Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.11.1955, Blaðsíða 13
„Kannske þú sért bara að fela þg fyrir honum, bjálf- inn þinn! Hvað á ég eiginlega að segja honum?“ „Að ég hafi ekkert við hann að tala.“ Með þetta fór Gunnvör. Sigga kveikti og flýlti sér að loka fjósinu. Hrólfur stóð í bæjardyrunum óþolinmóður og úfinn á svip, þegar Bjarna bónda bar þar að. Hann hafði verið að gæta að hrossum upp í fjalli. Hann kastaði kveðju á nágrannann. „Þú ert þó líklega ekki að hugsa um að fara að diífa þig, án þess að koma í vist við mig? Ég var að líta eftir hrossum. Það er orðin stutt birtan sem eðlilegt er.“ „Ja, ég veit nú hreint ekki, hvað segja skal,“ sagði Hrólfur. „Ég er búinn að tefja lengi, hef verið að spila við Vermund gamla. En eiginlega er ég að snúast kring- um kvenfólkið. Svona í hálfgerðri hónorðsför." „Það er svona hugurinn í þér, karlinn,“ sagði bóndi hlæjandi. „Það er komið mál að þú farir að svipast um eftir húsmóðurefni að Litlu-Grund. Verst hyað er úr litlu að velja hér. Stelpan mín er farin, enda allt of ung handa þér. Svo er gott útlit með, að hún verði „tildurrófa“. Það hefst af þessum kaupstaðarverum. Slíkt þrífst ekki í torfbæjum lrjá eldra fólki.“ „En þá eru vinnukonurnar?“ sagði Hrólfur og ók sér í herðunum. „Það er þá bara Gunnvör, hún er ekki neitt vand- ræða konuefni. Sigga býst ég við að sé „frátekin“, svo að það er þýðingarlaust að snúast í kringum hana,“ sagði Bjarni. „En Gunnvör er ágæt, ef þú setur það ekki fyrir þig, þótt hún sé nokkrum árum eldri. Slíkt kallar maður bara, að konan sé ráðin og roskin.“ „Ég er hræddur um, að mér þyki lnin heldur rytju- leg,“ sagði Hrólfur. „Það er Sigríður, sem hugurinn er hjá nótt og dag að heita má.“ „Það þýðir ekkert fyrir þig. Hún sér engan nema þennan stóra og mynd- arlega vetrarmann minn,“ sagði Bjarni brosleitur. Hrólfur klappaði á öxl hans og sagði með hlægilegri einlægni: „Er þetta nú satt, Bjarni minn?“ „Nei. nei, Jretta var nú bara eins og lrvert annað spaug, IJrólfur minn,“ sagði Bjarni. „Þú Jrekkir hversu mikill æringi ég er. Ég hef ekki hugmynd um, hvort þau eru að hugsa livort um annað. Þau eru bara kunnug innan úr kaup- staðnum.“ Þá kom Gunnvör að utan. Hún gaf Hrólfi Jrað skiljanlegt með augnaráði, að það væri ekki auð- velt að ná tali af ungfrúnni. Upphátt gat hún ekki sagt honum sín erindislok, þar scm Bjarni var bjá honum. Hrólfur fylgdist með Bjarna bónda inn aftur. Þeir settust inni í hjónahúsi, og spilin voru tekin fram í annað sinn. En nú var IJrólfi horfin heill í spilum sem öðru. Hann tapaði hverju spilinu eftir annað. Loks kvaddi hann i hálfgerðu fússsi og fór. Hann barði þung högg á fjóshurðina og skipaði Siggu að opna, eða hann mölvaði hurðina. Enginn anzaði og enginn opnaði. „Þú mátt vita það, stúlka mín, að ég verð ekki lengi að kurla hurðaiflakið að tarna með hnef- unum,“ kallaði .hann svo hátt, að hún hlaut að heyra til hans. En enginn anzaði. Fyrr skyldi hann mölva hurðina en að hún opnaði, hugsaði hún. Það voru engin vandræði að komast inn í hlöðuna, ef í nauð- irnar ræki, sem hún átti bágt með að hugsa sér, að að hann hagaði sér þannig. Hún slökkti ljósið og færði sig nær hlöðudyrunum í myrkrinu. Alltaf huldu höggin á hurðinni. Hún var svei mér sterk, þessi hurð. „Þú þarft ekki að hugsa, að ég ætli að gera þér neitt illt,“ reifst hann fyrir utan hurðina. „Ég þarf bara að tala við þig,“ Ekkert svar kom innan úr fjós- inu. Þá sparkaði Hrólfur í huiðina, svo að brolhljóð heyrðist í henni. Sigga var að opna hlöðuhurðina, þegar önnur rödd heyrðist að utan. Það var málrómur Bensa: „Er þér svona kalt, Hrólfur, að þig langi til að hlýja þér í fiósinu?“ Háðslerrur hlátur fvlgdi orðunum. „Hvað ert þú eiginlega að flækiast, svínið Joitt ?“ öskraði Hrólfur yfir sig reiður. „Þér kemur fiósið ekkert við.“ „Því síður bér,“ var svarið. „Ekki er ómögulegt, að ég burfi að klambra saman hurðinni, ef þú mölvar hana.“ „Hvað svo sem skyldir þú gera, ómeunið þitt, sem sefur og lrrýtur inui í rúmi alla kvöldvökuna,“ sagði Hrólfur. „Þegar aðrir sitia við að smíða meisa, svo að pokanrir fúni ekki,“ bætti Bensi aftan við pg hló hátt. „Nei, varaðu big hú, lagsmaður,“ hvæsti Hrólfur. „Þú mátt biðia fvrir þér, ef ég snerti á þér. Þeir bvkia ekki mjúkir á mér hnefarnir!" „Ertu ekki eins lélegur og begar við tókumst á hér á árunum. Þú lást alÞaf í skítnum, þó að bú værir eldri og sterk- ari,“ sagði Bensi. „Nei, nú þarftu ekki að hugsa bÓT að fara í höndurnar á mér, væskillinn binn,“ sagði Hrólfur. ..Ég hef heldur enna lönguu til að troða ill- sakii- við hig. Það er bezt fvrir big að hafa hig heim og láta fióshnrðina í friði. Það svnir litla karlmenusku, að lu'uhra á henui.“ sanði Bensi. Þá réðist Hrólfur á hann. Toni kom lafméður inn og sagði pahha sínum, að beir væru bara í hörku áflogum út við fjós, Hrólfur og B°nsi. „Það er l'klega ekki alveg búið að bíta úr nálinni, heimilið hérna, fvrst búið er að reita hann til reiði, lætur hann hað bitna á hverium, sem fvrir honnm verður,“ sauði Gunnvör spekingslega. „Náttúrlega hef- nr Bensi ekkert að gera í höndurnar á honum.“ „Hvað hefur reitt hann til reiði?“ snurði Toui fáfrnður. „Ég veit hað nú. Toni minn, en hvað bvðir að sema hér það. barninu!“ „Hefur hann kannske verið að biðla til þín og fengið hryggbrot?“ sagði Vermundur gamli. NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.