Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Síða 18

Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Síða 18
16 NÝTT KVENNABLAÐ Islenzkar konur og ,,Forsefinn“ Síðastliðið haust kom út „opið bréf til íslenzkra kvenna“ með yfirskriftinni: „Islenzkar konur og forset- inn“.“ Var það fjölritað, og höf. og útgefandi er Jochum Eggertsson, Reykjavík. Rit þetta er svo nýstárlegt og sérstætt, að ég get ekki orða bundist um það, ekki sízt, þar sem helzt lítur út fyrir að alveg hafi gleymst að láta almenning vita um tilveru þess, á þessari öld eilífra auglýsinga og endalausra tilkynninga. En þar sem bréf þetta er stilað til okkar — íslenzku kvennanna — fannst mér Nýtt kvennablað hinn rétti vettvangur fyrir fáein orð um það. Ég hafði raunar hugsað að koma þessum línum fyrir löngu til blaðsins, en af óviðráðanlegum orsökum koma þær ekki fyrr en nú. Bréfið virðist fyrst og fremst vera skrifað í þeim tilgangi að vekja athygli íslenzkra kvenna á því, hve hlutur þeirra virðist hafa verið fyrir borð borinn á lýðveldishátíðinni í fyrra sumar. Á þess- ari einstæðu fagnaðar- og frelsishátíð allra barna „Fjallkonunnar", réðu þó karlmennirnir einir lögum og lofum — hið ytra að minnsta kosti — og minntust sjálfra sín sem þeir væru 611 þjóðin, þar sem konurnar virtust aftur á móti hafa gleymt að þær væru líka hluti af hinni íslenzku þjóð. Höfundur bréfsins spyr því: „Islenzkar konur! Hvar voruð þér við stofnun og end- urreisn hins íslenzka lýðveldis þann 17. júní 1944? Höfðuð þér ekki tekið þátt í lýðveldiskosningunum og endurheimt ’ins forna frelsis?" Og hann spyr aftur: „Hver þakkaði yður á hinni miklu lýðveldis-þjóðhátíð þann 17. júní 1944, og mælti fyrir minni yðar við það tækifæri? Enginn!“ Þannig heldur hann áfram að spyrja, en svarið verð- ur ávallt hið sama: Enginn minntist frú Ingibjargar Einarsdóttur, konu Jóns forseta, sem var „svo snar þáttur af lífi hans“, að hún, „dó af harmi“ og fór í gröfina með honum. Enginn minntist landnámskvenn- anna frægu og hinna fornu kvenskörunga, enginn minntist frelsis- og menningarhetja seinni tímans, kvenskörunga eins og Þóru Melsteð og Bríetar Bjarn- héðinsdóttur o. fl. o. fl. Enginn minntist þín „móðir, kona, meyja"; enginn minntist einu sinni móðurinnar, „hinnar íslenzku móður, er hélt uppi merki lífsins og landsins á niðurlægingar- og hörmungarárum ófrelsis- áranna“. Nú dettur mér ekki í hug, að sá virðingar- og hátt- vísisskortur, sem kvenþjóðinni var óbeinlínis sýndur á hátíðinni, hafi verið markvíst og viljandi gerður af karlmannanna hálfu. Hitt mun sanni nær, að þúsund ára gamall vani, arfgengir hleypidómar og skoðanir um sjúlfsagt tilveru- og hlutgengisleysi konunnar á opin- berum vettvangi, hafi bundið svo fyrir augu þeirra, að þeir — jafnvel við þetta tækifæri — sáu hana ekki, frekar en vant var. Og konurnar sjálfar! Já, yfirleitt tóku þær þessu furðu rólega. Hinn þúsund ára gamli vani og sjónarmið, er þeim enn þá flestum nægilegt deyfilyf, til þess að verja jafnréttis- og frelsiskennd þeirra fyrir óþarfa viðkvæmni á þessu sviði. Nú er það engin ný bóla, að einmitt einhverjir úr hópi þeirra, sem forréttindin hafa, verða með þeim fyrstu til þess að kveða upp úr