Nýtt kvennablað - 01.09.1945, Qupperneq 21
NÝTT KVENNABLAÐ
19
réttindanefnda og samþykkt ályktun varðandi verksvið
þeirra.
Samþykkt var að senda fyrirlesara út um land eftir
því sem fjárhagur félagsins leyfði. Var og talið æski-
legt að í sambandi við fyrirlestrana yrðu sýndar
•fræðslu-kvikmyndir t. d. um uppeldismál. Sömuleiðis
taldi fundurinn æskilegt að félagið, að fengnu leyfi
formanna fjórðungssambandanna, léti fulltrúa frá sér
mæta á ársfundum sambandanna.
Ákveðið var að K. R. í. F. gengist fyrir opnum fundi
um réttindamál kvenna, eigi sjaldnar en einu sinni á
ári.
Þá var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Fulltrúaráðsfundur K. R. F. í. telur mjög nauðsyn-
legt, að konur komi oftar fram sem þátttakendur í
dagskrá útvarpsins, með fræðslu og erindi um áhuga-
mál kvenna og skorar á útvarpsráð að leita samvinnu
við samtök kvenna í þessu skyni. — Verði teknir upp
sérstakir kvennatímar sem fastir dagskrárliðir, óskar
Kvenréttindafélag íslands eindregið eftir að taka sinn
fulia þátt í þeirri starfsemi."
Samþykkt var að hefjast þegar handa um undirbún-
ing að útgáfu sögu kvenréttindabaráttunnar á íslandi.
Kosnar voru þrjár konur í stjórn Hallveigarstaða.
Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir:
1. „Fulltrúaráðsfundur K.R.F.Í. haldinn í Skíðaskál
anum í Hveradölum 26. og 27. júní telur það algerlega
óviðunandi og ekki vansalaust, að konur skulu ekki eiga
sæti á alþingi.
Skorar fundurinn því á konur að hefja nú þegar
markvísa baráttu, hver í sínum flokki, til að tryggja
sem flestum konum örugg sæti við væntanlegar alþing-
iskosningar á næsta ári“.
2. Fulltrúaráðsfundur K. R. F. f. gerir þá kröfu til
alþingis og stjórnmálaflokkanna, fyrir hönd íslenzkra
kvenna, að minnsta kosti ein kona fái sæti í stjórn
landsins."
Þá var og samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Fulltrúaráðsfundur K. R. F. í. haldinn í Skíðaskál-
anum í Hveradölum, 26. og 27. júní lýsir eindregnu
fylgi sínu við tillögur síðasta Landsfundar, varðandi
væntanlega stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis og
aðrar réttindakröfur kvenna og beinir þeirri eindregnu
áskorun til þeirra kvenna, sem eru í stjórnarskrár-
nefnd, að þær leggi ríka áherzlu á, að stjórnarskráin
tryggi konum fullt atvinnulegt og félagslegt jafnrétti
og geri þeim kleift að notfæra sér þau réttindi."
Að kvöldi þess 27. var haldið til Reykjavíkur, og dag-
inn eftir var farin stutt skemmtiferð um nágrenni
Reykjavíkur og að lokum hélt félagið fulltrúum kveðju-
samsæti að Hótel Röðli.
Fundurinn fór hið bezta fram og voru konur einhuga
um að vinna eftir mætti að stefnumálum félagsins.
Þetta eina svar hefur borizt við spurningunum:
Hvað vildurðu helzt gera og hvar vildurðu helzt búa?
Eg kýs mér að annast um bónda og börn,
búa í íslenzkri sveit.
Skógklæddar fjallshlíðar verði þar vörn
um vaxandi gróður í heilögum reit.
SALVATORE
Eftir W. SOMERSET-MAJJGHAM
Ég efast um, að það sé hægt.
Ég kynntist Salvatore fyrst, þegar hann var
fimmtán ára drengur, með skemmtilega ófrítt
andlit, brosmildan munn og djarfleg augu. Á
morgnana var hann vanur að liggja hálfnakinn
niðri í fjöru og brunn líkaminn var grannur
eins og viðarteinungur. Fagur limaburður var
honum meðfæddur. Hann var alltaf aðra stund
ina í sjónum, og synti þá, eins og fiskimanna-
drengir gera, hálfklunnalega en þó án allrar
minnstu áreynslu. Berfættur klifraði hann upp
hrjúfar klappirnar — hann var aldrei á skóm
nema á sunnudögum, svo að viðkvæmnin var
lítil til fótanna — og steypti sér svo í sjóinn,
með gleðiópi.
Faðir hans var fiskimaður og átti svolítinr
víngarð, og Salvatore átti tvo yngri bræður og
þurfti að gæta þeirra. Hann kallaði í þá, ef þeir
hættu sér of langt frá fjörunni, og hjálpaði þeim
í fötin þegar tími var kominn til þess að klifr-
ast upp heitar víni vaxnar brekkurnar og fá sér
lieilnæma en fátæklega máltíð.
En drengir í suðurlöndum eru bráðþroska,
og fyrr en varði hafði hann fellt hug til fagurr-
ar stúlku, sem átti heima á Grande Marina. Hún
bar sig eins og konungsdóttir og augun í henni
líktust djúpum tjörnum í dimmum skógi.
Þau trúlofuðust en gátu ekki gifst, fyrr en
Salvatore hafði lokið herskyldu sinni, og þegar
hann fór burt af eynni, sem hann hafði alið
allan sinn aldur á, til þess að gerast sjóliði í
flota konungsins, Victor Emmanúels, þá grét
hann eins og barn.
Það var erfitt fyrir mann, sem alltaf hafði
verið eins frjáls og fuglinn í loftinu að þurfa
nú að hlýða annara boði og banni. Það var enn-
þá erfiðara að þurfa að dvelja um borð í her-
skipi, hjá tómum ókunnum mönnum í stað litla
hvíta kofans í víngarðinum; og ekki bætti þaö
úr, þegar hann var í landi, að þurfa þá að ganga
um vinvanar háværar stórborgir með svo fjöl-
förnum götum, að hann var hræddur við, að
fara yfir þær — hann, sem hafði engu öðru
vanist en kyrrlátum stígum, og fjöllunum og
sjónum.
Ingibjörg.
Framhald í nœsta blaði