Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Blaðsíða 7
með gjörhugulum augum að næsta leiti, sem oft gat verið örðugt að ná. Skammdegið kom með stutta daga og fátækleg ljós. Það var mikið unnið, en allir þráðu jólin, með fleiri ljós og meiri gleði. Börnin vöknuðu á morgnana og spurðu hvort jólasveinninn kæmi nú í dag. Loks kom Þorláksmessan með þvott og hangikjötssuðu, — og jólin liðu og lífið hélt áfram. Dagarnir lengdust, glögg augu athuguðu gang sólarinnar og mældu hversu vel henni gengi að lengja gang sinn. Þorri gamli kom, stundum nokkuð aðsópsmikill, en fólkið fagnaði honum. Nú varð dagurinn lengri, vakan styttri. En þorrinn vildi oft verði langur en loks kom þó Góa gamla og henni var fagnað. Konan tók jrað bezta fram er hún átti í búrinu. — Dagarnir voru orðnir langir, það var farið að hátta í björtu. En Góa var oft köld, það þurfti oft að sópa fönn af gluggum og bræða liélu áður en hún kvaddi. Og þegar Einmánuður kom, var stund- um farið að minka um vetrarbirgðir hjá mörg- um fátæklingum. Með meiri sól og nýjum mán- uði vaknaði ný von og nýr baráttuhugur, bónd- inn varð kannske að minnka ögn gjöfina, og mjólkurlöggin varð minni og áhyggjur vöknuðu hjá húsmóðurinni, því á margt ’ hafði saxast, hina löngu vetrarmánuði, sem endast átti'til vors- ins. Aldrei var talið af meiri nákvæmni, ein vika af, tvær vikur o. s. frv. En að síðustu kom Harpan. Það voru erfiðir tímar, ef liún kom ekki með óskipta gleði og kæti. Margar sagnir benda til, að sá siður liafi tíðkast hér, að þann dag hafi allir ungir og gamlir leikið sér. Sennilega hefur sumardag- urinn fyrsti verið mesti gleði og aufúsugestur okkar íslendinga um alda raðir. — Værum við ekki fátækari ef að þessir dagar gleymdust? Venjur og siðir umliðinna ára og genginna kyn- slóða þurfa að geymast en ekki gleymast, viljum við vera þjóð, sjálfstæð með eigin séreinkenni, isem um umliðnar aldir hafa skapast og þróast með okkur. Og þetta geyma sveitirnar betur en kaupstaðirnir. Ef að ég væri aftur orðin ung og lífið lægi ófarið framundan og ég ætti að kjósa á milli kaupstaða og sveita, þá býst ég við að ég kysi sveitina. Það er ekki þar fyrir að ég ekki finni og skilji hversu mikið kaupstaðirnir með sfnum miklu þægindum hafa að bjóða fram yfir flest sveitaheimili, en sveit er og verður þó alltaf sveit, og ég ann henni. Því verður ekki neitað, að vinnan var oft erfið, en það var eitthvað sem laðaði og heillaði. Ég veit hvað Jrað var, það var náttúran. Ég hef komið á málverkasöfn þar sem hafa verið saman komin hin fegurstu málverk, og ég hef sannarlega orðið hrifin, en þó finnst mér ég aldrei hafa skynjað þar önnur eins undur, aðra eins fegurð og sjálf náttúran, lífi gædd, hafði að bjóða. Ég veit ekki hvort að þið skiljið mig, en það allra dásamlegast var að finna, mér liggur við að segja, andardrátt hinnar lifandi nátturu. Finna að eins lítinn blævaka við kinn sér, heyra í fjarlægð til lítils fjallafoss eða lækjarsprænu, sjá litbrigði á fögrum haustdegi, finna fyrstu sólevjuna á vor- in, hlusta eftir fyrsta lóukvakinu, heilsa maríerl- unni í varpanum. Sjá skugga fjallsins eyðast við lengri sólargang. Sjá hreina hvíta mjöllina nema burt allar ójöfnur og allan sora. Horfa mót sól- aruppkomum á hlýjum sumarmorgni og sjá náttúðan titra og blika á hverju strái. Jafnvel litlu hvítu fiðrildin, sem flögra um á hljóðu sumarkvöldum, Jrau verða einn liður í þessari dýrð. Þetta er andardráttur hinnar lifandi nátt- úru. En þú villt kannske álíta að Jretta sé ekki allt einkaeign sveitanna. Svo má vel vera, en Jrað mun engan veginn vera eins létt að tileinka sér hinn rétta og sanna rnátt þess í fjölmenni bæj- anna, senr í kyrð og ró sveitanna. — Öfl náttúr- unnar eru dullaröfl, sem bezt fá að njóta sín í hljóðleik og fjarri skvaldri og skarkala. Einu sinni, meðan ég bjó í sveit, var hjá mér stúlka héðan úr Reykjavík. Eitt kvöld að áliðnu sumri kom hún hlaupandi inn og bað okkur að koma út til að sjá tunglið og himinninn. Það væri svo fallegt. Þegar út var komið sagði hún: hvernig stendur á að mér finnst ég aldrei sjá tunglið í Reykjavík? — En þetta mun vera alveg rétt, lrversu margir ganga framhjá án Jress að gel'a gaum að dásemdum nátturunnar hér í fjölmenninu. Það er ekki af því, að fegurð og auðlegð náttúrunnar sé ekki hér einnig fyrir hendi, það er aðeins að okkur vantar mótttöku hæfileika til að njóta hennar. — Að endingu hef ég enga betri ósk okkar nýja lýðveldi til handa, en að því auðnist að hlynna svo að sveitum Jressa lands, að þær megi verða nú sem áður útverðir menningar óg Jrjóðrækni og er trú mín sú, að Jrar muni ekki skerfur konunn- ar verða minnstur. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.