Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Síða 9

Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Síða 9
SVANFRIÐUR KRISTOBERTSDOTTIR FRÁ SÚÐAVÍK Fædd 30. ágúst 1919. — Dáin 1. nov. 1945. „Ó, dauði, fyrir skugga þínum skelfur vor skynjun, líkt og svipult hrævarlog. í döprum fjarska hryngja húmsins elfur. Við heyrum ferjumannsins ái'atog“. Daglega sjáunr við dauðann ganga á laird. Við sjáunr hann ganga að kulnuðum kvistum, taka þá mjúkunr höndum og flytja þá við barm sér, yfir til lrins fyrirheitna lands. — Og hann kenrur aftur. Þá tekur lrann máske tré, senr ennþá lifir og ber ávöxt. Óvæginn hefur hann það á brott nreð sér og býður engar bætur. — Og enn sjáum við hann konra, og nú er það fegursta rósin, sem fellur fyrir sverði hans. Þá skelfumst við og óttunrst hið helkalda vald. Við finnunr þvalan gustiirn, og þegar lrann er farinn, sjáum við, að blómið er horfið. Við störunr og spyrjum, en fáum ekkert svar. Svanfríður Kristóbertsdóttir var fædd 30. ágúst 1919. Hún var því aðeins 26 ára gömul. Við skiljum ekki hvað veldur. Og við, senr þekktunr Svönnu, eigum erfitt með að trúa því að lrún sé dáin. Horfin okkur fyrir fullt og allt. Að aldrei framar sjáum við augu hennar brosa, eða finnum hlýleg tilsvör hennar verma okkur um hjartarætur. Veturinn 1937—’38 lágu leiðir okkar saman í fyrsta sinn. Hún var þá að ljúka námi við lrér- aðsskólann að Núpi í Dýrafirði. — Eftir það hittumst við aðeins sem vegfarendur, hvor á sinni leið. En þessi eini vetur, með daglega kynn- ingu við hana, gaf mér vináttu hennar og traust, og ég fann, að þar sem hún var, átti ég vin og félaga. Svanfríður var í mörgu sérstæð. þegar hún ræddi hugðarefni sín, þá tók hún mann með sér, gaf manni brennandi áhuga fyrir vilja sínum og áformum. Hún var einbeitt og ákveðin í öll- um skoðunum. För sína leið, kyrlát og án þess að fylgdi lienni þys eða glamur. Ilún bjó mein- ingu sína vægum en einbeittum orðum. F.f við öttum hesturn okkar saman, og ég vildi fá hana NÝTT KVENNABLAÐ á mína meiningu, þá brosti hún venjulega, tók í hendina á nrér og sagði: „Vertu góð“. Sjálf var hún góð. — Fyrir það er mér hún minnisstæðust. Góð, glaðleg og viðfelldin. — Þannig birtist hún mér nú í endurminningunni. Sjálf er Svanna horfin. Hún var eina barnið, sem foreldrar hennar áttu á lífi. Þeirra sorg mæla engin orð. Hinar fögru vonir þeirra brustu. Laufið af lífsmeiði þeirra féll, þau standa óvarin næðing- um komandi dags. Við undrumst, að nokkurt veikbyggt jarð- neskt hjarta fái risið undir þeim ofurþunga þjáninga og harms. En við skynjum um leið, að þeir, sem einu sinni nutu vinsemdar og alúðar þessarar látnu stúlku, peir geta aldrei orðið snaaðir í raun og veru. — Líðandi stund og hennar hnoss er hverflynt og birtist senr leiftur. Það er minningin, sem gefur lífinu gildi. Góður vinur er það bezta, sem dauðlegri veru er gefið. Fullvissa foreldranna um, að þau áttu góða dóttur, þar sem Svanfríður var, — frá þeirri fullvissu er það sem leggur birtu fram á veg þeirra. Frá henni leggur yl og ilm inn í hinn kalda rann veruleikans. Við blessum minningu hinnar látnu og erum í huga þakklát fyrir samverustundirnar. — Líf hennar var stutt, en við finnurn þó, að með því gaf hún okkur fyrirheit um að vera sjálf betri menn. Þegar móðir mold tók hana í arma sína til hinnar hinztu hvíldar, þá skein sólin á litla svipfagra fjörðinn, sem geymir æskusporin henn- ar. Geislar sólarinnar yljuðu hina köldu gröf. Ég veit — að með þeim hefur hún flutzt yfir landamæri lífs og dauða. Svífðu með þeim sæl á braut. Svífðu — laus við jarðar þraut. Þar sem englar allir bjóða ástúð, þínu hjarta góða. Jónina Jónsdóttir, Gemlufelli.

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.