Morgunblaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 43
Menning 43FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
Ég er annaðhvort
barnaleg eða brjál-
uð að taka að mér þetta
stóra hlutverk. 49
»
MYNDLISTARSÝNINGIN
Laugavegurinn 2009 stendur
enn yfir í listamannahúsinu
START ART að Laugavegi
12b. Sýningin er í ýmsum rým-
um við og á gönguleið þvotta-
kvenna fyrri tíma.
START ART-hópurinn hef-
ur rekið galleríið í rúm tvö ár
en hyggst loka því 1. júlí n.k.
og finna annan farveg fyrir
samstarfið í framtíðinni.
Hópurinn hvetur fólk til að heimsækja galleríið
og skoða sýninguna sem er bæði úti og inni við og
á leið sem er frábær göngu- eða hjólaleið fyrir
alla. Leiðarvísa um staðsetningu listaverka má
finna í listamannahúsi START ART.
Myndlist
Enn opið hjá
START ART
Frá þvottalauga-
gjörningi 23. maí.
ÚTGÁFA margmiðlunar-
disksins Ten Tails verður
kynnt í bókverkabúðinni Út-
úrdúr í Nýlistasafninu, Lauga-
vegi 26, í kvöld kl. 20. Inn-
gangur er Grettisgötumegin.
Ten Tails inniheldur verk
eftir tíu ólíka listamenn frá Ís-
landi, Englandi og Skotlandi
og er útgáfunni ætlað að kanna
mörk og möguleika bókar-
formsins sem listræns miðils í
rafrænni útfærslu. Ten Tails er gefinn út í tak-
mörkuðu upplagi í samvinnu við Edinburgh Col-
lege of Art (ECA) og Kynningarmiðstöð íslenskr-
ar myndlistar (CIA.is) í ritstjórn Kristínar
Dagmarar Jóhannesdóttur.
Myndlist
Útgáfa listadisksins
Ten Tails í Útúrdúr
Magnús Pálsson á
verk á disknum.
PÍANÓLEIKARINN Birna
Hallgrímsdóttir heldur tón-
leika í Salnum í Kópavogi í
kvöld kl. 20.
Tónleikana heldur hún í til-
efni af því að hún er í þann
mund að ljúka framhaldsnámi
frá The Royal College of Music
í London. Á efnisskránni eru
verk eftir Haydn, Brahms, De-
bussy og Rachmaninov.
Birna hóf píanónám fimm
ára gömul, vorið 2006 lauk hún B. Mus gráðu frá
Listaháskóla Íslands og síðastliðin tvö ár hefur
hún verið nemandi við Royal College of Music.
Miðaverð á tónleikana í kvöld er 2000 kr. og
1500 kr. fyrir eldriborgara, öryrkja og námsmenn.
Tónlist
Birna með píanó-
tónleika í Salnum
Birna
Hallgrímsdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„HÁTÍÐIN hefur alltaf verið glæsi-
leg á sinn hátt, en hún er sérstaklega
glæsileg og viðamikil núna,“ segir
Greipur Gíslason, framkvæmda-
stjóri tónlistarhátíðarinnar Við
Djúpið, sem fram fer á Ísafirði dag-
ana 18.-23. júní. „Þetta helgast af því
að við erum með stóra kammersveit,
Kammersveitina Ísafold, í aðal-
hlutverki, og hún sinnir stóru hlut-
verki á hátíðinni, með tvenna stóra
tónleika. Ísafold verður með sína
eigin tónleika, þar sem frumflutt
verður nýtt verk, Bow to String, fyr-
ir selló og kammersveit, eftir stjórn-
andann, Daníel Bjarnason og það er
gaman að segja frá því að til að leika
í því, kemur sellóleikarinn upprenn-
andi, Sæunn Þorsteinsdóttir, hingað
frá Bandaríkjunum. Ísafold leikur
líka tónleika með nýjum verkum eft-
ir þrjá stráka, sem valdir voru til að
semja verk fyrir hljómsveitina.“
Þrjú sérstök hátíðarverk
Eins og frá var greint í Morgun-
