Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Page 3

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Page 3
NYTT KVENNABLAD 13. árgangur. 1. tbl. jan. 1952. Háleitir þankar fóru gegnum hugann um áramótin, en niannskaðaveð’riS 5. jan. reif þá með sér óravegu, og að elta þá uppi er frágangssök, en fárviðrið hreyfði ekki við orðum forsetans, þau starnla óhagganleg: „Landið er gott og fólkið er gott.‘‘ Eitt dagblaðanna lét lesendur sína velja mann árs- ins 1951. Nýtt kvennahlað hefði haft gaman af að les- endurnir veldu konu ár.sins 1951. Umtalaðasla stúlkan mun hafa verið Elín Sæbjörns- dóttir, nemandi í 6. bekk Menntaskólans í Reykjavík, er hlaut fegurðarverðlaunin hjá Fegrunarfélaginu 18. ágúst á 165 ára afmadi bæjarins. Myndir af henni og „viðtöl“ birtust í blöðum og tímaritum innan lands og utan. Verðlaunin voru flugfar, fram og aftur, til Kaupmannahafnar og hálfsmánaðar dvöl þar. Öndvegi kvennanna skipar í dag, 9. jan, Gunnþór- unn Halldórsdóttir leikkona, áttatíu ára gömul, hún hefur á miklum hæfileikum knálega haldið .... Hér kom gleðinnar guð og það glaðnaði til .... má til hennar kveða. Vill blaðið flytja afmælisbarninu hug- heilar hamingjuóskir. Illa kann það við, að Gunnþór- unn njóti ekki þess liæsta listamannastyrks. .?em leik- konunum er úthlutaður. Líti Nýtt kvennablað í sinn eiginn barm, hlýtur það að staldra við hinar ágætu framhaldssögur liðins árs, og flytur höfundum þeirra góðar undirtektir lesenda. Af skýrum þjóðlífsmyndum, er finnast í síðastl. árg. má nefna mynd þá er Ingveldur Einarsdóttir dregur upp af sveitakonunni í eldiviðarleysinu. Hún spinnur af kappi og aflar sér jrannig nægs hita handa korn- barni bundnu að brjósti sér.Hin börnin, sem komin cru af höndum, hvelur hún til að hlaupa um pallinn. Þarna og oftar segir Ingveldur konuna finna úrræði, NÝTT KVENNABLAÐ Elín Sœbjörnsdóttir. er aðrir sjái engin. Það er ekki kerlignin hans Davíðs í Gullna hliðinu ein, sem leikur á kringumstæðurnar. Mæðurnar hafa stundum gripið til leiftur innsæis, and- að í kverk barnsins og róað það til værra drauma og bjargað sér og öðrum til andlegs lífs. I

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.