeyr- issjóðum „sem mikilvægt samfélags- legt verkefni....Þetta er áratuga verkefni sem kallar á framsýni, frumkvæði og úthald.“ Bla, bla, bla Vilhjálms Egilssonar um ágæti, nánast heilaga köllun at- vinnurekenda, að „stuðla að fag- mennsku í meðferð fjármuna“ inni í stjórnum lífeyrissjóðanna er óskap- legt orðskrúð og að sama skapi rýrt að innihaldi. Hvers vegna svarar Vilhjálmur í engu gagnrýni minni? Óttast Vilhjálmur kannski það valdaafsal sem fælist í brotthvarfi atvinnurekenda úr stjórnum lífeyrissjóða? Óttast hann kannski líka að sauðsvartur al- múginn geti ekki ávaxt- að sitt pund einn og óstuddur? Hvað varðar boðs- ferðir sem stjórnendur lífeyrissjóða hafa þegið á vegum fjármálastofn- ana og fjárfestingarfélaga á und- anförnum árum, mætti ætla af grein- um Vilhjálms að ég hafi verið að segja eitthvað sem aldrei hefur áður verið sagt. Í frétt í Morgunblaðinu þann 24. mars sl. sagði m.a. „Verið er að end- urskoða reglur um utanlandsferðir hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum og Gildi þannig að boðsferðir verði úr sögunni.“ Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málm- tæknimanna var borinn fyrir frétt- inni. Hefði að mati Vilhjálms þurft að endurskoða reglur um boðsferðir hjá lífeyrissjóðunum ef sjóðirnir hefðu aldrei þegið slík boð? Í sömu frétt kemur einnig fram að á und- anförnum sex árum hafi stjórnendur Sameinaða lífeyrissjóðsins samtals farið 62 sinnum til útlanda á vegum sjóðsins og hafi um helmingur ferð- anna verið boðsferðir. Síðastliðin þrjú ár hafi sama fólk þegið boð í sex veiðiferðir. Vilhjálmi til upprifjunar ætla ég að benda á orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, á aukaársfundi ASÍ í marsmánuði sl. þar sem Gylfi gerði það að sérstöku umræðuefni að trúverðugleiki lífeyr- issjóðanna hefði beðið hnekki. Gylfi orðaði það svo að „siðferðilegur og fjárhagslegur trúverðugleiki“ sjóð- anna skipti sköpum fyrir vöxt og við- gang lífeyriskerfisins. Fyrir aukaárs- fundi ASÍ lágu tillögur um reglur, sem áttu að auka gegnsæi, siðferði og trúverðugleika í starfi þeirra. „Slíkar reglur þurfa að ná jafnt til fjárfest- ingarstefnu og daglegrar starfsemi sjóðanna, þ.m.t. til gjafa, risnu og ferðalaga,“ sagði forseti ASÍ. Heldur framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins að þessi orð for- seta ASÍ hafi verið út í loftið og án til- efnis? Í ritstjórnargrein Morgunblaðsins um ræðu forseta ASÍ þann 26. mars sl. segir m.a.: „Athyglisvert var hins vegar að hann nefndi ekki í ræðu sinni þá kröfu, sem nú er vaxandi innan ASÍ, að sjóðfélagar sjálfir kjósi stjórn lífeyrissjóðanna. Hann sagði aðeins: „Lífeyrissjóðirnir eru hluti af umsömdum og kjarasamnings- bundnum réttindum og það er þess vegna sem stjórnir þeirra eru kjörn- ar af stéttarfélögum og atvinnurek- endum að jöfnu.“ Þessi rök halda ekki vatni. Laun- þegar eiga lífeyrissjóðina og eiga að ráða því hvernig þeim er stjórnað. Hluti af „siðferðilegum trúverð- ugleika“ þeirra er að sjóðfélagarnir kjósi stjórn þeirra, í stað þess að verkalýðsforysta og atvinnurek- endur skipi sjálfa sig í þær og treysti þannig eigin völd, áhrif og fjárhag.“ Af þessari tilvitnun í forystugrein Morgunblaðsins fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan getur Vil- hjálmur séð að það er enginn munur á afstöðu minni til þess hvernig velja beri stjórnarmenn í lífeyrissjóði landsmanna og Morgunblaðsins. Vilhjálmur í vanda Eftir Agnesi Bragadóttur » Ítrekað hef ég bent á þá staðreynd að líf- eyrissjóðir landsmanna eru í eigu þeirra sem greiða iðgjöld til sjóð- anna Agnes Bragadóttir Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. „MÉR líst ekki á það. Þú veist það sjálfur að þá er ég ekki með lengur í um- ræðunni,“ sagði ungur stjórnmálamaður við mig fyrir nokkrum mánuðum þegar við ræddum um ESB- málin og ég hvatti hann til að fylgja þar sannfæringu sinni og vera á móti öllum tilraunum til að þoka okkur þar