Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 6
litla vitahúsinu, skoðuð daglega af foreldrum Klöru á meSan þau voru enn á lífi.... Eftir aS páskafríiS var búiS, og viS mættum í skólan- um á ný, var Klara ekki á meSal okkar. Hún hafSi veikzt og lá mjög þungt haldin, og mundi líklegg. ekki koma aftur. BorS hennar og stóll voru tekin í burtu. ViS hugsuSum viS og viS til hennar, en sjaldnar og sjaldnar. ViS vorum svo margar, sem alltaf höfðum verið saman. Hún var þrátt fyrir allt ekki ein af okkur. Snemma í maíbyrjun, þegar við mættum til morgun- bænar, eins og venjulega, tókum við eftir, að tvö kerti loguðu á púltinu, þar sem skólastýran var vön að standa og lesa bænirnar. Svo komu allar kennslukonurnar inn í einu, svartklæddar og settust á móti okkur. Kristin- fræðikennarinn steig í púltið og sagði, ég held ég muni enn í dag nákvæmlega orð hennar: „Engill dauðans hefur gist okkur og tekið með sér til eilífs lífs Klöru, senr við allar minnumst með sökn- uði. Hún var góð stúlka, stillt, prúð og með brosi, sem kom manni til að finna til ófullkomleika síns. Þið fáið frí í dag. En hugsið nú og seinna til þess, að alltaf verður maður að viðurkenna, í hvert skipti, sem ein- hver er tekin frá okkur, að vel hefðum við getað verið betri og sýnt meiri kærleika en við gerðum.... Það er of seint að bæta Klöru það upp, sem henni var neitað um. En allt í kringum ykkur er lifandi fólk, sem ein- hvern tíma á eftir að deyja. Reynum að breyta svo sem við allar óskunr á þessari stundu að hafa breytt gagn- vart Klöru.“ Sálmur var sunginn, en eiginlega söng kristinfræðikennarinn einn síns liðs, allar hinar grétu. Nokkru fyrir skólaslit kom skólastýran einn morg- un inn og í fylgd með henni vitavörðurinn og fjórir einkennisklæddir synir hans, bræður Klöru voru fjórir. Allir voru þeir eins í okkar augum, svo að ekki var undarlegt, þó að við héldum'að það væri alltaf sami bróðirinn sem kom. .. . Á eftir komu allrr kennararnir. Vitavöiðurinn hélt á einkennishúfunni í hendinni. Hann strauk tár úr augum. „Ég kem til þess að skila kveðju til skólasystra og kennara Klöru og þakka öllum. Allir voru svo góðir við Klöru, og henni þótti svo vænt um skólann sinn og skólasysturnar og kenn- arana.“ — Honum voru afhentar bækur hennar, handa- vinna og teiknibók. Hann skoðaði með lotningu, krump- aða léreftsstrangann með ljótu, svörtu, ójöfnu sporun- um, sem Klara hafði stritað svo afskaplega við að búa til.... Hún gat haldið stöðugt um stýri og árar og veiðarfæri með sínum stóiu, hörðu fingrum ,en litlu, fínu saumnálinni og örfína tvinnanum gat hún ekki stýrt með sínum skjálfandi, sveittu höndum.... Vitavörðurinn fletti hægt blöðum teiknibókarinnar og bræðurnir fjórir horfðu hugfangnir á. Þetta voru 4 INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR Löngumýri: Nokkur orð um daginn og veginn Fáar gjafir frá hendi forsjónarinnar munu einstakl- ingnum auðnudrýgri en mannkostaríkir foreldrar og bjart og glatt bernskuheimili, sem fært er um að gefa barninu hollt veganesti inn á framtíðarbrautina. Ekki tel ég fært að neita því, að móðurinni falli frem- ur en föðurnum þau forréttindi í skaut að verða mót- andi liins mjúka leirs barnssálarinnar. — Á herð- um móðurinnar hvílir því mikil ábyrgð. Það er hún, sem hefur með höndum spuna örlagaþráða, sem oft á tíðum orsaka gæfu eða giftuleysi barnsins hennar. Barnið er eins og spegilmynd af fordæmi uppalend- anna samanber hin fornu ummæli: „Guðirnir skrifa nöfn sín á andlit þeirra manna, er tilbiðja þá.“ — Auðna þjóðarinnar er byggð á þroska, þrótti og mann- kostum einstaklinganna. Ef það málefni, sem vissulega mætti kalla mál málanna, væri skoðað með gaumgæfni, mundi flestum verða Ijóst, að það er móðir barnsins, húsmóðirin og eiginkonan, sem miklu ræður um hið örlagaríka svipmót þess, er koma skal. Hið stóra og miklivæga hlutskipti hennar hefur orð- verulega fallegar myndir. Það leyndi sér ekki — Klara hafði kunnað að teikna. Vitavörðurinn kvaddi okkur allar með handabandi. Hann þekkti nöfn okkar allra frá skólamyndinni, sem Klara hafði skoðað oft í veikindum sínum. „Þakka þér sérstaklega fyrir, litli vitavörðurinn hennar,“ sagði hann við mig og strauk mér yfir ennið. .. . Allar grétum við. „Það verður einmanalegt heima á skerinu, þegar Klara er horfin og hennar er aldrei framar von, en það verður konunni minni og mér huggun að vita, að ykkur þótti vænt um Klöru og að hennar verður saknað einnig hér.“ NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.