Nýtt kvennablað - 01.12.1955, Síða 11
GuSrún frá Lundi:
ÖLDUFÖLL
FRAMHALDSSAGAN
„Hvað ber ykkur á milli, drengir?" spurði Bjarni
með hæglátri glettni.
„Ég er hissa á þér, Bjarni, að liafa annan eins
ódreng á þínu heimili og þessi strákur er. Hann bara
ræðst á mig án allra saka,“ stamaði Hrólfur og gafst
upp, en tók handfylli sína af snjó og bar upp að nefinu.
„Vertu ekki að fara með neina lygi, Hrólfur, þú
réðst á mig, Vegna þess að ég var að reyna að koma í
veg fyrir, að þú mölbrytir fjóshurðina. En hvaða er-
indi þú hefur átt inn í fjós, veit ég ekki, nema hann
liafi ætlað að fara að manga til við Siggu, en slíkt er
þýðingailaust fyrir þig að hugsa um hana. Hún verður
orðin frú úti í Höfðavík fyrir næstu jól.“
Hrólfur kastaði frá sér hlóðugum snjóboltanum og
rauk á Bensa. Idann tók hann hryggspennu svo hraust-
lega, að Bjarni óttaðist, að hann bryti hann sundur.
„Mig hefur lengi langað til að góma þig, en þú ert.
alltaf sami fanturinn að slást. En nú skaltu finna, að
eftir eru höndur Hrólfs,“ hvæsti hann.
„En fæturnir eru farnir eins og fyrri,“ sagði Bensi,
um leið og hann skellti andstæðingi sínum á hæl-
hragði. Svo spennti hann greipar utan um svírann á
honum. Við það linaðist hryggtakið. Það korraði í
Hrólfi. Bjarni bað Bensa að hætta, í öllum bænum.
Hrólfur stóð seinlega á fætur: „Þú skalt ekki eiga
þetta lengi hjá mér, þrællinn þinn,“ sagði hann
óstyrkri röddu. „Skeð getur, að þú verðir ekki alveg
eins, þegar við skiljum þá, og þú ert núna.“ Bensi
þurrkaði af sér svitann með skyrtuerminni og svaraði
hólunum hans með hæðnishlátri. Bjarna stóð ekki á
sama. Hann vissi, að Hrólfur og móðir hans voru ekki
álitlegir óvinir, þess vegna hafði liann forðazt að lenda
í ófriði við þau. Hann talaði vingjarnlega til Hrólfs:
„Komdu inn aftur, Hrólfur minn, og láttu kvenfólkið
þvo af þér blóðið. Svo er bezt að gleyma þessum ærsla-
gangi, sem í ykkur hefur hlaupið allt í einu.“ Hrólfur
svaraði með runu af blótsyrðum og þrammaði af stað
heimleiðis. Bjarni snéri sér að því að aðgæta fjós-
hurðina. Hún hékk á annarri löminni. Toni var send-
ur heim eftir nöglum og harnri.
Sigga var að kveikja ljósið innst í fjósinu „Aum-
ingja Sigga mín,“ sagði Bensi. ,,Óskö]i held ('lj, að þú
hafir verið smeyk, á meðan á hólmgöngunni slóð. Nú
er hún afstaðin, en mig logverkjar í skrokkinn eftir
krumlurnar á Hrólfi sterka. Hann er farinn, en hótar
hefndum.“
„Mér lízt hreint ekkert á þetta,“ sagði bóndi. „Hrólf-
ur svífst einskis, þegar hann er orðinn reiður.“ „Eina
bótin, að ég er á förum héðan,“ sagði Bensi, „en Siggu
tek ég með mér. Annars lætur hann grimmdina bitna
á henni.“ „Ég verð að fá mig lausa og það undir eins,“
sagði Sigga.
„Um það talið þið við Friðriku,“ sagði Bjarni, en
helzt vildi ég, að þú yrðir hjá mér fram í janúarlok,
ef mögulegt er.“ Hann talaði það síðasta til Bensa.
Toni hélt um eyrun, þegar hann kom inn í baðstof-
una til að segja fréttirnar. „Það var út af fjóshurð-
inni, sem þeir börðust, Hrólfur var búinn að mölva
hana,“ sagði hann hróðugur. „Hrólfur var með foss-
andi blóðnasir. Sigga sat í myrkiinu inni í fjóshorni.
Kálfurinn ófæddur ennþá!“ „En þú, drengur, að
standa úti berhöfðaður í frostinu,“ sagði móðir hans.
„Það var gaman að sjá til þeirra,“ sagði Toni. „Náttúr-
lega hefur stelpuskinnið setið úti í fjósi í allan dag,
án þess að hafa þurft þess til þess að verða ekki á
vegi Hrólfs,“ sagði Friðrika. „Skárri eru það lætin.
Svona lagað hefur víst eitthvað gott í för með sér.“
Það var þögult þetta kvöld í Stóru-Grundarbaðstof-
unni. Engum dalt í hug að snerta spilin, sem lágu
þó á borðinu. Gunnvör og Sigga vöktu úti í fjósinu
yfir kvígunni. Kálfurinn fæddist ekki fyrr en undir
morgun. Sigga svaf fram undir liádegi. Hún vaknaði
við það, að Bensi sagði rétt við eyra hennar: „Mál að
vakna, Sigga mín. Nú dregur til stórtíðinda í dag, því
að húsmóðirin á Litlu-Grund er .á ferðinni hér utan
flóann eða mýrarnar, hvort sem þið kallið það.“ Sigga
glaðvaknaði samstundis. „Guð lijálpi mér! Hvað á ég'
að gera? Góði Bensi, nú verðurðu að hjálpa mér,“
„Þú ætlast þó ekki til, að ég fari að glíma við kerl-
ingarflagðið. Ég þóttist nú gera vel í gær að verja
fjósdymar fyrir strákasnanum.“ „Betur að þú lrefðir
látið hann vera,“ sagði hún. „Ég ætlaði að fara inn í
hlöðuna, þar hefði hann aldrei fundið mig.“ „Það var
hann, sem rauk á mig,“ sagði Bensi. „Ég iðrast svo
sem ekkert eftir því, þó að ég tæki á móti honum.“
„Ég verð að fela mig, svo að hún sjái mig ekki. Ég
þori ekki að tala við hana,“ sagði Sigga. „Nei, það
skallu ekki gera. Það verður að koma þeim af sér,
Iþessum óþverrahjúum. Reyndu ba'ra að standa þig.
Varla gleypir hún þig,“ sagði hann.
„En hvernig í ósköpunum? Ég bara legg af stað út
í Höfðavík strax og ég kem á fætur. Ég get farið, á
meðan hún er að komast inn göngin, því að sjálfsagt
þiggur hún að stanza. Ekki stendur hún úti á hlaði
í kuldanum,“ sagði Sigga.
NÝTT KVENNABLAÐ
9