Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 15

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 15
Komið hefur fram á Alþingi tillaga til þingsálykt- unar um uppeldisskóla fyrir ungar stúlkur. — Flm.: Ragnhildur Helgadóttir. Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hefjast þegar handa um starfrækslu uppeldisskóla fyrir ungar stulkur. Kafli úr greinagerð. .... Síðastliðin 10 ár hefur ríkisstjórninni verið skylt lögum samkvæmt að stofna og reka slíkan upp- eldisskóla, þegar fé er veitt til þess á fjárlögum. Hinn 4. apríl 1955 var gerð svo hljóðandi breyting á lögum um vernd barna og ungmenna nr. 29 1947: „Hef ja skal þegar undirbúning að stofnun og rekstri vistheimilis fyiir súlkur. Ríkisstjórninni er heimilt að leita eftir hentugu húsriæði, sem til kann að vera fyrir vistheimil- ið, og gera samning um afhendingu þess og afnot. Enn fremur er heimilt að taka til þessara nota húsnæði, sem ríkið á eða hefur umráð yfir“....... Það eru sjálfsagt minnst 20 ár síðan farið var að tala um þörfina fyrir slíkan uppeldisskóla og er von að reynt sé að ýta undir stofnun hans unz markinu er náð. Þegar foreldrar og forráðamenn barnanna leita til barnaverndarnefndar með börnin sín hlýtur að vera neyðarástand í sambúð heimafyrir. — Ekki er von, að sveitaheimili sækist eftir eða opni arma sína fyrir vandræðabörnum. En eftir fylgiskjali tillögunnar, sem nú er flutt á Alþingi af 8. þingm. Reykvíkinga, Ragn- hildi Helgadóttur, eru stúlkubörnin mörg, sem starfi og siðmenntun þyrftu að venjast. Fylgiskjalið: (Orðrétt). Starfslið kvenlögreglunnar hefur verið á þessu ári: Janúarmánuð vorum við tvær, en þar til 12. október aðeins ein. Á tímabilinu frá 1. janúar til 23. nóvember 1957 hefur kvenlögreglan haft meiri eða minni afskipti af 88 stúlkum á aldrinum frá 10 ára til 20 ára. Af þeim er enn þá undir stöðugu eftirliti 21 stúlka. Það verður þó ekki sagt, að allar þessar 67 stúlkur séu komnar burt frá óreglunni, heldur fara þær duldara með lifnaðarhætli sína, en þar sem starfslið kvenlög- reglunnar er ekki fleira, er ekki hægt að hafa áfram- haldandi eftirlit með þeim, eins og nauðsynlegt er, til að þessar stúlkur verði ekki áframhaldandi vand- ræðamanneskjur. (Ef heimili væri til fyrir stúlkur, mundi rætast mjög mikið úr þeim vandræðum.) Þó að talan 88 sé miklu meir en nógu há, þá er örugglega hægt að segja, að hún sé ekki nema brot af þeim fjölda telpna og stúlkna, sem á þessu tímabili hafa flækzt um gölur bæjarins og gerzt aðalgestir á svokölluðum „sjoppum“, að ógleymdum leigubílum Eftir þessum fljúgandi fugli má hekla milliverk, lata hvern fuglinn elta annan. ÞaS má hekla eftir öllum krosssaumsmynztr- um. — Rósin í síðasta hlaði er falleg til þeirra hluta. Þá er hvert spor 3 pinnar en grunnurinn gisnir pinnar með 2 1. á milli. Nokkur orS um daginn og veginn. Framhalcl aí bls. 5. kemur“. Góða móðir, sem lest línur þessar. — þú sem ert full af ástúð, fórnfýsi og umhyggju fyrir barninu þínu, kenndu því að biðja til Guðs í auðmýkt og lotningu. Kenndu því að signa sig og trúa á mátt signingarinnar, því mun verða að trú sinni. Krjúptu við hliðina á barninu þínu og láttu það heyra, að þú biðjir fyrir því. Munum að ung börn eru mjög næm fyrir hughrifum frá hinum fullorðnu. Þess vegna tel ég ekki hyggilegt að láta útvarpsmessur glymja í grennd við börn, ef full- orðna fólkið á heimilinu hefur ekki aðstæður til að hlusta í þögn og með virðingu á orð prestsins. Reyndu að smeygja þeirri vissu inn í huga barnsins þíns, að Guð hafi sent það inn í þessa veröld, til þess að leysa af hendi eitthvert stórt og göfugt hlutverk og að Guð bæði vilji og geti hjálpað því til þess. Mað- urinn á að setja sér hátt og göfugt markmið að keppa að, og hann þarf að trúa því fastlega, að honum muni auðnast að ná því. Þá mun sigurinn verða hlutskipti hans. bæjarins, því að ein eða tvær lögreglukonur geta ekki haft afskipti af nema takmörkuðum fjölda stúlkna. Ef heimili væri til fyrir stúlkur, mundi foreldrar halda betur í börn sín og börnin hafa meira aðhald. Slíkt heimili mun fljótlega borga sig fyrir þjóðfélagið, því að flestar þessar stúlkur eru verðandi mæður og eiga eftir að ala upp fleiri tugi og jafnvel hundruð barna. Rvík, 23, nóv. 1957. — Erla Guðjónsdóttir, lÖRrcglukona. Nýtt kvcnnablað. Verð kr. 25.00 árg. Afgreiðsla: Fjölnesveg 7, Bvik. Simi 12740. Bitstj. og ábm.: Gnðrún Stefánsd. Borgarprent.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.