Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 12
bauðst til að taka við strokknum, sem húsmóðir henn- ar var að búa í. Krakkarnir sögðu henni, að Hiólfur og Gunnvör væru á eintali fram í Skála. Það er ágætt, hugsaði Sigga. Þá er þetta búið. Hrólfur var seztur inn í hjónahús við spil, þegar hún kom inn næst. Það var spilað fram í vökulok. En oft þurfti Hrólfur að fara út til þess að gá til veðurs. Hann sendi Bensa og Siggu hornauga um leið og hann gekk um baðstofuna, þau spiluðu Gosa við Tona og Gunnvöru. Þegar hann fór loksins að kveðja, fór Sigga fram í eldhús og stóð þar í myrkrinu og kuldanum. Þegar Gunnvör kom inn úr fjósinu, var hún hálf önug við Siggu yfir því,- hvernig hún gæti hagað sér eins og kjáni. Þessi maður meinti ekki annað en það bezta. Svo kastaði hún til hennar sendibréfi: „Það er til þín, þótt föðurnafnið vanti. Hann vissi ekki hvers dóttir þú ert. Hann bað þig velvirðingar á því.“ „Er þelta frá honum?“ spurði Sigga hálf skilnings- sljó. „Auðvitað er það frá honum,“ sagði Gunnvör stutt- lega. „Þú erl þó líklega farin að skilja það, að hann gengur á éftir þér með grasið í skónum, aúmingja mað- uiinn.“ Sigga rétti bréfið til hennar: „Ég held ég lesi það ekki,“ sagði hún. „En hvernig þú lætur, mann- eskja. Það líklega drepur þig ekki, þó að þú opnir það,“ sagði Gunnvör. — Sigga reif það þá upp og fór að lesa. Þetta var víst bónorðsbréf, þó að það væri hálf klaufalega stílað og illa skrifað. Hann sagðist aldrei ætla að taka við sjalinu. Það ætti að vera hans fyrsta gjöf til hennar (tryggðapantur). Fleiri mundu koma á eftir, því að nú ætti hún að flytja að Litlu- Grund í vor og verða húsmóðir þar. Þetta var efni bréfsins. Skárri væri það maðurinn, sem hún ætti völ á, ellegar tengdamóðirin. Karlinn hafði hún ekki séð nema tilsýndar. Líklega var hann líkur þeim. Hún náði sér í pappírsmiða og umslag og settist niður og skrifaði: „Þetta getur aldrei orðið. Vona þú nefnir það ekki framar.“ Svo setti hún nafnið sitt neðan undir, skrifaði utan á til Hrólfs og bað Gunnvöru að koma þessu úteftir fyrir sig. Sigga þóttist skilja það á húsmóður sinni, að Gunn- vör hefði ljóstrað upp því, sem leynt átti að fara, því að hún var óþarflega lausmálg. Friðrika var kírnin á svip og sagði, að þær, sem væru komnar fast. að giftingu, þyrftu að fara að læra hitt og þetta. Sigga jankaði því bara og reyndi að láta sér ekki bregða. Eitt kvöldið í rökkrinu hljóp Gunnvör út að Grund með bréfið og böggulinn eftir þrábeiðni 5iggu. Hún þóttist viss um, að Hrólfur kæmi þá ekki suður eftir, ef hann fengi svona greinilegt svar. Annars mátti búast við, að bann yrði að þvælast þar á hverjum sunnudegi. Gunnvör var eitthvað drýgindaleg yfir viðtökunum á Litlu-Grund, enda spurði Sigga hana einskis. Hún kveið bara fyrir sunnudeginum, óttaðist að sjá sinn þráláta biðil enn einu sinni. Þann dag stóð þannig á, að Friðrika hélt, að ein kýrin rnyndi bera og bað Gunn- vöru að sitja úti í fjósi fyrir sig, ef hún mætti vera að. En Gunnvör var óvön því að sitja heima, ef' fært veður var og sæmilegt færi. Hún var ferðbúin fram að Iiolti, þar bjó syslir liennar. Þarna gafst ágastt tækifæri. Sigga bauðst til að sitja úti í fjósi með hekludótið sitt, þó að hún hefði aldrei fyrT gert neitt að ljósmóður- störfum, hvorki í fjósi né annars staðar. Hún var þá viss um að verða ekki á vegi Hrólfs, þó að hann kæmi. „Þetta er víst hvergi venja nema hjá Friðriku,“ raus- aði Gunnvör, „að láta sitja lon og don yfir skepnun- um allan tímann. Herdís á Grund segist nú alltaf láta þær bera í flórinn og það sé það bezta.“ Það skyldi nú allt vera gott og gilt, sem þar er siður, hugsaði Sigga. Þegar hún kom fyrst á þetta heimili, þótti Gunnvöru Litla-Grund ekkert fyrirmyndarheimili, en nú var hún áreiðanlega farin að líta á það öðrum aug- um, hvað sem undir því bjó. Hún var rétt að því komin að fara út, þegar Bjarni kom inn með Hrólf. Hann heilsaði öllum mcð handabandi eins og siður er í sveitinni. Sigga* sárkenndi til í hendinni, svo fast tók hann utan um hana. Sigga flýtti sér fram úr baðstof- unni, þegar hún var laus úr þessu skrúfstykki. Hrólfur spurði, hvert hún væri að fara. Gunnvör varð fyrir svörunum og sagði, að hún væri að fara út í fjós. Það ætlaði að fara að fæðast þar kálfur. „Ég þurfti nú ein- mitt að tala við hana,“ sagði Hrólfur. „Þú hlýtur nú að geta það seinna í dag. Það er ótrúlegt, að hún sitji þar allan daginn,“ svaraði Gunnvör. Það var orðið koldimmt fyrr löngu, þegar Gunnvör laumaðist inn í fjósið og spurði í hálfum hljóðum, hvort nokkur væri þarna. „Já, ég er hérna,“ sagði Sigga. „Því kveikirðu ekki, manneskja? Þú getur þó varla setið yfir kúnni í myrkrinu,“ sagði Gunnvör. „Ég var nú ekki svo hyggin að hafa með mér eld- spýtur og nennti svo ekki inn. Ég er búin að sofa hérna í myrkrinu,“ sagði Sigga. „Ætlarðu að sitja þarna eins og assa í allt kvöld? Ekki skil ég í, að nokkur mann- eskja hagi sér eins og þú,“ sagði Gunnvör. „Hann Hrólf langar til að tala við l)ig-“ „Ég er búin að segja hon- um meiningu mína og hef ekkert við hann að tala,“ sagði Sigga. „Hann er víst ekki vel ánægður með það svar,“ sagði Gunnvör og rétti Siggu eldspýtustokk. „Er annars nokkur „kálfsótt“ á kvígunni, svo að þú getir ekki yfirgefið fjósið dálitla stund. „Jú, hún er með mikla „kálfsótt“,“ sagði Sigga og hefur verið með liana í allan dag. Hvað þurftuð þið svo sem að vera að fræða hann um, að ég væri hérna í fjósinu.“ 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.