Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Blaðsíða 11
NÝTT KVENNABLAÐ
9
Kristveig Björnsdóttir
Þá er vinir kveðja, setur oss hljóða, en minn-
ingar liðinna stunda þyrpast að, svo fór mér,
er ég spurði andlát Kristveigar í Skógum, eins
og hún jafnan var nefnd. Þetta heiti mun og
verða það, er fylgir henni framvegis, þá er
hennar er minnst. Svo nátengt var nafn henn-
ar þessu heimili um langt árabil.
Að Skógum í öxarfirði var Kristveig fædd
hinn 5. dag aprílmánaðar 1881. Foreldrar henn -
ar voru hjónin Arnþrúður Jónsdóttir og Björn
Gunnlaugsson, bæði komin af merkum ættum
norður þar. í Skógum dvaldi Kristveig alla ævi
til vorsins 1940, er hún og maður hennar brugðu
búi vegna heilsubrests og fluttu til Kópaskers,
þar sem hún andaðist 17. dag marzmánaðar
síðastliðinn.
Svo margs er að minnast, er ég lít yfir sam-
ferðastundir okkar Kristveigar, að örðugt er að
vita, hvað segja skal. Hver minningin rekur
aðra.
Fyrir sjónir mér svífur glæsileg, glaðvær
ungmey, en í eyrum mér ómar hressilegur, gleði-
þrunginn hlátur. Sá hlátur hrekur ólund og
stygglyndi úr hvers manns hug, en vekur þar
ósjálfrátt kæti. En beri einhver harm í huga
eða þurfi hjálpar við, er hvergi hlýrra skjól að
finna né skjótari hjálpar að vænta en einmitt
hjá þessari lífsglöðu ungu stúlku. Glaðværð,
hjálpfýsi og risna ríkti á bernskuheimili henn-
ar og sízt hvarf sá heimilisbragur að Skógum,
þá er hún hafði tekið þar við húsfreyju-
störfum.
Þungar raunir steðjuðu að Skógaheimilinu,
þá er Kristveig var á mótum bernsku og æsku.
Faðirinn, ljúfmennið glaða, er kvaddur burt frá
barnahópnum, móðirin, hin gætna og stillta, um
sömu mundir lostin þungum sjúkleika, er þjáði
hana alla ævi síðan. Á hinar ungu herðar Krist-
veigar lagðist þá eigi aðeins þungi sorgar og
saknaðar, heldur kom það einnig í hennar hluta
að taka að sér forustu hins mannmarga heimilis
innanhúss, ásamt umönnun yngri systkina og
sjúkrar móður. Mikil var sú raun, en hetjan
unga lét eigi bugast. Þrátt fyrir umsvif og ann-
ir veitti hún óspart af ljúflyndi sínu og lífsfjöri,
svo og af hverju því, er búið mátti í té láta.
Hjálpfýsi og fórnfýsi voru einhverjir sterkustu
eðlisþættir Kristveigar. I manni sínum, Gunnarí
Árnasyni frá Bakka, eignaðist hún og traustan
og öruggan samferðamann til allra góðra verka.
Á ungum aldri þurfti Kristveig að gegna
móðurskyldum gagnvart yngri systkinum sín-
um. Fáum árum síðar eru þau svo vaxin, að þau
þurfa eigi lengur umönnunar sem börn, en þá
er hún sjálf orðin móðir. Þó var það svo, að
þrátt fyrir heimilisannir og mikla umhyggju
fyrir börnum og heimamönnum, auk sífelldra
aukasnúninga vegna gesta og gangandi, virt-
ist Kristveig jafnan hafa tíma aflögu til ýmissa
hluta. Bóklestur stundaði hún t. d. alla ævi,
enda voru gáfurnar skarpar og minnið trútt,
í Skógum var oft leikið á hljóðfæri og oft sung-
ið. Var þá mjög venjulegt, að húsfreyjan gæfi
sér tíma til að taka þátt í söngnum eða grípa í
hljóðfæri. Ekki var það heldur fátítt, að hún
þeysti úr hlaði á fjörugum góðhesti, og varð
henni þá engin skotaskuld úr því að stjórna
hestinum, jafn vel þótt flestum öðrum fyndist
þar nóg um. Á þeim árum fóru oft smáhópar
ungs fólks í Öxarfirði í skemmtiferðir á sunnu-
dögum að sumrinu til að reyna gæðingana og
létta skapið. Átti Kristveig eigi ósjaldan upp-
tökin að ferðum þessum eða var hvatamaðm
þ&irra, ef hennar var leitað með uppástunguna.
Hækkar enn brúnin og hlær hugur vor, sem þá
vorum ung, er vér minnumst ferðalaga þessara,
en nokkur vafi á, að svo bjart væri yfir þeim
minningum, ef húsfreyjan í Skógum hefði eigi
verið með í hópnum. Svo sterka ylgeisla ein-
lægrar glaðværðar lagði frá henni.
Eins og gengur fyrir mæðrum margra barna
á ýmsum aldri, þurfti Kristveig oft að kvöldi
dags eftir langan og strangan vinnudag að
strjúka af vanga eða hlúa að líkama lítillar