Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 19. árgangur. 3. tbl. marz 1958. ESTRID FALBERG BREKKAN: Frásögn frá byrjun tuttugustu aldar. Á sjöíta skólaári, þegar við stelpurnar gengum í stuttum matrósakjólum og lékum okkur að brúðum eftir skólalok, eignuðumst við nýja bekkjarsystur, sem var fimmtán ára og fermd. Hún hét Klara og var dóttir vitavarðarins við Hamneskársvitann, einhvern mikils- verðasta vita. Hann var .á litlu skeri í hinum volduga skerjaklasa „Pater Noster“ við vesturströnd Svíaríkis. Snemma morguns, áður en skólabjallan var búin að hringja, sáum við háan mann í dökkum klæðisfötum með einkennishnöppum og einkennishúfu koma gang- andi inn um hliðiÖ og með honum stórvaxinn kven- mann, sem hann leiddi, ekki eins og hjón leiðast eða krakkar, heldur eins og hann ætlaði í dans með hana. Nú var okkur bannað að glápa á fólk svo að við stillt- um okkur, enda kennarar alls staðar í kringum okkur. Kvenmaðurinn var búinn eins og allar alþýðukonur til sveita og allt eldra, en ekki heldra kvenfólk, einnig í stórborginni: Síður, svartur kjóll, stórt, svart sjal bundið saman á ská, svo að eitt hornið náði langt nið- ur á pilsið, á höfðinu mjög stór og þykkur, svartur silkiklútur með breiðum, svörtum silkiblúndum, laus- lega hnýttur undir höku. Svona búið kvenfólk sáum við daglega, og við mundum ekki hafa veitt henni eftirtekt, hefði hún ekki haft tvær voldugar fléttur, sem náðu langt niður fyrir mittið. Okkur var ekki kunnugt um, að fermingarstúlkur í afskekktum héruðum fermd- ust í svona búningum, sem voru vel við vöxt, þar sem þetta ætti að vera sparibúningur þeirra í mörg ár á eftir. .. . I þriðju kennslustundinni kom skólastýran inn í fylgd með þeim, kynnti Klöru og sagði okkur, að hún ætlaði að setjast í okkar bekk, að minnsta kosti fyrst um sinn. Faðir hennar kvaddi hana með handabandi, og Klara hneigði sig djúpt. Lítið borð og stóll voru sett inn handa Klöru, því að ekki gat hún setið í skóla- bekkj unum. „Hamneskársvitinn hefur ábyggilega lýst föður þínum þegar hann hefur komið frá Indlandi á skipi sínu. Það NÝTT KVENNABLAÐ fer vel á því, að 'þú takir að þér að sækja Klöru á morgnana og fylgja henni heim eftir skólalok,“ sagði skólastýran við mig um leið og hún fór. Ég hneigði mig og sagði: „Já, auðvitað“, en ekki var ég sérlega glöð yfir þessu hlutverki. Stúlkan var svo afskaplega stór og skrítin og búningurinn ekki eins og líðkaðist. Skólinn lá í liverfi, þar sem voru tveir menntaskólar fyrir pilta og að minnsta kosti fjórir einkaskólar fyrir stúlkur, maður gat ekki þverfótað fyrir skólafólki. Og ósköp var nú leiðinlegt að þurfa að ganga með stúlku, sem hlaut að vekja eftirtekt allra, sem sáu hana. Nú þetta varð nú ekki eins erfitt og ég bjóst við. Klara átti heima hjá frænku sinni, ekkju, strangri og siða- vandri, guðhræddri og gamaldags, en ekki vildi hún láta Klöru ganga í skóla í stórborginni í svona bún- ingi. Þegar á þriðja degi var Klara búin að fá afskap- lega fínan, skozkan kjól og svarta kápu afar fallega. En svo var hún búin að fá skólahúfu, og þar sem Klara hafði óvenju stórt höfuð og mjög þykkt hár, var stærsta húfunúmer alltof lítið, hún varð að hafa teygjuband undir höku til þess að húfan skyldi ekki detta af, en teygjuband notuðum við aðeins í stormi og rigningu, og stúlkurnar í efri bekkjunum alls ekki. Skólahúfan var matrósahúfa, nokkuð stór um sig með silkislaufu við vinstra eyrað og fallegan lárviðarsveig saumaðan framan-til. Þar inn í voru festir gylltir tölustafir eftir því sem við átti, svo að hægt var að sjá hvaða bekk maður var í. Það var ekki alltaf skemmtilegt að ganga um göturnar í fylgd með Klöru, því að götustrákar hentu oft gaman að okkur, en Klara tók aldrei eftir því, svo ekki særði það hana. En ég var stundum fjarska leið yfir því. Það var líka svo áberandi, af því að ég var svo lítil vexti og hún svo tröll stór, og við vorum með eins númer. Einu sinni bauð Klara mér í sporvagn, og ég stakk upp á, að við tækjum hringleiðina. Þetta var skemmti- túr og hægt var að aka hringinn hvað eftir annað án þess að borga nema einu sinni, því að aldrei komu 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.