Morgunblaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 16
KENNARI í Klébergsskóla á Kjalarnesi taldi
sig hafa orðið fyrir svo miklum líkamlegum
óþægindum af völdum geislunar frá far-
símasendi á þaki skólans að hann hætti störf-
um, tímabundið að minnsta kosti. Þetta stað-
festir skólastjórinn, Björgvin Þór Þórhallsson.
Farsímasendirinn var settur upp á reykháf á
þaki elstu byggingar skólans í nóvember síðast-
liðnum. Áður en sendirinn var settur upp kann-
aði skólastjórinn málið hjá menntasviði Reykja-
víkurborgar og Geislavörnum ríkisins. „Á
grundvelli þeirra upplýsinga sem ég fékk sam-
þykkti ég að þetta yrði sett upp.“
Í kjölfar kvartana fyrrgreinds kennara hafði
skólastjórinn samband við Geislavarnir ríkisins
á ný. „Upplýsingarnar sem ég fékk voru þær
sömu og áður, nefnilega að geislunin frá send-
unum væri langt undir viðmiðunarmörkum.
Menn hefðu mælt hana á tugum staða um allt
land, meðal annars við grunnskóla. Ég hef nú
beðið um að geislunin frá sendinum hér verði
mæld til að taka af allan vafa.“
Þorgeir Sigurðsson, fagstjóri hjá Geislavörn-
um ríkisins, mældi geislunina út frá sendinum á
Klébergsskóla í gær. Hann segir að hún sé vel
undir viðmiðunarmörkum. „Starfsmenn Geisla-
varna hafa mælt á tugum staða þar sem stað-
settir eru farsímasendar. Í öllum tilvikum hef-
ur geislun verið langt innan við alþjóðleg
viðmiðunarmörk, venjulega innan við 1 prósent
markanna. Þessar niðurstöður eru í samræmi
við mælingar í öðrum löndum. Vegna óvissu um
langtímaáhrif farsímanotkunar mælum við
með að dregið sé úr óþarfa notkun, sérstaklega
hjá börnum. Við mælum einnig með hand-
frjálsum búnaði.“ ingibjorg@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Klébergsskóli Farsímasendirinn
var settur upp í nóvember.
Hætti vegna farsímasendis
Kennari taldi sig hafa veikst vegna farsímasendis á þaki skólans Geisl-
unin vel undir viðmiðunarmörkum, samkvæmt mælingum Geislavarna
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009
Skóli fyrir þig?
Langar þig að stunda skemmtilegt nám:
* í heimavistarskóla?
* í góðum félagsskap?
* í fögru umhverfi?
Innritun stendur yfir í Handverks- og
Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.
Skólinn kennir matreiðslu
og handverkslist á
framhaldsskólastigi.
Uppl. www.hushall.is eða í síma 471 1761
NORRÆNA embættismanna-
nefndin um jafnréttismál og nor-
ræna kvenna- og kynjarann-
sóknastofnunin bjóða til ráðstefnu
um kyn og völd á Norðurlöndum, á
Grand Hótel Reykjavík, dagana 18.-
19. nóvember nk.
Ráðstefnan er opin og er þátt-
taka ókeypis.
Kyn og völd
Á FÖSTUDAGINN sl. gekk Hörður
Svavarsson, formaður Íslenskrar
ættleiðingar, á fund dóms-
málaráðherra. Með í för voru for-
menn Foreldrafélags ættleiddra
barna. Tilefni fundarins var að
leggja áherslu á óskir félagsins um
að innlendum reglum um ættleið-
ingar verði breytt. Má þar helst
nefna þröngar reglur um ald-
urshámark verðandi kjörforeldra
og langan biðtíma eftir ættleiðingu.
Ráðherrann gaf þó, að sögn, eng-
an ádrátt um að reglum um aldurs-
mörk verðandi foreldra yrði breytt.
Morgunblaðið/Kristján
Íslensk ættleiðing
ABC barnahjálp veitti tveim skól-
um sérstaka viðurkenningu við
skólaslit í vor.
Melaskóla var veitt viðurkenning
fyrir að hafa safnað hæstri fjárhæð
árin 2000 til 2008, en börn úr skól-
anum hafa tekið þátt í söfnuninni
frá því að hún var fyrst sett á stað
árið 1998. Fossvogsskóla var veitt
viðurkenning fyrir að hafa safnað
hæstri fjárhæð árið 2009. Alls söfn-
uðust 8.227.936 kr. í söfnun ABC
barnahjálpar sem fram fór í febr-
úar síðastliðnum. Alls tók 3.191
barn úr 113 skólum þátt í söfn-
uninni og var safnað fyrir skóla-
máltíðum barna. Skólamáltíð kost-
ar um 50 kr. og munu um 12.000
börn í Pakistan, á Indlandi, Filipps-
eyjum, í Úganda, Kenía, Burkina
Fasó og Senegal njóta góðs af söfn-
uninni í mars.