inn. Viðkomandi, sem er nýsestur í eftirsótt ábyrgðarstarf, talaði um það sem sjálfsagt og sjálfgefið að stjórnmálamaður sem ekki taki með einhverjum hætti þátt í því að mæla með næstu skrefum í ESB- aðild væri sjálfkrafa dæmdur úr leik. Hann yrði útmálaður í fjöl- miðlum og hann yrði sniðgenginn. Þess vegna ákvað þessi byrjandi í faginu að sigla milli skers og báru, slá úr og í og hefur fyrir vikið orð- ið sæmilega ágengt. Ég hafði greinilega rangt fyrir mér þegar ég varaði hann við því að tala tungum tveim – ég hélt í barnaskap mínum að fjölmiðlar myndu tortryggja slíka umræðu og leiða hann í gildrur mótsagna, en það er öðru nær. Þegar kemur að ESB-umræðunni eru þeir einir tor- tryggðir af hinni íslensku fjöl- miðla-elítu sem ekki vilja syngja með í ESB-möntrunni sem hefur verið dyggilega ræktuð af útrás- arvíkingum og þeirra pólitísku snötum. Víkingar þessir höfðu meðan þeir voru lífs mikið og vel þjálfað starfslið blaðamanna, rithöf- unda og talsmanna, að ógleymdum fulltrúum meðal sam- taka atvinnulífs og stjórnmálaflokka. Nú þegar veldin eru hrunin sitja tals- mennirnir mun- aðarlausir eftir og reyna að kyrja hluta af útrásarsöngnum. Sami blaðamaður og skrifaði fyrir nokkrum árum lofbækur um íslenska auðmenn og auð þeirra skrifaði nú á hrunvetri langlokur um það að ef Ísland gengi ekki í ESB þá færi landið aftur á haus- inn, líklega aftur og aftur að ei- lífu! Íslenska elítan er lítil og hefur merkilega lítið stækkað þó svo að íbúafjöldi í landinu hafi tvöfaldast. Á mínum barnsárum mátti enginn yrkja nema vera vinstri maður og sama þröngsýnin ræður því að nú má enginn vera marktækur nema hann hafi að minnsta kosti ein- hverja „Evrópuvitund“ eins og fylgispekt við ESB er kölluð í lærðum ritgerðum háskólasamfé- lagsins í dag. Allt er þetta hluti af brjóstumkennanlegri heimótt- arkennd þeirra manna sem halda sig hafa séð hafa ljósið. Í þjóðsögum okkar Íslendinga eru þeir draugar taldir verstir sem reyndu að gera það dauðir sem þeim tókst ekki lifandi. Út- rásarvíkingarnir reyndu leynt og ljóst að grafa undan fullveldi og lýðræði á Íslandi en hvorutveggja varð tafsamt fyrir gangstera. Svo er að sjá sem hvorki veldi Jóns Ásgeirs né Bakkabræðra lifi það af að sjá þennan kaldranalega draum verða að veruleika. En þetta getur engu að síður gengið eftir og er þá draumur hinna dauðu. Gegn þessari vá er aðeins ein vörn, en hún felst í því að siðferði í stjórnmálum, blaðamennsku og viðskiptum verði lyft á hærra plan. Afsagnir og uppsagnir verði við- urkennd almenn leið til betri tíðar. Nú, þegar gerðar eru húsleitir hjá lánlitlum áhættufíklum, er tímabært að þeir sem vörðu sömu menn og lærðu hjá þeim söngvana geri upp sína fortíð. Blaðamannastétt sem ætlar að gera siðlegar kröfur á viðskipta- lífið verður sjálf að standa undir því sama. Þeir sem harðast gengu fram í að lofa maurapúka liðinna daga eiga að segja af sér, hvort sem þeir sitja í stólum ritstjóra eða fréttamanna. Fyrr verður ekki loftað út á Íslandi. Blaðamannastéttin lofti sjálf út Eftir Bjarna Harðarson »…sjálfgefið að stjórnmálamaður sem ekki taki með ein- hverjum hætti þátt í því að mæla með næstu skrefum í ESB-aðild væri sjálfkrafa dæmdur úr leik! Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali. – meira fyrir áskrifendur Kraftar Norðurlands Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Fólkið og fyrirtækin skoðuð og dregin upp mynd af möguleikum og framtíð þessa landshluta í veglegu sérblaði 25. júní Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569-1134/ 692-1010 eða sigridurh@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 22. júní. Viðskiptablað Morgunblaðsins tekur púlsinn á atvinnulífi Norðurlands Meðal efnis verður : • Menntun og rannsóknir • Hönnun, handverk og saga • Matur, drykkur og menning • Landbúnaður, ferðaþjónusta, náttúra og haf • Framleiðsla, nýsköpun og norðlenskt hugvit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.