Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 5

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 5
NÝTT KVENNABLAÐ <> o Þetta var sagan hennar og Jarps, reiðhests- ins hennar. Það er fjarri mér að óska eftir því að konur séu alltaf að skemmta sér. Nei, það er vissulega gæfa hverrar húsmóður að unna sem mest heim- ili sínu og börnum og starfi sínu þar. En það er með heimilisstörfin eins og önnur störf, að þau eru stöðug endurtekning og end- urtekningin sljóvgar og eykur leiða á starfinu. Húsmóðurin þarf að koma á önnur heimili öðru hverju til þess að læra og sjá það sem þar er tii fyrirmyndar. Nú þegar það er orðið viðurkennc að allar stéttir þurfi að fá orlof, getur húsmóð- irin ekki verið nein undantekning í því efm, eigi starf hennar að vera vel af-hendi leyst og hún að njóta tilhlýðilegrar virðingar. Heimilio er gömul og íhaldssöm stofnun. Það hefur jafn- an verið siður að konan sæti heima. Húsmóður- inni er líka oft mjög erfitt að komast heiman að fyrir annríki. Enginn er til að taka við störfum þeirra, og hefir það stórum versnað nú á stríðstímunum að fá nokkra hjálp á heimilin. En oft má það þó takast ef konan hefir fullan áhuga á því að fá sér frí og finnur að hún hafi þörf fyrir það. Þá er um að gera að fá sem bezt tækifæri til þess að nota þessa dýrmætu frídaga. Annað- hvort roun það jafnan ákjósanlegast út í náttúr- unni eða dvöl á góðu heimili, t. d. húsmæðra- skóla, þar sem margt mætti læra og taka sér tii fyrirmyndar. Það er ánægjulegt og skemmtilegt að fá nokkra skemmtilega frídaga og skemmtasérmeð stallsystrum sínum út í náttúrunni eða á góðu heimili og mega njóta góðra leiðbeininga, en ánægjulegast og skemmtilegast er þó að koma heim og vera fagnað af góðum eiginmanni og börnum og öðrum heimamönnum, auðugri af starfsgleði og endurnærður eftir góðan félags- skap. Eins og vera ber eru nú þegar allmargir hús- mæðraskólar á landinu og í ráði að reisa fleiri. Þjóðin hefir öðlast skilning á því að ungar stúlk - ur þurfi að læra margt sem þeim megi að gagni koma í starfi þeirra sem húsmóðir og móðir. Þær nema á þessum skólum einn til tvo vetur — stundum aðeins einn til tvo mánuði á stuttu námsskeiði. Þá eiga þær að vera færar um að taka að sér hverskonar störf sem húsfreyjunni kunna að vera lögð á herðar. Þessi tími er ungu stúlkunum oft mikill sælu- tími. Þær fá að njóta þar samvistanna við stall- systur sínar og jafnaldra, læra að gera góðan mat og matur er ávallt mannsins megin — sauma, vefa og prjóna marga góða hluti. Kven- félög landsins hafa mikið beitt sér fyrir stofn- un þessara skóla og fengið ríkið til að styðja það mál og veita fé til þeirra og reka þá að miklu leyti. Húsfreyjurnar í félögunum hafa gleymt sjálfri sér af umhyggju fyrir dætrum sínum og ungu stúlkunum. Þær hafa gert það í félags- skapnum eins og á heimilunum. Þær vilja vinna að því að dætur þeirra fái góða menntun og undirbúning undir húsmóðurstöðuna, þó þær sjálfar hafi mátt fara á mis við hana. Þær hafa gefið skólunum það sem þær áttu ekki sjálfar, eins og ein merk kona komst að orði. Þær hafa gefið skólunum luisgögn og húsbúnað, sem þær aldrei hafa getað eignast sjálfar á sín heimili, allt til þess að dætrum þeirra og öðrum ungum stúlkum megi vel vegna við námið. Húsfreyjurnar hafa gleymt því að skólarnir eigi að vera líka fyrir þær. Skólarnir þurfa að standa í nánu sambandi við starfandi húsmæð- ur og halda stutt námskeið, hentug húsmæðr- um í bæjum, byggðum og borgum. Þegar húsmæðurnar hafa orlof, sem þeim jafnan er mjög erfitt að veita sér, þurfa þæv að geta dvalið á stöðum þar sem þær fá upp- örfun og hressingu í starfi sínu og helst góða fræðslu. Eg veit að ungu stúlkunum, sem dvelja á hús- mæðraskólum nú á tímum, þykir dvöl sín þar mjög skemmtileg og ánægjuleg. Á vorin við skólaslit skilja þær með sárum trega og þeirri innilegu ósk að þær mættu síðar hittast á sama stað, og dvelja þar um tíma. Eg veit um margar konur sem hafa mikla löngun til þess að heimsækja skólann sinn aftur, en þær fá ekki tækifæri til þess, eins og þó ætti að vera. Það er mjög þarft og nauðsynlegt að undir- búa ungar stúlkur undir húsmóðurstöðuna, en það er ekki síður mikils virði að gefa þeim tæki- færi til að viðhalda þeirri menntun sem þær afla sér, með því að halda stutt námskeið við skól- ana, hentug fyrir húsmæður. í stað stóru heimilanna sem ruí mega heita úr sögunni, hafa risið upp skólaheimili húsmæðra og unglinga. Á þeim heimilum ber að stofna til stuttra námskeiða sem húsmæður gætu notfæi't sér. J. S. L.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.