blaðinu í vetur, gátu tónskáld sent
inn efni sitt með umsókn um að
semja verk fyrir hátíðina. Tón-
skáldin þrjú sem valin voru, eru
Högni Egilsson, Viktor Orri Árna-
son og Gunnar Karel Másson. „Þeir
fylgjast svo með æfingaferlinu þegar
hátíðin hefst og það er nýmæli, en
æfingarnar fara fram undir hand-
leiðslu danska tónskáldsins Bents
Sørensen. Þetta verður því eins kon-
ar smiðja, meðan á æfingum stend-
ur.“
Greipur segir mikla ánægju að
geta boðið upp á tvenna glæsilega
einleikstónleika; annars vegar með
Pétri Jónassyni gítarleikara, sem
leikur íslenska og spænska tónlist,
og hins vegar háklassíska tónleika
píanóleikarans Vovka Ashkenazy,
sem leikur verk eftir Rakhmaninov,
Beethoven og Chopin. Tónleikar
Tómasar R. Einarssonar með Ragn-
heiði Gröndal og Mugison eru líka
meðal stórviðburða hátíðarinnar.
„Síðast en ekki síst vil ég nefna
Sólstöðutónleika í beinni útsendingu
Rásar eitt, þar sem allir listamenn-
irnir koma fram, en í mismiklum
mæli. Þetta eru tónleikar fyrir þá
sem ekki komast vestur en langar að
heyra, og verða í Ísafjarðarkirkju kl.
16, sunnudaginn 21. júní,“ segir
Greipur.
Menningarstofnanir hjálpa til
Það er áhugamannafélagið Við
Djúpið sem stendur á bak við hátíð-
ina. „Hátíðin er haldin með fulltingi
menningarstofnana á Ísafirði, sem
láta meðal annars dýrt húsnæði í té,
sem ekki er sjálfgefið að við fáum. Í
ár erum við á fjárlögum, og fáum
auk þess styrk frá Menningarráði
Vestfjarða. Það hefur ekki verið
mikið erfiðara í ár en fyrri ár að fá
styrki til hátíðahaldanna – það er
alltaf erfitt; en eini styrkurinn úr
einkageiranum kemur frá Flugfélagi
Íslands.“
Áhugi heimamanna á hátíðinni er
mikill og vaxandi að sögn Greips,
þrátt fyrir að kveikjan að henni komi
annars staðar að. „Í fyrra komu um
þúsund manns á tónleika, og það tel
ég gott.“
Dásemdir við Djúpið
Vovka Ashkenazy, Pétur Jónasson, Sæunn Þorsteinsdóttir, Tómas R. Einarsson og
Ísafold eru meðal þeirra sem koma fram á sex daga tónlistarhátíðinni Við Djúpið
Við Djúpið Kammersveitin Ísafold frumflytur íslensk verk á hátíðinni.
viddjupid.is
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
EMMA Bell vakti mikla athygli
fyrir frammistöðu sína í hlutverki
annars tveggja sagnaþula í upp-
færslu Íslensku óperunnar á Lúk-
retía svívirt eftir Britten árið 2000.
Hinn sagnaþulurinn var eig-
inmaður hennar, Finnur Bjarnason.
Á þeim tæpa áratug sem liðinn er
hefur ferill Emmu heldur betur
tekið flugið; og ef það eru einhver
viðmið, þá er hún búin að leggja
Scala-óperuna að fótum sér og
syngur í Metropolitanóperunni í
haust. Í kvöld syngur hún hins veg-
ar með Sinfóníuhljómsveit Íslands
á tónleikum í Háskólabíói.
„Ég ætla að syngja Exultate
jubilate eftir Mozart, Knoxville:
Summer of 1915 eftir Barber og
aríur úr óperum og óperettum.“
Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós
er hlutverkið sem dregur Emmu
Bell vestur um haf í Metropolitan-
óperuna í haust, en í vetur hefur
hún staðið á sviðinu í Covent Gar-
den sem Elvíra í Don Giovanni og á
Scala sem Anne Trulove í Rakes
Progress eftir Stravinskíj.
