Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.05.1953, Blaðsíða 13
Næsta morgun var mikið um að vera. Konurnar Wupu hver til annarrar með fregnina. Það var Jóna, systir Signýjar í Bjarnabæ, sem kom þangað. Hún átti heima inni í Víkinni. Hún var af flestum kölluð, Jóna frænka, vegna þess livað hún var frændmörg og ættfróð. Nú var henni þó eitthv'að mikið niðri fyrir. ,,Ég vona, að þú sért þó ekki með þennan bölvaðan ekkisinn silung á borðum, Nýja mín!“ byrjaði hún strax og hún kom inn úr dyrunum. „Hvað er um hann,“ sagði Signý, „var hann kannski eitraður! eða hvað? Okkur voru gefnir þrír silungar hérna um morguninn og okkur varð sannarlega gott af þeim,“ bætti hún við. „Þú varst svei mér lánsöm, að Tryggvi þinn skyldi vera farinn í sveitina, áður en þetta kom fyrir.“ Svo kom frásögn: Bensi og hans fylgifiskar höfðu verið farnir að veiða á Höfðanum í nótt. Þá komu þeir bara fimmmenningarnir með þessum litla vígamóði, og svo lenti allt í áflogum og vitleysu. Báðir kaup- mannssynirnir ruku í strákvarginn, hann Bensa. Yngri strákurinn ætlaði að kippa undan honum fótunum, en gætti ekki að því hvað tæpt þeir stóðu og þeir báðir í sjóinn, á bólakaf. Það hefur víst ekkert orðið úr meiri áflogum, þykist ég vita. En einhvernveginn komst Bensi til lands, sumir segja að hann hafi náð í færið hans Kjartans í Móunum, og kaupmannssyninum draslaði hann með sér hálfmáttlausum af hræðslu og ónytjungsskap, eins og vanalega er með þessi höfð- ingjabörn. En skapið nóg í hinum stráknum. Honum Bensa, meina ég. Hann hafði bara hrist hann og sagt honum, að "hann væri sú aumasta skræfa, sem til væri. Þetta hefði þó ekki verið svo lengi, sem þeir hefðu svamlað í sjónum. Eldri kaupmannssonurinn þotinn heim hágólandi og Ragnar með honum. Svo bar Bensi þennan ræfil í fanginu hálfa leiðina, þá kom vinnu- maður kaupmannsins á móti honum. Hinn strákurinn hafði vakið hann. Svona var sagan, sem gekk milli býlanna, þennan svala vormorgun. „Svona er Bensi alltaf duglegur!“ sagði Sigga. „Að geta borið hinn strákinn, þegar þeir voru búnir að vera jafn lengi í sjónum.“ — Framh. .1 sumar fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku um ríkíiserfðirnar. Þær hafa verið aðeins í karllegg. Með breytingu stjórnarskrárinnar fær kvenleggurinn sama rétt. Verði Stjónarskráin samþykkt erfir Mar- grethe prinsessa (13 ára) elzta dóttir Friðriks 9. Danakonungs og Ingrid drottningar konungdóm eftir föður sinn. Frú Bergþóra Árna- dóttir í ræðustól á lýðveldishátíðinni á ísafirði 1944. Flutti hún skörulegt erindi f. h. ísfirzkra kvenna. Krýningardagur Elisabelar II. Englandsdrottningar verður 2. júní. Héðan verður flogið að kveldi 1. júní, og komið við í London í tilefni af krýningarhátíðinni. Dagana 5.—10. júní í sumar verður haldið Heims- þing kvenna í Kaupmannahöfn. Þing þetta er haldið á vegum Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna. Hvaða kvenfélag, sem er, eða samtök, þar sem konur eru einnig félagar, geta sent fulltrúa á þetta þing. TIL HULDUKARLS Vizkukarlinn! vinur minn, vorið með þér kemur; og alltaf veizla ósvikin hjá hokkur, þessum þremur. Gríma. Lífið marga leikur grátt lánið hitta færri. Fagna máttu að þú átt endirinn svona nærri. Hulda. Minna særði meinakrans mig, og afl ei þrotið. Hefði ég fylgdar huldumanns hér í lífi notið. Gefast mundi geisli’ á fold gegnum lítið kvæði, —■ áður en felur fósturmold í faðm’num okkar bæði. Sú ellejta. Get ég líta gráhærðan glettnum ástum taka, rós á vanga vermir hann. Velkominn til baka! Grannkona. HATTVIRTU CTSÖTtlKONUR! SendiS gömul blöð, sem kunna að liggja óseld. Nýtt kvennablað, Fjölnisvegi 7, Beykjavik, NÝT'T KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.