Nýtt kvennablað - 01.01.1941, Page 8
4
NÝTT KVENNABLAÐ
Frú Guðrún Indriðadóttir.
í tilefni af ])ví, að nú er í fyrsta sinn liafin
heildarútgáfa af rituni Jóhanns Signrjónssonar,
skálds, þykir Nýju kvennahlaði vel hlýða, að
birta mynd af þeirri konu, sem ef (il vill liefir
átt drjúgan þátt í því að auka vinsældir skálds-
ins hér á tandi, frú Guðrúnu Indriðadóttur.
Fyrst íslenzkra kvenna lék hún hlutverk Höllu
í Fjalla-Eyvindi og gerði ])að með þeim ágætuin,
að þeim, seni sáu, mun seint úr minni líða.
Tókst henni að sýna annarsvegar bóndakonuna,
sem stjórnar með því látleysi, tign og festu, sem
einkennt hefir margar okkar fremstu konur,
en sem liinsvegar hefir að geyma þá ást, er öllu
fórnar ef þörf krefur, og kýs fremur dauðann
fvrir sig og sína heldur en að gefast upp. — Svo
föstuin tökum náði þessi leikur á áhorfendum,
að margan rak i rogastans þegar úr leikhúsinu
kom, að lenda ekki í sömu manndrápshríðinni
og Halla fór út í í leikslok...
Eitt Iiarma ég alltaf og það er það, að höf-
undur Fjalla-Eývindar skyldi aldrei sjá þessa
fyrstu en ram-íslenzku Höllu, sem frú Guðrún
sýndi okkur, svo að hann gæti þakkað henni að
verðleikum.
Frú Guðrún Indriðadóttir mun hafa leikið
Höllu-Iilutverkið á milli 70—80 sinnum, þar af
50 sinnum hér í Reykjavík, en í hin skiptin norð-
ur á Akureyri og i Vesturheimi.
ÓLÍNA ANDRÉSDÓTTIR :
£T
ROSIN. (Áður óprentað)
Þú brosir hér mót suðri og sól,
|>ú sannnefnd drottning hlóma,
á blaðagrænum guðastól,
í glæstum æskuljóma,
þú blaðahvíta, bljúga rós,
sem ba.rn er saklaust dreymir
um eitthvert blessað undraljós
frá öðrum betra heimi.
Sem himinroðans rjóða dís
hin rauða situr hjá þér,
hún minnir á þann eld er frýs
og ilm hún kastar frá sér.
Mér finnst hún tákna undrið ást,
sem æskulífið dreymir,
þá æðstu sælu er oftast brást,
en engin sála gleymir.
Guðrún
I ndriða-
dóttir
i
hlutverki
Höllu.
G. M.