Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 12
litlu börnin mín, ég treysti þér bezt af öllum fyrir þeim. Sig- ríði varð í fyrstu svarafátt, hún var sjálf einstæðingur með föð- urlaust barn, en konan horfði biðjandi í augu hennar og endur- tók bæn sína. — Yfirgefðu ekki börnin mín. Hið göfuga hjarta Sigríðar var svo djúpt snortið af samúð á þessari stundu, að hún gat ekki annað en gefið hinni deyjandi móður loforð um að yfirgefa ekki börnin hennar. Þá brosti konan í hinzta sinn, og skömmu síðar var hún dáin. Nú hófst nýtt tímabil í æfi Sigríðar. Hún flutti með drenginn sinn til ekkjumannsins og barnanna hans fjögurra og tók þar við búsforráðum. Ekkjumaðurinn hét Bjarni og var mörgum árum eldri en Sigríður. Hin unga stúlka rækti hlutverk sitt af mikilli fórn- fýsi og reyndist börnunum sem bezta móðir. Bjarni sótti það fast að giftast Sigríði, en slíkt var fjarri hennar skapi, til þess átti hún of sára reynslu að baki. En þó lét hún tilleiðast um síðir barnanna vegna, og giftist Bjarna. Hann reyndist drengnum hennar góður, en börn áttu þau engin saman, Sig- ríður og Bjarni. Bragi Hansson var snemma afbragð annarra barna að gáfum. Strax í barnaskóla vakti hann á sér athygli sökum frábærra námshæfileika og góðrar framkomu. Barnakennarinn og prest- urinn í sveitinni vöktu máls á því við móður hans að koma hon- um til framhaldsnáms að lokinni fermingu og buðu henni að- stoð sína í því máli. En það var hennar fegursti draumur að drengurinn hennar mætti verða mikill og góður maður. Þrátt fyrir þröngan efnahag var Bragi sendur í skóla, og hann brást þar heldur ekki vonum móður sinnar né annara. Á óvenjulega skömmum tíma náði hann hinu glæsilegasta prófi í læknisfræði, en það takmark hafði hann sjálfur sett sér til að keppa að, og að því loknu var hann skipaður héraðslæknir í Djúpafirði. Aldrci hefur Bragi unnað móður sinni heitar en einmitt nú, þegar honum er að fullu kunn hin þunga raunasaga hennar, og nú veit hann hvað hans rétti faðir heitir. En vonum sinnar göfugu móður skal hann aldrei bregðast, það heit endurómar í sál unga læknisins meðan skipið ber hann inn Djúpafjörð.... Björn Þorsteinsson bæjarstjóri í Djúpafirði gengur um gólf í skrifstofu sinni. Öðru hvoru nemur hann staðar við gluggann og lítur út um hann til að fylgjast með ferðum strandferða- skipsins, sem er á leið inn fjörðinn. Bæjarstjórinn hefur lofað því í nafni embættisskyldu sinnar að vera staddur á hafnar- bakkanum við komu skipsins, til þess að taka á móti hinum nýskipaða héraðslækni fjarðarbúa og vísa honum til sjúkra- hússins. Björn bæjarstjóri er nokkuð við aldur, mikill vexti og feitlaginn. Hár hans er byrjað að grána og hrukkur að mynd- ast á karlmannlegu andliti hans. Augun eru hvöss undir skörp- um brúnum, og svipurinn fremur ómildur. Bæjarstjórinn veit engin deili á hinum nýja lækni önnur en þau, að hann er ungur maður, sem lokið hefur mjög góðu embættisprófi. Þau meðmæli fylgdu umsókn hans um héraðslæknis-embættið í Djúpafirði. Bæjarstjórinn hrekkur skyndilega upp úr hugleið- ingum sínum. Skrifstofuhurðin opnast hægt, og Ilildur einka- dóttir hans staðnæmist brosandi í dyrunum. — Skipið er komið, pabbi, segir hún. -— Má ég koma með þér í bílnum niður á hafnarbakkann? — Ætli það ekki, ég er ekki vanur að neita þér um neitt, sem þú biður mig um, seztu út í bílinn, ég er alveg að koma. Ifildur fer létt í spori. Bæjarstjórinn horfir á eftir dóttur sinni, og bros líður yfir hinn ómilda svip hans, Ilildur er það eina, sem honum þykir vænt um, enda veitir hann henni allt, sem hún vill. Hann hefur alið hana upp í taumlausu eftirlæti frá fyrstu tíð. Bæjarstjórinn gengur fram úr skrifstofunni út í bíl sinn og ekur