Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 6
til dyra, og svo opnaði ég og kom inn í eldhús og leit inn í stofuna. Þar lá á gólfinu kvenmaður, sof- andi, dauðadrukkin, tvœr litlar telpur sátu sín hvoru megin grátandi, strjúkandi andlit og hár móður sinn- ar, en Roland stóð hreyfingarlaus úti við gluggann, Jiar sem götuljós lagði birtu inn í herbergið. — Roland! hvíslaði ég, — taktu litlu Ivíburana og farðu út í búð í sendiferð. Hann hrökk við og ég sá, hvað honum sárnaði, að ég skyldi hafa komið til þess að sjá niðurlægingu móður hans. En kennari er kennari, og brátt var hann á leið að ná í svolítið handa þeim að borða. Nú var ég ein, og ekki var ég hugrakkari en það, að ég vonaði að börnin kæmu fljólt aftur. Ég var hrædd við að vera ein með konunni, hrædd, ef hún skyldi vakna. Allt í einu birtist kvenmaður í dyrunum, hún var með viðarkubba í svuntunni og mjólkurflösku í hand- arkrikanum. — Gott kvöld, sagði hún, og ég heyrði greinilega að henni var illa við að sjá mig. — Ja, svona lítur hér út, sagði hún, — þetta er það vana- lega, svona í vikulok. Þetta er líklega kennslukonan hans Rolands, hugsa ég? — Jú, sagði ég hálf skelk- uð. Já, það datt mér í hug. Hún fór að hagræða rúmfötunum, fann hálfa brennivínsflösku, sem hún hellti úr út um gluggann og setti tappann í, og lagði hana svo aftur á sama stað. Ég horfði undrandi á. — Hvers vegna? sagði hún, því hún las hugsanir mín- ar. — Jú, ef hún finnur flöskuna tóma í rúminu, þá heldur hún, að hún hafi drukkið allt saman, en ann- ars mundi hún fara að leita. Hún þvoði nú konunni og háttaði hana, ég sárskammaðist mín fyrir að gera ekki neitt og spurði, hvort ég gæti hjálpað. Hún leit meðaumkunarfull til mín og sagði svo: — Ó, nei. það held ég ekki. — Þér eruð auðvitað guðhrædd og trúuð eins og allar kennslukonur. Hvað gat ég sagt? Ég var alin upp við guðrækni, og þá held ég, að ég hafi aldr- ei þekkt annað en trúað fólk. Þér kennið auðvitað krökkunum, að Guð sé góður og að bara ef maður biður til hans, þá gangi allt vel? Hverju gat ég svar- að. Allt var orðið svo sorglegt. Hvað vissi ég eigin- lega um lífið? — Finnst yður Guð góður, serr lætur slíkt og þetta viðgangast? .... — Ég skil þetta ekki, frú Andersson, sagði ég iaks- ins. Samt held ég að Guð sé góður. — Já, já, þér um það .... Nú komu börnin. Hún gaf þeim mat og háttaði þau, en bað mig að bíða. — Því svona kennslu- konur þora ekki að fara einar síns liðs héðan, svona seint. Rétt var það, ég var afskaplega hrædd, en þeg- ar hún hafði komið sínum eigin, sjö börnum, í hátt- inn, fór hún með mér. — Ég er hamingjusöm kona, 4 sagði hún, á leiðinni, Andersson er bindindismaður. . . Nú var reynt að koma börnunum fyrir og móður- inni á hæli, en þar sem hún þverneitaði, var þetta erfitt. Roland sagði alltaf: Ég get ekki farið, nema mamma og litlu systurnar fari líka. Aftur og aftur reyndi ég að koma því til leiðar, þar sem afar gott heimili v-ar í boði handa honum, en hver gæti reynt að þvinga barn eins og hann var? Það var ekki hægt. Loksins gaf konan eftir. Það var í maí, óvenjulega kalt, eftir framúrskarandi gott veður í apríl. Ilvernig þetta atvikaðist verður aldrei upplýst. Einn morgun var móðir Rolands, hann sjálfur og litlu tvíburarnir dáin. Kolareykur frá ofninum var talinn orsök slyss- ins. Næsta morgun fór ég að finna frú Andersson. Hún hafði umsjón með öllu og ætlaði að sýna mér líkin — það var sérstök náð frá hennar hendi. — Nei! frú Andersson, mig langar ekki til þess. Ég kom bara til þess að heyra, hvað frú Andersson gæti isagt mér um þetta. — Ég get ekkert sagt með vissu, en ég held, að ég viti, hvernig þetta hefur skeð .... Það skyldi ekki undra mig, þó sumt fólk færi nú að þakka Guði fyrir þetta, sagði hún, hæðnislega, og leit á mig. Ég gat ekkert sagt, en ég harmaði mjög að svo skyldi þurfa að fara. — Ja, sagði frú Andersson, ef Guð er góður, þá finnst mér hann að minnsta kosti nokkuð ráða- laus eða finnst yður ekki það líka, litla, góða, guð- hrædda fröken? Ekki var harkan meira en á yfirborðinu. Frú And- ersson fór að gráta. Hvers vegna gat Guð ekki fundið upp betra ráð, Ég á sjö börn, en svona harn eins og Roland hef ég aldrei þekkt. Væri ekki gott fyrir Guð að eiga svona lítið ljós hér í myrkrinu? Hvað segir frökenin .... Hún talaði lengi um áfengisbölið og bindindi. Ég fann að hún taldi mig meðal þeirra manna, sem bera ábyrgð á áfengisbölinu. Ég heyrði greinilega, að hún áleit alla seka nema bindindismenn. Ég reyndi að fullvissa hana um, að ég væri og mundi alltaf verða í bindindi, en hún efaðist mjög um það. — Andersson verður hæddur, fyrirlitinn og ofsóttur, það mundi frökenin aldrei geta þolað. Eftir nokkurn tíma er Roland gleymdur .... Roland er ekki gleymdur, og bindindisheitið hef ég haldið allt mitt líf, að því leyti til hafði frú Andersson ekki rétt fyrir sér. En auðvitað hefur farið fyrir mér eins og hún spáði. Allir bindindismenn verða meira eða minna hæddir, fyrirlitnir og ofsóttir, en hvað ger- ir það til? Estrid Falberg-Brekkan. • NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.