Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Side 15

Nýtt kvennablað - 01.01.1950, Side 15
PERLA: Eftirfarandi kvæði var blaðinu sent á hernámsárunum: Nýir skautar Smásaga. Það var fagurt vetrarkvöld. Stjörnubjartur himinn, og norðurljósin tifuðu um himinhvolf- ið. Ég stóð úti í hlaðvarpanum heilltið af allri þesiarri birtu og vetrarfegurð. Allt í einu varð mér litið suður á „Litlutjörn", sem er rétt fyrir utan túnið. Það glampaði á spegilsléttan ísinn, og ég sá hvar leiksystkini mín, af bæjunum í kring voru þar að bruna sér á skautum. Ég átti enga skauta, en þcss í stað hafði ég oft bruriað mér á leggjum. Eg horfði löngunarfullum aug- um út á tjörnina. Gaman væri nú að geta telcið þátt í hinum glaðværa leik félaga minna. En þar, sem ég var nú orðin 17 ára, fannst mér svo inið- urlægjandi að fara þangað með leggi, þegar allir hinir unglingarnir áttu skauta. — Og svo myndi Gísli eflaust vera þarna. Gísli var sonur presGins á Grund, hár og bein- vaxinn, með glóbjart liðað hár, og stór blá augu. sem geisluðu af lífsgleði og fjöri. Hópurinn færðist óðum nær, og nú voru þau búin að koma auga á mig, því Gísli veifaði til mín og hrópaði: „Halló Dísa“, blessuð komdu og leiktu þér hérna með okkur, en stattu ekki þarna eins og álfur.“ Ég lvikaði andartak, en stóðst isvo ekki hina lireimfögru rödd lians, er hljómaði ennþá fyrir eyrum mér. Ég hljóp inn, og bjó mig í skyndi, og labbaði síðan niðurlút suður tún'ið, með leggina mína og stafinn, sem ég ætlaði að bruna mér áfram með. Þegar ég var að komast að tjörninni kont Gísli brosandi á móti mér, og bauðst til að hjálpa mér. Hjarta mitt sló ákaft af hamingju — og kvíða. Ég kveið því, að hann myndi fara að lilæja, þeg- ar hann sæi að ég var með leggi í stað skauta. En sá kvíði hvarf þegar Gísli kraup brosandi við fætur mér, og byrjaði að binda á mig leggina. Það var ekki laust við að stallsystur mínar litu mig öfundaraugum, en glottu þó sigrihrósandi er þær sáu að ég'ætlaði að keppa við jaær á kvrleggj- um. Gísli reis nú á fætur, og sapði mér að fleygja stafnum. Síðan ýtti hann mér liðlega á undan sér út á spegilslétt svellið. Við vorum óðara komin á fleygiferð, og allar skauta-orgir mínar foknar út í veður og vind. Við þeystum nú aftur á bak og áfram um tjörnina, en leiksystkini okkar gevstust í kringum okkur, og kom þá stundum fyrir, að ég mætti öfumdsjúkia auenaráði stall- systra minna, en ég lét sem ég 9aei það ekki. NÝTT KVENNABLAÐ Þar, sem hraustir hermenn ganga hýreygir með rjóða vanga verSur hverri „dömu“ dátt. Inn til lands og út til voga augun geisla og hjörtun loga. Dásemdirnar dag og nátt. Inni og heima er fýla og fúi, foreldranna arga og lúi, dægurþrosiS, Doddi minn. En úti er allt á ferS og flugi, frjálsmannlegur, djarfur hugi hamast þar meS herinn sinn. Svona er lífiS, Gvendur góSi. GuSmóSinn i hjarta og blóSi hermaSurinn hrausti á. Hans er köllun heim aS vinna, lionum vilja fylgja og sinna ævintýra og ærsla þrá. Lít, ó maSur, ógn og undur, allt er lífiS sprengitundur, dáSasótt og drottnabrigzl. Ofgar viS í ást og hatri umhverfist hver veifiskati og hefur á öllu hausavíxl. Hér er kráka í fylgd meS fálka, fljúga um stofur, hanabjálka, hverja smugu, út og inn, hafandi sitt hjarta og sinni í heimsspeki og siSfræSinni grúskaSu nú, Gústi minn. Tíminn leið, — og áður en við vissum af var komið miðnætti, og Jrví mál að halda heim. Aldr- di hafði ég skemmt mér eins vel og þetta kvöld, og átti Gísli mestan og beztan þátt í því. Sæl og glöð hljóp ég nú heim með legglina mína, sem höfðu veitt mér svo mikla hamingju. Þeim skyldi ég aldrei farga. — Nei, ég ætlaði að geyma þá til rninja um ógleymanlegt kvöld. Viku seinna skeði sá óvænti atburður, að póst- urinn færði mér pakka. Hendur mínar skulfu aL: eftirvæntingu. Loks opnaðist pakkinn, og undri lostin starði ég á splúnkunýja iskauta er blöstu nú við augum mínum. Stundum eru hinir fátækustu ríkastir af gleði. NÝTT KVENNABLAÐ Kostar 12 kr. árgangurinn; gjaldd. í júní. Atta blöS á ári. — Kemur ekki út sumarmánuSina. AjgreiSsla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Simi 2740. Ritstj. og ábm.: GuSrún Stejánsdóttir, Fjölnisvegi 7. nORCARPRENT 13

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.