Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 4
vagnarnir á endastöð. Klara borgaði með 25 eyring, fékk 2 farmiða og tíu aura til baka „Nei,“ sagði ég, „ég er orðin 12 ára“, átti auðvitað að borga fullt gjald. Miðasalinn tók aftur tíeyringinn og fékk Klöru 5 aura í staðinn. „Og ég, sem hélt, að þetta væri mamma með litlu dóttur sína,“ sagði hann brosandi. Mér fannst þetta afar fyndið og var alveg að skella upp úr, en svo fann ég hvað það var ljótt að gera grín að Klöru, svo að ég stillti mig. En Klara hafði alls ekki tekið eftir neinu. Hún var gagntekin af sælu yfir að fara með svo miklum hraða gegnum borgina og sjá hús og kirkjur dansa framhjá. • Annars var alls ekki auðvelt að ganga um göturnar með Klöru, því að í fyrstunni kunni hún bara alls ekki að ganga. Hún hafði lifað allt sitt líf á litla sker- inu. Þar var klettastígur milli íbúðarhússins og vitans, og annar klettastígur lá niður að bátahöfninni. Hvernig ætti Klara að hafa lært að ganga beint á gangstétt, að víkja til vinstri o.s.frv. Hún tók löng og stutt skref á víxl, nam staðar, rak sig á fólk, farartæki og ljósa- staura. Hún talaði eins hátt og hún þyrfti að yfirgnæfa storm og brimhljóð, glápti á fólk, grandskoðaði lög- reglumenn, póstmenn og götusópara. Einu sinni, þeg- ar við vorum á leið í skólann, heyrðist voðalegt öskur, sem Klara kannaðist ekki við. Það var brunalúður, og þegar brunavagnar með löðrandi sveitta hesta komu þjótandi, varð Klara svo hrædd, að hún datt afturábak og rak höfuðið í stóran búðarglugga svo að hvein í. Búðarmaðurinn kom út og fór að skamma okkur, en í sama augnabliki kom brunastiginn, dréginn af fjór- um hestum og fór framhjá með afskaplegum gaura- gangi, en á eftir hljóp stór hópur af strákum og krökk- um og fullorðnum. Ég varð að halda í Klöru, til þess að hún bættist ekki í hópinn. Það var svo margt, sem við vorum búnar að læra og sem okkur var bannað, með- al annars að hlaupa á eftir brunaliðinu, horfa á drukkna menn eða slagsmál, horfa á, þegar lögreglan tók menn fasta eða stanza, þar sem lögregluvagninn nam stað- ar. Já, Klara átti margt ólært, ekki sízt utan skólans. . . . Það urðu Klöru og foreldrum hennar sár von- brigði, að hún skyldi ekki fá að setjast í bekk með jafn- öldrum sínum. Þetta var ellefu ára skóli, ef ljúka átti náminu. Þau höfðu gert sér vonir um, að hún þyrfti ekki að vera meira en þrjú, ef til vill fjögur ár að heiman, en nú myndu það verða 6 ár. Það var langur tími að vera án hennar úti á skerinu, en það varð svo að vera, nema það sýndi sig, að hún kynni meira en inntökuprófið gaf í skyn. Ríkið sá um kennslu handa vitavarðarbörnunum, Klara hafði haft einkakennara frá sjö ára aldri til fermingar, hafði verið 7 ár í skóla. En Klara var nú 2 ekkert gáfnaljós, og líklega hefur gamla kennslukon- an hennar verið farin að ryðga í námsgreinunum, því að jafnvel hjá okkur stóð Klara sig mjög illa. Hún kunni og vissi margt, sem okkur var hulið: að setja upp segl og sigla og stýra bát ein síns liðs, róa með tveimur árum í einu, leggja frá landi og leggjast við bryggju. Hún var örugg að spá veðri, þekkti alls kon- ar skip og vissi upp á hár, hvað hver skipshluti hét. Öll flögg veraldar þekkti hún, fugla og fiska og hvern einasta vita, sem hafði nokkra þýðingu. Það hafði hún lært á stóru vitakortunum heima. En ef hún var beðin að byrja við finnsku landamærin og telja upp allar ár og stöðuvötn alla Ieið að Eyrarsundi, varð hún orð- laus, og væri henni sagt að byrja lengst í fornöld og rekja konungatal Svíþjóðar til Óscars II., svitnaði hún, eins og alltaf, þegar hún var tekin upp. Svitadroparnir söfnuðust saman og runnu niður um nefið. Klara varð eldrauð í framan og fjarska óhamingjusöm. Hún hélt, að hestar, kýr, kettir og fílar hefðu eins tær og tennur, já, það sem við vissum og höfðum vitað í mörg ár, átti hún nú fyrst að læra! Hún sagðist hafa lært þýzku í fimm ár og einnig frönsku. Við vorum með þýzku á þriðja ári, en ekki gat Klara fylgzt með okkur. Allt var einn hrærigrautur hjá henni. Það fór brátt svo að Klara var spurð aðeins einföldustu spurninga, en þar fyrir utan var hún látin eiga sig. Hún var fermd og ekki lengur skólaskyld. Úr því að foreldrar hennar endilega vildu hafa hana í skólanum — en það 'var talsvert dýrt — gat enginn neitað henni um það, nema það kæmi í ljós, að hún gæti alls ekki fylgzt með. Ekki var Klara netl í höndunum. Handavinnukennslu- konan, eiriasti kennarinn, sem ekki alltaf sýndi kristí- legt hugarfar, en það er ef til vill sérstaklega erfitt að kenna handavinnu, sagði einu sinni við Klöru: „Þú ert víst vön að sauma segl handa pabba þínum,“ sporin voru svo stór og ójöfn og svört. Okkur langaði til að flissa, en þorðum það ekki. Klara aftur á móti tók þetta alvarlega og svaraði: „Aldrei ný segl, en ég hef oft fengið að bæta segl.“. .. . Klara hafði aldrei teiknað og aldrei séð teiknað, en í fyrsta teiknitímanum, þegar kennarinn kom inn með útstoppaðan páfagauk, sem við áttum að teikna, tók Klara strax til óspilltra málanna Við hinar byrjuðum eins og alltaf að kveina, að þetta væri alltof erfitt, við vorum þó búnar að hafa teikningu þrisvar í viku í fimm ár. Ekki leið á löngu þangað til Klara tilkynnti, að hún væri búin. Okkur var leyft að ganga um gólf í teiknitímunum. Við vorum strax allar komnar í hrúgu í kringum Klöru, en okkar elskulegi kennari settist á stól Klöru, tók blýantinn og strokleður og fór að lag- færa „fuglinn“. Þetta hefði alveg eins getað verið NtTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.