Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Qupperneq 10
8 NÝTT KVENNABLAÐ arnar í Rauðarártúni. En nauðsynin hefir brotið þessi lög og því ekki að fárast um það. — En ekki er gott að verjast söknuði yfir horf- inni fegurð. Minningarnar frá Rauðará æsku minnar gleymast mér aldrei, þær verða mér alltaf jafn Ijúfar og helgar, sem hollráðin og ástúðin, sem ástkærir fósturforeldrar mínir gáfu mér að veganesti. En víðar en heima hafa orðið breytingar á hlutunum. Á þessu vori, er ég búin að vera 21 ár í Ólafsfirði, eða frá þeim tíma, er maðurinn minn fékk veitingu fyrir því prestakalli. Er mér því skylt að segja eitthvað héðan. Hér hafa árin liðið — í litlu þorpi — sem þó hefur alltaf farið stækkandi. Og á þessu ári hef- ur ólafsfjörður öðlastbæjarréttindi.Ergamanað fylgjast með vexti bæjarins, sem vex líkt og bráðþroska unglingur. Hér höfum við fengið heitt vatn í húsin okkar til upphitunar og fáir kunna víst betur að meta þau þægindi en við konurnar. Þökk sé þeim, er að slíku verki hafa unnið. Hér höfum við einnig rafmagn til lýsingar og suðu, og hafin er vegleg hafnar- bygging. Hér er framsækinn hugur og dugandi fólk, sem lofar batnandi framtíð staðarins. Hér starfa einnig mörg félög, sem öll eiga sína sögu og sín áhugamál að berjast fyrir, er miða til hagsbóta. En mig langar sérstak- lega að minnast eins lítils félags, sem að vísu lætur ekki mikið yfir sér, en hefur þó unnið hér merkilegt starf. Félag þetta nefnist „Hall- grímsnefnd Ólafsfjarðarkirkju" — er líka að- eins 10 manna nefnd, þar af 6 konur. Þessi nefnd hefur þegar starfað í 12 ár. Látið gera myndarlega steingirðingu við kirkjuna, og reist þar minnismerki um drukknaða menn — sem ekki finnast. Er minnismerkið stór slípaður blá- grýtissteinn — tekinn úr Rauðarárholti við Reykjavík og unnin af Magnúsi Guðnasyni steinsmið í Reykjavík. Eru eirplötur með fæð- ingar- og dánardegi, ásamt nafni hins látna, greypt á minnisvarðann, og mun þessum nöfn- um, sem þannig geymast, fjölga í rás áranna, eftir því sem örlögin rætast. Árlega er svo hald- in sérstök minningarguðsþjónusta um „drukkn- aða“ í júlímánuði, því þá var minnisvarðinn af- hjúpaður. Er garðurinn og minnisvarðinn þann dag flöggum prýddur og blómum skreyttur. ís- lenzki fáninn og fáni Slysavarnardeildar kvenna blakta þar við hún. Þessi tvö félög eiga á sinn hátt skylt starf að rækja. Fyrst leitin — síðan minningin. Annað starf Hallgrímsnefndar er að skreyta kirkjuna fyrir jarðarfarir, og hlú að kirkjunni á margvsílegan hátt. (Gaman væri að Nýtt Kvennablað upplýsti um það hversu margar Hallgrímsnefndir eru enn starfandi í söfnuðum landsins, sem svo víða voru á sinni tíð stofnaðar). Ég hef með undanförnum línum minnst bæði gamals og nýs. Og enn leitar hugurinn heim, — heim að Rauðará — til fjallsins míns — til draummyndarinnar af Reykjavíkurhöfn í aftan- glóðinni. Og ég spyr oft. Skyldi draumur minn einhvern tíma fá að rætast, skyldi ég fá aftur að eignast heimili á eða nálægt æskustöðvunum. Maður veit skemmra en það. En ég lifi í voninni, að þar megi ég þó lifa síðustu elliárin, ef mér auðnast sá aldur, og deyja í faðmi þeirra fjalla, sem alltaf eru mér fegurst í minn- ingunni. LEIÐRÉTTING í síðasta tölublaði Nýs Kvennablaðs er æfiminning um Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Hálsi í Svarfaðardal eftir Hugrúnu skáldkonu. Þar segir að frú Kristjana Hafstein hafi verið kennslukona við kvennaskólann á Laugalandi. Þetta er mishermi. Forstöðukona gamla kvennaskólans á Laugalandi, var frá upphafi frú Valgerður Þorsteinsdóttir Pálssonar prests frá Hálsi í Fnjóskadal og ekkja eftir séra Gunn- ar Gunnarsson bróður Tryggva Gunnarssonar og frú Kristjönu Hafstein. En kennslukona hina fyrstu vetur skólans var ungfrú Anna Melsted — dóttir Púls Melsted sagnfræðings — en síðar gift Stefáni Stephensen um- boðsmanni á Akureyri. Var hún vel menntuð og gáfuð kona, sem kunnugt er. — Á þessum árum bjó á parti á Laugalandi frú.Kristjana Hafstein amtmannsekkja með börnum sínum. Var Hannes Hafstein þá kominn í skóla, en hin yngri börnin hjá móður sinni. Þessari úgætiskonu kynntust skólastúlkur og mun hún með orð- um og eftirdæmi hafa verið þeim til fyrirmyndar. Námsmeyjar þenna fyrsta vetur skólans voru 10 að tölu. Munu þær nú allar dánar og hygg ég Guðrúnu á Hálsi hafa verið hina síðustu þeirra. Rósa Einarsdóttir, Stokkahlöðum.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.