niður á hafnarbakkann. Bragi læknir er stíginn á land og stendur við landgöngubrúna. Hann bíður þess, að íorráðamaður staðarins gefi sig fram. Björn Þorsteinsson bæjarstjóri stöðvar bíl sinn rétt hjá lækn- inum og stígur út úr honum. Bragi Hansson hefur ekki séð hann fyrr, en hann veit þegar hver maðurinn er. Hann gengur nokkrum skrefum nær bæjarstjóranum og lyftir hattinum. — Þér eruð Björn Þorsteinsson bæjarstjóri, er ekki svo? segir hann. — Jú, eruð þér nýi læknirinn. — Já, Bragi Hansson. Bæjarstjórinn réttir lækninum höndina, en um leið og þeir heilsast mætast augu þeirra. Bæjarstjórinn kippir snöggt og ósjálfrátt að sér höndinni. Hverju mætir hann í augum þessa ókunna læknis, sem brennir sig þegar inn í vitund bans og stingur hann eins og sárbeitt egg? Hvar hafa þeir sézt áður? Bæjarstjórinn stendur sem í leiðslu nokkur andartök, en svo áttar hann sig og lítur að nýju á lækninn, en honum sýnist nístandi kalt hæðnisbros líða yfir hið fríða, sviphreina andlit hans. Læknirinn er honum ráðgáta. — Ifvar er farangur yðar? spyr bæjarstjórinn þurrlega. — Hann er hér. Læknirinn bendir á ferðatöskur sinar, sem standa á hafnargarðinum skammt frá þeim. — Ég fæ vörubíl til að aka farangri yðar heim að sjúkra- húsinu. Gjörið þér svo vel að setjast inn í bílinn minn. Ilann opnar aftur hurðina á bíl sínum. Læknirinn stígur inn í bil bæjarstjórans, en bæjarstjórinn gengur að vörubíl, sem stendur á hafnargarðinum, og gefur sig á tal við ökumanninn. Hildur situr inni í bil föður síns. Hún hefur virt hinn unga, ókunna lækni fyrir sér á meðan hann ræddi við föður hennar, og veitt athygli svipbrigðum þeirra beggja. Hvar hefur hún séð lækninn áður? Á því getur hún ekki áttað sig, en henni finnst hún kannast við hann. Ef til vill hefur hún aðeins séð hann í draumi, þar til nú, en hann er glæsilegasti maður, sem hún hefur augum litið í veruleikanum. Bragi læknir tekur sér sæti í bíl bæjarstjórans. Honum er litið á hina ungu stúlku í fram- sætinu, hann lyftir hattinum kurteislega. — Góðan daginn, segir hann. — Góðan daginn, komið þér sælir. Hún réttir honum höndina í kveðjuskini. — Ég heiti Hildur Björnsdóttir, segir hún og brosir. — Nafn mitt er Bragi Ifans- son. Rödd hans hljómar dálítið einkennilega í eyrum hennar, þegar hann ber fram föðurnafn sitt. — Hansson — það er fremur fáheyrt nafn. — Ég er dóttir bæjarstjórans, segir hún og brosir á ný. — Já, svo að þér eruð dóttir hans, beiskjubrosi bregður fyrir í svip læknisins, en svo nær hinn bjarti svipur aft- ur völdum á andliti hans, og hann segir glaðlega. — Það er mjög fallegt hér í Djúpafirði. — Já, yður finnst það, liafið þér aldrei komið hingað áður? Aftur gægist hin sára beiskja fram í svip læknisins. — Jú, ég hef komið hér áður, en það er langt síðan. — Þér þekkið þá kannske fólk hér? — Nei, engan. Samtalið er rofið. Björn bæjarstjóri stígur inn í bilinn. — Farangri yðar verður ekið heim að sjúkrahúsinu innan stundar, — segir hann við Braga lækni, um leið og hann setur bílinn i gang og ekur af stað upp að sjúkrahúsinu. — Ég þakka yður fyrir herra bæjarstjóri. Björn bæjarstjóri stöðvar bílinn við dyr sjúkrahússins. Ráðsmaður þess kemur út og tekur á móti nýja lækninum. Þeir fylgjast að inn í bústað læknisins, en bæjarstjórinn ekur á brott. Hildur situr um stund hugsi við hlið föður síns, en svo rýfur hún þögnina og segir: — Lýzt þér ekki vel á nýja lækninn pabbi? — Ilann er fremur gjörvulegur maður. — Mér finnst ég hafi séð hann áður. — Það getur varla átt sér stað. — Ifann hefur komið hingað fyrr en nú. — Hver segir það? — Hann sjálfur. — Svo, var liann að fræða þig á því meðan þið sátuð NÝTT KVENNABLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.