Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Síða 10

Nýtt kvennablað - 01.04.1946, Síða 10
leitast við að flytja jólin frá æskuheimili mínu inn á mitt eigið hgimili í þeirri von, að dreng- irnir mínir megi síðar meir minnast aðfanga- dagskvölds með sömu gleði og ég. Á íslandi segjum við að jólin standi í 13 daga og þess vegna lieitir síðasti dagurinn hjá okkur „Þrettándi”; hann er auðvitað haldinn hátíð- legur. Sá dagur, er mestur var hátíðisdagur næst aðfangadegi, var gamlársdagur eða gamlárskvöld. Við höfðum verið að skemmta okkur allt 'kvöldið, en nokkrum mínútum fyrir kl. 12, 'skipuðu allir sér umhverfis hljóðfærið, og jafn- skjótt sem kirkjuklukkurnar byrjuðu að hringja inn nýja árið, tókum við að syngja nýárssálm- inn: „Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei ^ það kemur til baka”. Mér fanst þetta eitthvað svo skelfing von- leysislegt, að það var ómögulegt annað en vikna, enda þótt við krakkarnir iðuðum í skinninu, að geta þotið út og niður að höfn, til að sjá þá dýrðlegu sýn, þegar flugeldum var skotið af öllum skipum. Ég man, að þegar átti að fara 8 að syngja nýárssálminn, kom yngri bróðir mirin, isem er yngstur okkar systkina, inn í stofu og var þegar kominn í frakka, snjósokka og vetlinga. Spígsporaði hann fram og aftur sem næst dyr- unum, og um leið og söngurinn jiagnaði, var hann kominn út um dyrnar eins og skot, á stað niður í bæ; við hinir krakkarnir stiltum liraða okkar nokkuð meira í hóf. Þegar svo seint og síðar meir, þegar kyrð var komin á í húsinu, lét pabbi ljós loga í hverjum krók og kima alla nóttina — jiví állarnir verða að fá að dansa á sjálfa nýársnótt. Anna Borg Reumert. „Frá Höfn í Hornafirði”: Kristín Pálsdóttir, á að vera Kalrin Pálsdóttir, ártalið 1845, 1945. ’ (síðasta blað). NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.