Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 7
láta bólusetja börn sín a. m. k. gegn stórubólu, kíg- liósta og barnaveiki. Þegar íarið verður að bólusetja börn gegn mænuveikinni með Salk-bólueíninu, vænt- anlega næsta sumar, gegnir þar sama máli. Þó að leggja beii megin áherzlu á heilsuvernd og á það að fyrirbyggja sjúkdóma barna, verður ekki séð fram á það í náinni framtíð að takast muni að útrýma þeim með öllu. Það verður því áfram þörf á góðri heilbrigðisþjónustu og góðum og nýjum lyfjum, ásamt nýjum sjúkrahúsum og heilsuverndarstöðum. Með þessu móti verður áfram séð æ betur og í ríkara mæli fyrir líkamlegri velferð alls þorra barna, og er það mikilsvert. En andleg velferð er samt meira virði og það svo, að án hennar er líkamleg velferð einskis nýt. Andlegri velfeið má skipta í þrennt: gáfnafarslegur þroski, tilfinningalegur þroski og sálrænn þroski, og er hann stighækkandi að gildi í þeirri röð, sem talin var, þannig að þó að gáfur séu mikils virði, eru þær sem hjóm hjá tilfinningalegum og sálrænum þroska. Þegar lieimilinu sleppir, taka barnaskólarnir við og í sumum tilfellum leikskólarnir. Þeir eru þarfar stofn- anir, einkum í bæjunum, kenna börnum fljótt félags- lyndi og ýmsar góðar umgengnisvenjur og leiki. Margir telja óheppilegt að senda mjög ung börn á þá, það slíti um of hið nána samband, sem mynda þarf við foreldrana, einkum móðurina. Á fyrstu árunum má barnið helzt aldrei vera án móðurumhyggjunnar og ná- vistar móðurinnar, varla einu sinni í örfáa daga, ef vel á að vera, að dómi barna- og sálfræðinga. Það er þess vegna ekki heldur heppilegt, að börnin séu of lengi í leikskólunum á daginn, helzt ekki lengur en 5—6 tíma í mesta lagi. Síðar meir taka svo barna- skólarnir, gagnfræða-, mennta- og aðrir æðri skólar við og veita barninu fræðslu og þekkingu, en eiga einnig að hafa holl siðferðileg og uppeldisleg áhrif á barnið. Of mikið ber á stjórnleysi og agaleysi í skólum landsins, alveg eins og á heimilunum, þó að vitanlega séu til heiðarlegar undanlekningar. Tónlistar- og aðrir leikskólar taka nú í sífellt vaxandi mæli þátt í upp- eldi barna, ef segja má, að „blindur er bóklaus mað- ur“, mætti eins segja „aumur er ólistrænn maður“. Kristindómsfræðsla, sem börnin fá í barna- og sunnu- dagaskólum og undir ferminguna, er ómetanleg, en festir oft ekki góðar rætur nema jarðvegurinn hafi verið undirbúinn á heimilunum frá blautu barnsbeini. Þekkingin, siðgæðið, listirnar og trúarbrögðin eru þau andlegu verðmæti og þær andagáfur og sá varan- legi fjársjóður, sem þjóðfélagið á'að keppa eftir fyrst og fremst, einkum fyrir hina uppvaxandi kynslóð, og þá mun allt hitt veitast þeim að auki. Fram að þessu heí ég rætt um alhliða verndun venjulegra barna, sem þroskast á eðlilegan hátt. En til eru börn, sem eru afbrigðileg og orðið liafa horn- reka í Iífinu, líkamlega, gáfnafaislega eða tilfinninga- lega, en það eru líkamlegir sjúklingar, fávitar og vandiæðabörn. Þau þurfa sérstakra aðgerða með, barnaspítala, fávitahæli og hæli fyrir vandræðabörn og unglinga. Það er athyglisvert með vandiæðabörnin, sem koma jafnt frá vel stæðum sem fátækum heimil- um, þar sem kuldalegt andrúmsloft, sinnuleysi, eftir- læti, óeining, óregla, drykkjuskapur, toitryggni eða togstreita eru ríkjandi, að þau verða yfirleitt ekki geð- veik og verða möig að nýtum þjóðfélagsþegnum á þrítugs- eða fertugsaldri með þó einu skilyrði. Lífið sjálft, barnaverndarnefndirnar og félögin og hið góða þjóðfélagsskipulag, sem við búum við, bælir þeim upp þann uppeldisskort, sem þjáði þau í bernsku. En voð- inn er vís, ef vandræðabörn fara að neyta áfengis. Þau lenda þá afar mörg á glapstigum glæpabrautanna eða ofdrykkjunnar og þá er loku skotið fyrir alla til- finningalega framþióun hjá þeim .Þó að vínið sé vá- gestur heilbrigðum mönnum, þá cr það ckkert hjá því hyldýpi eymdar, sem það veldur vandræðabörnum og unglingum. Hér á landi eru nú starfandi 11 barnaverndarfélög á Akranesi, Stykkishólmi, Isafirði, Siglufirði, Akur- eyri, Húsavík, Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Kefla- vík, Hafnarfirði og Reykjavík. Markniið þeirra er í fyrsta lagi að vinna að almennri barnavernd og upp- eldi vanheilla og annaria afbrigðilegra barna og í þriðja lagi að hjálpa börnum og ungmennum, sem framið hafa lögbrot eða eru á annan hátt á glapstig- um. Félögin liafa þegar unnið mikið og gagnlegt starf eftir þessum leiðum. Auk þessa glíma félögin öll við sérstök verkefni önnur. Á Akureyri rekur félagið nú t. d. leikskóla við mikla aðsókn. Á Siglufirði kom fé- lagið upp myndarlegum leikvelli með öllum tækjum. Á ísafiiði er verið að efna til leikvallar, og hefur félagið tryggt sér þar lóð. í Reykjavík gaf félagið öll rúm og rúmstæði í fávitahælið í Skálatúni, og hefur styrkt ýmsa menn til utanfarar til þess að kynna sér aðferðir og störf í þágu félaganna. Fyrsta félagið var stofnað í Reykjavík árið 1949, og fjórum árum síðar var Landssamband íslenzkra barnaverndarfélaga stofnað árið 1953. I stjórn þess eiga nú sæti Matthías Jónasson formaður, frú Lára Sigurbjörnsdóttir varaformaður,- Svava Þor- le.f. dóttir fyrrv. skólastjóri, Rögnvaldur Sæmundsson skólastjóri gagnfræðaskólans 5 Keflavík og Valgarður Kristjánsson fulltrúi bæjarfógeta á Akranesi. Félögunum hefur verið úthlutaður fyrsti vetrardagur til um- ráða cg er hann kaliaður Barnaverndard^gurinn. Þá fer að venju fram kynningarstarfsemi og fjársöfnun til félaganna. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.