Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 13. árgangur. 6. tbl. október 1952. fBíód rosarinnar falla Endurminningar um prófessorsjrú Sigrí&i Magnúsdóttur. F. 23. júní 1886 — D. 27. apríl 1952. „Og minningin andar í okkar sál, sem ilmur af dánum rósum.“ Það er þungur ilmur í stofunni hjá mér, stóra rósin mín, sem slaðið hefur með svo marga rósaknúppa núna undanfarnar vikur, er sprungin út. Fyrstu blöð- in eru meira að segja byrjuð að falla. Það virðist líka loksins vera komið hlýtt veður, raunverulegt sumar- veður, sem svo mjög hefur lálið standa á sér. Eg sit ein og hugsa. Allt er kyrrt og hljótt í kringum mig, 'það er ekkerl: sem truflar. Kyrrðin er jafnvel svo mikil, að ég greini tif klukkunnar á veggnum. Þetta tif, sem raunar er orðið svo samgróið vitund minni, að það vekur enga eftirtekt — og er þó sem hjarta- slög tímans sjálfs. En ilmur rósarblaðanna er mikill. — Minningin andar í sál mína. — Hún hefur tekið sér bólfestu í undirvitundinni, og leitar fram, líkt og síðasti tónn einhvers lags, sem svífur einn og óráðinn um í loftinu út í tómið. Eitthvað Ijúft og 'þýtt og milt, eitthvað, sem tekið hefur á sig svij)mót liðinna augnablika og stunda, þegar lífið var ungt og ferskt og draumarnir leituðu fram. Eg veit eigi hvernig því er farið, en ég hef hugsað svo sterkt um hana, æskuvinkonu mína, nú síðustu dag- ana. Stundum finnst mér það hljóti að vera einhver misskynjun, að hún sé farin yfir landamærin. Eigin- lega fannst mér ég eiga eftir að tala við hana um svo inargt, en þau orð verða ekki töluð, — tækifærið til að njóta návistar hennar er glatað — runnið út í sandinn. En minningin lifir. — Það eru meir en 40 ár síðan, °g þó eins skýrt og að það hefði skeð í gær eða dag. Það var sólskin og vor í bænum og lúðrasveitin NÝTT KVENNABLAÐ Sifijríður MagnÚKdóttir. lék á Austurvelli. Þá sá ég Sigríði Magnúsdóttur, síðar j)rófessorsfrú, fyrst. Sameiginleg kunningja- kona okkar kynnti okkur. Það var margt fólk úti þennan dag, — en mér fannst hún bera af öllum. Við vorum fljótar að kynnast, þó báðar seinteknar, að ég !iygg- Mér væri ekki unnt að minnast þessara aldursára minna, án þess að verða þess vísari, að vinátta og kunningsskapur okkar var þýðingarmikill þáttur í lífi okkar. Ég var tíður gestur á heimili þeirra mæðg- na, og hún 'kom alla leið héðan úr Reykjavík norður í Skagafjörð að heimsækja mig. Þá voru ferðalög erf- iðari en nú, ekki hægt að fara á bílum. Hún kom ríð- andi alla leið. Ég minnist þessa, ekki sízt vegna atviks, sem kom fyrir meðan hún dvaldi hjá okkur á Mikla- bæ, sem átti eftir að hafa áhrif á líf liennar, og sýnir hversu aðlaðandi og elskuleg hún var. Eins og svo oft kom fyrir, gistu ensk hjón hjá okk- ur, einmitt meðan Sigríður var gestur okkar. Þau urðu svo 'hrifin af henni að þau buðu henni til sín. Boð þetta gat hún þegið nokkru síðar, og kynntist við það ensku fyrirfólki, sem hún mun hafa haldið tryggð við æ síðan. Þetta atvik sýnir glöggt, hversu persónuleiki henn- ar var mikill og hrífandi, því sennilega hafa þessi

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.