og vekja athygli á jafnréttisvöntun — eða vannotkun — og lægingaraðstöðu hinna. Enda hafa þeir líka að ýmsu leyti betri og áhrifaríkari að- stöðu til þess. Það er líka einmitt þetta, sem hér hefir gerst. Hér er það karlmanni, sem svíður svo fyrir hön i kvenþjóðarinnar, að hann getur ekki orða bundist. Með óvanalegri hreinskilni og einurð og hrynjandi mælsku varpar hann þannig hinu skarpa ljósi raunsæisins yfir staðreyndirnar og sýnir okkur þær eins og þær eru, naktar, óhjúpaðar blekkingarslæðu gamals vana og læingarhugmynda. Og hann gerir meira. Hann eggjar konurnar lögeggjan til þess að vakna nú til fullrar meðvitundar um rétt sinn og mátt á sviði stjórnmála- og félagsmála. Hann hefur örugga trú á því, að konur hafi þar sízt minni hæfileika en karlar, ef þær vilji beita þeim, og segir eins og satt er, að „þær einu kon- ur, sem setið hafi á Alþingi íslendinga, Ingibjörg H. Bjarnason og Guðrún Lárusdóttir, reyndust báðar með- al mætustu og beztu þingmanna. Nú situr engin kona á Alþingi. Hvað veldur? Hafið þér misst trúna á hæfi- leika yðar, eða er það flokkagrýlan, sem fælir yður?“ Höfundurinn virðist líka hafa opin augu fyrir því, hve mikill skaði það gæti verið hinu unga lýðveldi, ef konurnar hér eftir sem hingað til drægju sig alveg í hié og réðu engu um þróun og skipun félagsmála þess í framtíðinni. Og skyldi ekki vera kominn tími til, að við konurnar athuguðum þetta líka í fullri alvöru? Það getur líka vissulega verið ábyrgðaz-hluti að skjóta sér ávallt undan þeim skyldum, sem réttindunum fylgir. Slíkt getur haft óheillavænlegar afleiðingar ekki aðeins fyrir einstaklinginn sjálfan, heldur og fyrir samfélagið í heild og framtíð þess. Eða getum við búist við, að konur hafi verulegan áhuga fyrir því að aukast að víðsýni og menntun og félagslegum þroska, ef þeim finnst í raun og veru lífið ekki krefjast þess af þeim, — að minnsta kosti sé réttast að skjóta sér undan þeirri kröfu. En það verður aldrei til blessunar fyrir þjóð- arheildina — og ekki einu sinni karlmennina — að helmingur þjóðarinnar fjötri hæfileika sína að meira eða minna leyti undir fargi frumstæðrar vanmáttar- kenndar og andlegs kotungsháttar, og þori aldrei að lyfta höfði sem fyllilega frjálsbornir einstaklingar. Hitt er svo annað mál, að höfundur þarf ekki að ætla, að við konur séum svo byltingagjarnar, að við viljum nota okkar pólitíska mátt — kosningaréttinn — til þess að koma á nokkurskonar kvennaeinræði. Það yrði sennilega engu happasælla en einræði karlmannanna hefur verið. Við álítum allt einræðisbrölt varhugavert, hvort sem það er einstaklingsbundið eða kynbundið, og óskum að- eins eftir að gera jafnréttiö að veruleilca. Höf. bendir réttilega á þá hættu, sem væntanlegum forsetakosn- ingum hefði getað stafað af flokkatogstreitum. En aftur finnst mér — frá mínum bæjardyrum séð — sem hann liefði að slcaðlausu mátt hafa suma kaflana í seinni hluta þess nokkru styttri. Þar rekur maður líka tærnar í nokkrar kantaðar og hornhvassar steinvölur, sem alls ekki hefðu þurft að eiga heima á þessum vettvangi, þar sem þær geta held- ur spillt en bætt fyrir heildaráhrifum og tilgangi bréfs-

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.