Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.03.1946, Qupperneq 12
INGVELDUR EINARSDÓTTIR: Á DANSLEIK FYRIR 70 ÁRUM Mörg ár átti ég samleið með elskulegri konu, sem hafði margs að minnast frá dansleikjum skólapilta „í gamla daga“. Hún sagði sjaldan frá í föstu söguformi, en brá manni undir hand- krika sinn, eins og sagt er um skyggna menn, og svo sá maður atvikin í skyndi-myndum: Und- irbúning, eftirvæntingu, hoppandi gleði þegar stundin var komin, búning pilta og stúlkna, dansreglur, dálítil vonbrigði hér og þar, löng- un til að masa saman daginn eftir um allt sem borið hafði fyrir augu og eyru. En hvernig væri nú að dvelja við einn af þess- um dansleikjum sem snöggvast. Salurinn í Latínuskólanum er ljósum skreytt- ur eftir föngum, allt er hreint og fágað. Um- sjónarm. „portner” skólans tekur við utanhafnar- fötum. Stúlkurnar raða sér í sæti á hvítskúruð- um bekkjum — auðvitað baklausum. Þær tjalda því sem til er. Krístín Guðjohnssen er klædd svörtum kjól með einföldu sniði, með fína silf- urfesti, tvísetta um hálsinn. „Það var hennar eina skraut“, — sagði heimildarkona mín. — „Og þó bar hún af. Ó! — svo fersk — svo falleg í látleysi sínu, eins og nýútsprungin rós“. Senni- lega hefur Lárus Halldórsson verið einhvers staðar nálægur. Piltarnir koma inn, sumir djarfir og sigur- glaðir, fleiri þó feimnir, sumir dálítið stirðbusa- legir í fyrstu. Hinir veraldarvanari koma þeim á framfæri, við systur sínar eða frænkur. Fjörleg stúlka, sviphrein og upplitsdjörf, horf- ir til dyranna, og getur ekki dulið aðdáun sína, þegar hann kemur. Dansinn byrjar. Hún þýtur út á gólfið með bróður sínum, sem hún er í fylgd með. Hann dansar við frænku sína, og svo hverja af annari. „Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga“. Stúlkan — við getum kallað liana Önnu — dansar Iíka mikið, en alltaf farast þau á mis, og henni finnst hver stundin leið og löng, þar til loks að þau mætast og snertast höndum í einhverri dansreglu. Eftir það dansa þau saman svo oft sem reglur leyfa, og nú er stundin stutt. Önnu lniykkir við, þegar Halldór kennari Guð- mundsson kallar upp að nú vanti klukkuna 10 stundarfjórðung — ég man ekki í svipinn hvort hætta skyldi 12 eða'l. Anna herti upp hugann, fer til kennarans, og spyr hann hljóðlega hvort liann vilji nú ekki framlengja tímann ofurlítið, svo hægt væri að dansa svo sem hálftíma í viðbót. Halldór segist enga heimild hafa til þess. Rektor hafi trúað sér fyrir að sjá um, að hlýtt væri settum reglum. Þar við sat. Önnu gramdist við kennarann, og hefndi sín með krakkalegum glettum. Hann bjó skammt frá heimili hennar, og hafði hitamæli utan á svefnherbergisglugga sínum. Þangað ldjóp hún á kvöldin og snéri mælinum við, svo að auða hliðin vísaði inn og kennarinn sá engar tölur, þegar han vildi athuga frost eða hita á morgn- ana. Hann kunni þessuin hrekkjum illa, og bjóst til að leita hjálpar lögreglunnar. Þá var Anna vöruð við, og þessi leikur hætti. Ég átti því láni að fanga, að kynnast Önnu nokkuð á efri árum hennar. Eitt sinn gengum við saman eftir Tjarnargötunni, þar nam liún staðar við lítið hús — sem nú er horfið — og sagði um leið og hún horfði upp í glugga á loft- herbergi: „Hér uppi vakti ég heila nótt, og bað guð að gefa mér — manninn sem ég fékk“. „Var það eftir dansleikinn sem“ — Anna snéri sér hvatlega að mér: „O, blessuð farðu nú ekki að rifja upp einhverja vitleysu, sem þú hefur kannske heyrt talað um“. Svo bætti hún við brosandi: „Æskan er jú „spindegal" — stundum. Hrindir leti, herðir kapp, hvað mun betur þakkað? Kaffið met ég mesta happ, meðan get það smakkað. * # Oft er nöpur aðferðin, ýmsra þeirra vina: er þeir aðra kyssa kinn, en klóra og bíta hina. Júliana Jónsdóttir. 1 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.