Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Síða 7

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Síða 7
NÝTT KVENNABLAÐ Lagaákvæði sem 36. gr. launalaganna hefur ekki oltið inn í lagabálkinn af einhverri tilvilj un; það var full þörf fyrir það og ef þeir, sem eiga að framkvæma lögin, gera það ekki, eiga hinir, sem slíkt bitnar á, að sjá um að það sé gert. Ef nú er ekki hafizt handa er það hreint og beint af samtakaleysi og kjarkleysi, ef konurnar nota ekki það tækifæri, sem svo skýlaust lagaákvæði veitir þeim. Allir eiga að vera jafnir fyrir lög- unum og það sem þau benlínis kveða á um, svo á það að vera. Við megum vel minnast þess, að það sem áunnizt hefir, er fyrir þrotlausa bar- áttu og kjark kvenna, sem áttu ólíkt erfiðari aðstöðu til að halda fram hugsjónum sínum en nú gerist og að það sem eftir er, er einskær barnaleikur samanborið við þá þrekraun, sem þegar er leyst. Einnig er vert að liafa það í huga, að hverju sinni sem leiðréttar hafa verio misfellur á kjörum stórra stétta, hefir álitlegur hópur manna kveðið þann söng, að nú stæðí heimurinn ekki lengi. Sú sama heimspeki er grundvöllur andstöðunnar við jafnrétti kvenna og karla. Hana þurfum við ekki að óttast, hún hefur ávallt hlotið maklega skömm að launum. Að vera þolinmóðar er góður eiginleiki, en að þola auðmýkingu er lítill sálubætir. Það er auðmýking þegar okkur er skipað á bekk með þeím, sem fyrirtæki okkar væru helzt laus við. Það er auðmýking að við skulum þurfa tugi ára til að komast í lífvænleg laun og það er réttar- brot, að við skulum vart koma til greina í betur launuðu stöðurnar af þeirri ástæðu einni að við erum konur. Það er ekki kvenlegt að þola auð- mýkingu, frekar en það er karlmannlegt að nota aðstöðu sína til að ganga á rétt annara. Eins og viðhorfið er í dag eru víða gerðar sömu kröf- ur til karla og kvenna um þekkingu og afköst, en sú viðbót lögð á herðar konunni, að hún gefi eftir vænan skerf þeirra launa, sem henni ber, á mánuði hverjum. Á einstöku vinnustað munu fámennir hópar kvenna hafa reynt að fá þessu kippt í lag, en tekizt misjafnlega. Því væri reynandi að stofna með sér samtök og færa sér í nyt þá reynslu, sem þegar er fengin með slíku fyrirkomulagi, Eins og er, er litið á konurnar sem sérstaka stétt launþega og það er einmitt hið óæskilega í málinu. Við það ástand getum við ekki unað lengur og megum ekki. Svo og svo margar stúlkur missa áhugann fyrir starfi sínu, þegar fyrir engu eru að berjast og það sem verra er, sjálfs- virðinguna smátt og smátt líka, auk þess sein við missum ef til vill góða liðsmenn, — og því höfum við ekki ráð á. Margir vænta sér mikils af framtíðinni og það gerum við líka. En við sköpum sjálfar þá framtíð, sem við viljum að verði og styrkasta stoðin er að bæði kynin standi jafnfætis — ekki eingöngu á pappírnum. Nýir tímar: Kona verður sfjórnarráðsfulltrúi Ungfrú Svanhildur Ólafsdóttir var skipuð fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1. nóv. 1944. Ungfrú Svanhildur hefir glæsilegan náms- og starfsferil að baki sér. Hún varð stúdent 1924, tók heimspekipróf árið eftir. Löggiltur skjala- þýðari í dönsku 1933. Þingskrifari varð hún 1925 og á nærfellt 20 þingum síðan, einnig vann hún að prófarkalestri fyrir Alþingi og aðstoðaði við samningu orðabókar Sigfúsar Blöndal. Ritari í danska utanríkisráðuneytinu, sem þá fór með utanríkismál Islendinga 1935, en starf- aði svo hjá danska sendiráðinu í London 1936— 1937. Aðstoðarmaður í utanríkismáladeild stjórnarráðsins hér heima er hún skipuð 15. okt. 1939 og gegndi því starfi, þar til hún er skip- uð fulltrúi. Það má vera okkur öllum sérstakt gleðiefni, þegar konur sýna slíkan dugnað og hæfni í starfi sínu, og ávinna sér traust og álit eins og ungfrú Svanhildur hefir jafnan gert. Við von- um að starfsbraut hennar verði löng og frama- rík. Til frú VALDÍSAR HALLDÓRSDÓTTUR er hún var smábarn. Frá föður hennar (H. H.) Lítið veit hvað lífið er Ijósið mitt, sem týrir hér. Forlög enginn fyrir sér. Framtíð margt í skauti her. Til frú GUÐNÝJAR BRIEM er hún var ung. Frá föður hennar (H. B.) Guðný mín, þér gefi í nótt guðfaðir að sofa rótt. Dýr þá aftur dagur skín drottinn blessi verkin þín.

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.