Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 16

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Page 16
14 NÝTi' KVENNABLAÐ Samstarfsmenn Frá Elín GúSmundsdöttir ófeig'sfirði, fædd 27/2 1919 í Bæ í Árneshreppi. Foreldrar: Guðm. Guðmundsson og Steinunn Hjálmarsdóttir. Gift Guðmundi Péturssyni, Ófeigsfirði. Hefur hún út- breitt blaðið í sínu nágrenni og annast það prýðilega. Þann 28. apríl átti Þórlaug Bjarnadóttir hús- freyja á Gaulverjabæ í Árnessýslu 65 ára af- mæli. Eg hafði fyrir löngu lofað ritstjóra þessa blaðs að skrifa nokkur orð um Þórlaugu, en hún hefur verið útsölumaður blaðsins frá byrjun. Finnst mér tilvalið tækifæri að gera það nú í tilefni af afmælinu. Þorlaug er fædd að Sviðu- gerðum í Gaulverjabæjarhrepp 28. apríl 1880. Voru foreldrar hennar Bjarni Þorvarðsscn hreppstjóra Jónssonar og Guðrún Pálsdóttir prests Ingimundarsonar í Gaulverjabæ, kona séra Páls var Sigríður Eiríksdóttir Sverrisen sýslumanns. En móðir síra Páls var Sigríður Árnadóttir, systir Valgerðar konu Gunnlaugs sýslumanns Briem, föður ólafs Briem í Eyja- firði. En Þórlaug, föðuramma og nafna Þórlaug- ar, var af Bolholtsætt, en af þeirri ætt eru margir merkismenn, og einkum eru konur þeirr- ar ættar skörungar miklir. Eins og sjá má af þessari litlu ættfærslu, er Þórlaug af góðu bergi brotin og má vel sjá að svo er. Þorlaug missti föður sinn ung og voru systkinin mörg, ólst hún því mest upp hjá Þór- laugu ömmu sinni í Sviðugörðum. Stuttu eftir fermingu missti Þorlaug heilsuna og var tvísýnt að hún fengi lækningu. Þá var það að frændi hennar, séra Valdimar Briem, tók Þorlaugu til sín. „En hún var skild báðum hjónunum“. Þar fékk Þórlaug heilsuna. Dvaldi hún á Stóra-Núpi þar til 1904 að hún giftist Degi hreppstjóra Brynjólfssyni fræðimanns Jónssonar frá Minna- Núpi. Hófu þau búskap í Þjórsárholti en flutt- ust þaðan fyrst að Gerðiskoti í Eyrarbakka- hrepp, en síðan að Sviðugörðum, fæðingarheim- ili Þorlaugar. í síðustu 25 ár hafa þau búið stór- búi að Gaulverjabæ. Þau hafa eignast 6 börn, 4 eru á lífi. Bjarni dó ungbarn og Sigrún dó 19 ára, var hún talin efnilegasta stúlka hér um slóðir. Á lífi eru Brynjólfur læknir á Hvamms- tanga, Ingibjörg, símamær að Selfossi, Bjarni búfræðingur heima og Dagur, sem nú dvelur sér til heilsubótar á Vífilstöðum, mesti efnispiltur. Auk þess hefur Þórlaug alið upp sonardóttur sína, Huldu Brynjólfsdóttur, myndarstúlku, sem enn dvelur heima. Þar að auki hafa unglingar dvalið oft langdvölum hjá þeim hjónum. Það lætur að líkum að húsmóðir á heimili eins og Gaulverjabæ hefur mörgu að sinna. Að Gaul- verjabæ er Kirkjustaður, póst- og símastöð, bif- reiðaafgreiðsla og fundarstaður. Allt þetta velö- ur miklum gestagangi, sem mæðir ekki sízt á húsmóðurinni á þessum fólksleysistímum. Þarf mikinn dugnað og kjark til að standa í slíkri húsmóðurstöðu. í þesum sessi sómir Þórlaug sér vel. Hún er stórmyndarleg húsmóðir, stjórnsöm og reglusöm. Hefir það komið sér vel svo oft sem maður hennar hefir orðið að fara að heim- an, sökum sinna margþættu starfa. Þórlaug er myndarleg að vallarsýn og sópar af henni. Hún er stórbrotin og hreinlynd en líka hjálpsöm, greiðvikinn og góðgjörn og vill hvers manns vanda leysa og er gott til hennar að leita. Hún er prýðisvel greind, fróð og víðlesin svo furðu gegnir um konu sem hefur haft svo mörgu að sinna um dagana Auk sinna miklu húsmóður- starfa hefur Þórlaug tekið mikinn þátt í félags- lífi sveitarinnar. Hún hefur verið í stjórn kvenfélagsins frá stofnun þess eða 27 ár gjald- keri. Auk þess hefur hún um mörg ár verið í fræðslunefnd. öll félagsstörf vinnur Þórlaug með mikilli samvizkusemi og árvekni. Eftir 13 ára nábýli við Þórlaugu get ég sagt það, að eftir því sem ég kynnist henni betur, þykir mér meira til hennar koma. Eg vil enda þessar línur með beztu hamingjuóskum Þórlaugu til handa. Veit ég að þá mæli ég fyrir munn fjölda sveitunga. Guðlaug Narfadóttir.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.