Viðurkenning frá
ABC barnahjálp
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
BALDUR Guðlaugsson og Bolli Þór
Bollason, sem áður voru ráðuneytis-
stjórar í fjármála- og forsætisráðu-
neytinu, neituðu að hætta störfum af
sjálfsdáðum eftir að ríkisstjórn Sam-
fylkingarinnar og Vinstri grænna
tók við völdum nema að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Eftir að
forystumenn Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna höfðu lagst yfir mál-
ið, og m.a. farið yfir réttarstöðu
Baldurs og Bolla Þórs, var ákveðið
að færa þá um set frekar en að
greiða þeim full laun í takt við samn-
ingsbundin réttindi þeirra. Sér-
staklega er réttarstaða Bolla Þórs
sterk en Baldur átti minna eftir af
ráðningarsamningi sínum, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Hann mun að líkindum hætta störf-
um um næstu áramót, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Þeir
hafa báðir starfað sem embætt-
ismenn hjá íslenska ríkinu um ára-
tugaskeið. Embættismenn hafa rík
starfsréttindi samkvæmt lögum,
meðal annars til þess að tryggja bet-
ur starfsöryggi þeirra innan stofn-
ana sem stýrt er af pólitískt kjörnum
fulltrúum.
Baldur hefur nú verið skipaður
ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu-
neytinu og Bolli Þór er kominn í
sambærilegt starf í félagsmálaráðu-
neytinu. Þeir höfðu verið í tíma-
bundnu leyfi frá því slitnaði upp úr
samstarfi Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar í janúar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var áhersla lögð á að nýta
starfskrafta þeirra sem best en þeir
tveir hafa mikla reynslu af ráðuneyt-
isstjórastörfum.
Þó var meiri vilji til þess að halda
Bolla Þór við stjórnunarstörf heldur
en Baldri, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
Sérstaklega höfðu forystumenn
stjórnarflokkanna áhyggjur af því
að umdeild viðskipti Baldurs með
hlutabréf í Landsbankanum, 17.
september í fyrra, væru til þess fall-
inn að rýra traust á stjórnkerfinu.
Baldur seldi bréf sín eftir að hafa
setið fundi fyrir hönd fjármálaráðu-
neytisins um nauðsyn þess að flytja
Icesave-reikninga Landsbankans yf-
ir í dótturfélag í Bretlandi. Baldur
hefur sjálfur neitað því, m.a. í sam-
tali við Morgunblaðið 20. nóvember,
að hann hafi haft aðrar upplýsingar
um stöðu Landsbankans á þessum
tíma heldur en almenningur. Þá hef-
ur hann ekki viljað staðfesta and-
virði bréfanna sem hann seldi.
Neituðu að
hætta störfum
fyrir ríkið
Ráðuneytisstjórar færðir til í starfi
Ráðuneytisstjórar voru færðir til
í starfi vegna þess að þeir voru
ekki tilbúnir að hætta störfum af
sjálfsdáðum. Sterk réttarstaða
réð úrslitum um að þeir héldu
starfi sem ráðuneytisstjórar.
Baldur
Guðlaugsson
Bolli Þór
Bollason
RAGNA, Íris og hvolpurinn Birta létu fara vel um sig í fjörunni á Kjal-
arnesi í góða veðrinu í gær. Náttúran var í sínu fínasta pússi og börn og
ferfætlingar nutu þess að hvíla sín ungu bein með sjávarlyktina í nösunum.
Þegar fjarar út er ýmislegt að sjá sem annars er falið undir sjávarborð-
inu og þá er um að gera að skoða umhverfið og spá og spekúlera.
Morgunblaðið/Eggert
FREISTANDI FJARA
„Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hlakka til að takast á við verkefni
þessa ráðuneytis,“ segir Bolli Þór Bollason, nýskipaður ráðuneytisstjóri í
félagsmálaráðuneytinu. Hann segir verkefni ráðuneyta nú verulega krefj-
andi. Ögrandi sé að taka þátt í þeim. „Þá er auk þess verið að færa verk-
efni á milli ráðuneyta. Það er alveg ljóst að það mun mæða mikið á ráðu-
neytunum öllum, félagsmálaráðuneytinu ekki síst,“ sagði Bolli Þór í
samtali við Morgunblaðið.
Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu er nú Ragnhildur Arnljótsdóttir.
Baldur Guðlaugsson hefur í dag störf hjá menntamálaráðuneytinu en
Guðmundur Árnason, sem verið hefur ráðuneytisstjóri í mennta-
málaráðuneytinu síðan árið 2002, verður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu, a.m.k. tímabundið. Indriði H. Þorláksson, sem verið hefur ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu á þessu ári, verður aðstoðarmaður
Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra frá og með morgundeginum.
Ekki náðist í Baldur Guðlaugsson við vinnslu fréttarinnar.
Bolli Þór ánægður með niðurstöðuna