Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Síða 17

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Síða 17
NÝTT KVENNABLAÐ 15 ^JJoywmffwrirwi í ^JJc amera (Smásaga eftir Lögbergi). Guðrún Stefánsdóttir: VÍSUR UM SÓLINA Svertingjakonungur einn í héraði sem Kam- era heitir í Afríku var ákaflega stærilátur og harður í horn að taka. Allir þegnar hans voru hræddir við hann og enginn þorði annað en gera allt sem hann skipaði. Einn góðan veðurdag var hann að stæra sig af því að allir væru þjónar sínir. Gamall og vit- ur svertingi setti ofan í við hann fyrir þetta og sagði: „Allir menn eru þjónar hver annars“. „Eftir því að dæma finnst þér ég vera þjónn þinn? Viltu halda því fram? Þorir þú að segja það?“ sagði konungurinn. „Já“, sagði Bouka- bar, svo hét svertinginn. „Þú skalt sanna það ef þú getur“, sagði kon- ungurinn. „Þú skalt láta mig hlýða þér eða vinna fyrir þig áður en sól sezt í kvöld, getir þú það, skal ég gefa þér hundrað kýr. Getir þú það ekki, skal ég drepa þig, þá finnirðu hvort eg er ekki herra þinn“. „Gott og vel“, sagið Boukabar. „Vegna þess að hann var fjörgamall maður, varð hann að ganga við staf. Þegar hann tók stafinn sinn og ætlaði að fara, kom betlari að dyrunum. „Leyfið mér að gefa þessum vesalings manni eitthvað að borða“, sagði Boukabar við konunginn. Tók síðan mat af borðinu í báðar hendur og ætlaði út í dyrnar fram hjá konunginum, en hafði lát- ið stafinn sinn undir aðra hendina og misstí hann nú niður á gólfið. Stafurinn flæktist í káp- unni hans, svo hann var rétt að segja dottinn. „Gjörið svo vel að taka upp fyrir mig stafinn minn, herra konungur“, sagði Boukabar, „ann- ars dett eg“. Konungurinn brá við tafarlaust, tók upp stafinn og fékk gamla manninum hann, Honum fannst það sjálfsagt, þegar svona stóð á, því hann var í raun og veru bezti maður, þó hann væri stærilátur. Boukabar rak upp skellihlátur og sagði við konunginn: „Þarna sjáið þér, herra konungur, að allir góðir menn eru þjónar hver annars. Eg er að þjóna betlaranum og vinna fyrir hann, en þér eruð að þjóna mér og vinna fyrir mig. En eg vil ekki kýrnar yðar, gefið þessum fátæka manni þær. Konungurinn gerði það, og tók Boukabar sér fyrir æðsta ráðgjafa. Gamli svertinginn kenndi konunginum að stjórna fólki sínu vel og mannúðlega. Ljósið ég þráði og lífið eg kaus þó lítill eg vœri og umkomulaus, með vonina í brjóstinu vappaði af stað: að vorsólin kyssti mig eins fyrir það. Hún aftur og aftur i felur þó fór er ferðina lengdi og eg orðinn stór. En þess vegna kveð eg og syng henni söng að sambúðin okkar var aldrei of löng. AUSTUR YFIR FJALL Austur yfir Hellisheiði hvernig fjöllin brosa við. Báðum höndum blik og skuggi breiða að fótum útsýnið. Báðum höndum veita vilja, vekja eitthvað heitt og blítt upp af djúpum, djúpum svefni, draumalandið endurnýtt. Galdur lífsins sínu sinnir. Sœlt! Hve sœlt, að hlakka til, þjóta yfir blámans breiður — bara dýpra eg anda vil. Ó! þú heitir eftirvœnting allra heima fegurst dís, engin sól, og engin stjarna yndislegri úr hafi rís. Kyndlar þínir loga og lýsa leiðina yfir fjöllin há — hinumegin heiðarinnar horfi ég í augun blá.

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.