Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Page 5

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Page 5
ekki fallegur. Hann kennir við skólann og er ég hrifin af því. Á morgun byrja ég í skólanum. Það þarf ekkert próf að taka og danskan verð- ur sæmileg“. Á skólanum kom Anna sér prýðilega með á- stundun sinni, góðri greind, meðfæddum yndis- þokka, fríðleik og ljómandi rödd. Hún lagði mikið að sér að læra dönsku og segir í bréfi til mín 30. jan. 1929, að Thorkild Roose lesi með ;sér dönsku tvisvar í viku og vilji allt fyrir sig gera. Árangurinn af námi Önnu varð með ágætum, hún náði fullkomnu valdi á dönskunni, og það svo, að Danir hrósa framburði hennar. Að nám- inu loknu voru Önnu Borg falin mörg aðalhlut- verk, og má af því dæma, hve mikið álit hún liefur haft hjá forráðamönnum Konunglega leik- Ivássins. Nú læt ég Önnu Borg sjálfa segja frá hlut- verkum þeim, sem hún hefur leikið: „Ég álít að „María“ í „Galgemanden" sé mitt fyrsta hlutverk, liana lék ég í fyrsta sinn 22. niarz 1929. Síðasta þáttinn í „Fjalla-Eyvindi“ hafði ég að vísu leikið með Haraldi Björnssyni, en ég var þá enn nemandi. Næst á eftir Marie lék ég Valborgu í „Axel og Valborg“, þá Leonoru í „Den stundeslöse". Árið 1930 var Adam Poulsen leikstjóri við Konunglega leikhúsið, og lék ég þá aðalhlutverk- ið Rose í „Gaden“, eftir Elmer Rice, þá Maríu í „Væringjarnir í Miklagarði" eftir Öhlenschlág- er og 1. apríl 1931 Margrethe í „Faust“. Þá Sophie í „Erik og Abel“ eftir Öhlenslhláger og 10. október sama ár Anne Boleyn á móti -Jo- hannes Poulesn í „Cant“ eftir Kaj Munk. í nóvember sama ár Iphegenia í samnefndu leik- riti eftir Göethe. Þá lék ég dótturina í „Móðurást" eftir Strind- berg og nokkru seinna Margot í „Svona erum við öll“, gamanleik eftir Lonsdale. Árið 1932 lék ég Steinunni á móti Eyvind J. Svendsen í „Galdra-Lofti“ eftir Jóhann Sigur- jónsson, þá frú Thygesen í „Landafræði og ást“, þá Fanny i samnefndu leikriti eftir Pagnol. Þetta sama ár fekk ég hjá stjórn leikhússins leyfi til þess að leika Inken á móti Poul Reu- mert í „Um sólarlag" eftir G. Hauptmann. Árið 1933 fór ég frá Konunglega leikhúsinu og lék ásamt manninum mínum sem gestur á Casí- nóleikhúsinu í frönsku leikriti eftir Birabeam, :sem heitir „Aldrig et Kys“. Þrjú næstu ár lékum við hjónin við Dagmarleikhúsið, og lék ég þá NÝTT KVENNABLAÐ Guðrún Ósvifursdóttir i „Kjartan og Guðrún“ eftir Ölhensehbages m. a. Isabellu í „Lige mod Lige“ eftir Shakespe- are, og í „Nu er det Morgen" eftir Karl Schúlter, furstafrú Tatjana í „Tovaritsch“ og prinzessuna í „Dronningens Mand“ eftir Sherwood. 1936— 7 lékum við hjónin sem gestir við leik- liúsið í Árósum „Galgemanden“, svo lék ég Toin- ette í „ímyndunarveikinni", Salorne í samnefndu leikriti eftir Oscar Wilde og Malle í „Andbýl- ingunum". 1937— 8 lék ég einnig sem gestur við Folketea- tret Angelica í „Sigurinn" eftir Kaj Munk, hafði Munk óskað þess, að mér yrði falið það hlutverk. 1938 kom ég aftur að Konunglega leikhúsinu og hef ég verið þar síðan, nú fastráðin. Ég byrjaði þá á því að leika Eliante í „Misan- tropen" eftir Moliere, þar næst Marianne í „En Idealist" eftir Kaj Munk, þá Sigþrúði í „Þess vegna skiljum við“ eftir Kamban, þá Karen Monsdatter í „Gustav Vasa“ eftir Strindberg og Maríu í „Sanct-Hansaftenspil“ eftir Öhlenschlág- er. 1910 lék ég „Indras Datter“ í „Et Dri'tmmespil'- 3

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.