Listin mikla
„Frá því ég byrjaði að syngja
hefur óperan alltaf verið listin
mikla í mínum huga. Ég hefði aldr-
ei getað hugsað mér að leika á sviði,
en að leika og syngja, – vá! – það er
stórkostlegt. “ Líf óperusöngv-
arans, annað en það að syngja sín
hlutverk, er ekki eintómur dans á
rósum að sögn Emmu. „Það er ekki
eftirsóknarvert og mér líkar það
ekkert sérlega vel. Hvert verkefni
kallar á það að maður sé sex vikur
að heiman. Þá kemst maður loks
aftur heim, til þess eins að leggja í
næstu ferð. Þetta er ekki aðlaðandi
lífsstíll fyrir fjölskyldufólk.“
Tónleikasviðið hefur sína kosti
Emma syngur líka í tónleika-
uppfærslum og kveðst hafa jafn
gaman af því og óperusöngnum,
þótt leikinn og leikumgjörðina
vanti. „Í óperunni er hljómsveitin
alltaf niðri í gryfju og söngvari þarf
þess vegna ekki að hafa neitt sam-
band við hljóðfæraleikarana. Það
er hræðilegt að hafa aldrei horft í
augu þeirra sem fylgja manni
gegnum heilu aríurnar og óp-
erurnar, þótt maður viti auðvitað
að þeir fylgi manni af festu og ör-
yggi. Á tónleikasviðinu er nándin
meiri og samskiptin við aðra tón-
listarmenn mun nánari. Það er
kosturinn við tónleikasönginn að
skynja þá nánd.“
Að leika og syngja – vá!
Emma Bell syngur aríur og óperettutónlist með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói í kvöld
Morgunblaðið/Heiddi
Emma Bell „Það er hræðilegt að hafa aldrei horft í augu þeirra sem fylgja
manni gegnum heilu óperurnar, … á tónleikasviðinu er nándin meiri.“
TVEGGJA ára rannsókn á safni lát-
ins kirkjulistarsafnara, Johns Sisto í
Illinois í Bandaríkjunum hefur leitt í
ljós að um 1600 verk í safni hans eru
þýfi.
John Sisto lést árið 2007, og í kjöl-
far andlátsins kom á daginn að á
heimi hans var listmunasafn sem
taldi 3500 gripi. Meðal þeirra voru
skjöl rituð af konungum og páfum og
forsíða bókar í eiginhandriti Mussol-
inis. Talsmaður alríkisrannsóknar-
lögreglunnar FBI sagði í blaðavið-
tali að verðmæti stolnu munanna
væri á bilinu 5–10 milljónir dala, eða
um 650 milljónir til 1,3 milljarðar ís-
lenskra króna.
John Sisto mun hafa stolið öllum
mununum á ferðum sínum til Ítalíu,
og þangað verður þeim nú skilað aft-
ur, að rannsókn lokinni.
Ekki verður höfðað sakamál
vegna þjófnaðarins.
Bíræfinn
þjófur
Safn kirkjumuna
fannst í dánarbúi
Þýfi Ýmsir dýrgripir, sem John Sisto
stal á Ítalíu, fundust í safni hans.
FULLT var út
úr dyrum á tón-
leikum Skál-
holtskórsins og
tónlistarmanna
Getsem-
anekirkjunnar í
Berlín um
helgina. Eftir
flutning Brynj-
ólfsmessu eftir
Gunnar Þórðarson risu gestir úr sæt-
um hrópuðu og klöppuðu tónskáldinu
og flytjendum lof í lófa án afláts.
Tónleikar Skálholtskórsins á
mánudag voru einnig mjög vel sóttir
og gestir ákaflega hrifnir af íslensku
kórlögunum sem þar voru flutt.
Gunnar og
Brynjólfur
slá í gegn
Gunnar Þórðarson