Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 7
iS: að eiga, aS geyma og ávaxta hiS andlega gull, sem er eign framtíSarinnar. ÞaS er húsmóSirin, sem selur sinn persónulega litblœ á heimiliS, sem gerir þaS aS- laðandi eða óvistlegt fyrir þá, sem þar eiga að dvelja. Ekki má gleyma því, að í gegnum greipar liúsmæðr- anna gengur mikill hluti af tekjum heimilanna, og mun engum blandast hugur um, að miklu varðar, að það hlutverk sé leyst af hendi með nákvæmri íhugun og trúmennsku. Gerir unga stúlkan sér ljóst, að ef til vill bíður þetta þýðingarmikla og vandasama hlutverk hennar í næsta skrefi? Gæti ekki stundum verið heppi- legt fyrir hina ungu elskendur að afla sér meiri mennt- unar og þroska, áður en hið örlagaríka spor er stígið að slofna heimili? Gerir móðir sér ljóst viðvíkjandi uppeldi dóttur- innar, hvíllíkar skyldur kunna að verða lagðar á herðar litlu stúlkunnar hennar. Ég álít, að það séu ekki gerðar eins miklar eða margþættar kröfur til neinnar stéttar þjóðfélagsins eins og til húsmæðranna. — Ef störf konunnar sem móður og liúsmóður eiga að vera leyst vel af hendi, þarf hún sjálf að liafa hlotið gott uppeldi og notið margþættrar hagnýtrar menntunar, fyrst á góðu heim- ili og svo á húsmæðraskóla. En enginn þarf að ímynda sér, að eins vetrar dvöl á húsmæðraskóla leysi þann nauðsynlega undirbúning húsmóðurstarfsins nægilega vel af hendi, ef ungu stúlkuna vantar undirstöðunámið frá æskuheimilinu. Ég álít að húsmóðurefninu sé nauðsynlegt að stunda tveggja vetra hóknám að barnaskóla loknum, að það sé lágmarkskrafa um bóklega menntun henn- ar, og að æskilegt sé, að húsmóðurefnið geri sér fylli- lega ljóst, að andinn er efninu æðri. — Hún þarf að hafa fengið í arf frá æskuheimilinu góða háttvísi, þrifn- að, reglusemi og hagsýni í hvívetna, ásamt hinni nauð- synlegu andlegu vaxtarþrá, sem gerir einstaklingnum fært að verða að þroskuðum, sjálfmenntuðum manni, sem leitar fegurðarinnar og hreinleikans og tileinkar sér það bezta og fegursta, sem tilveran hefur að bjóða. Unga stúlkan þarf að ala sig upj) til þroskunar á fjármálasviðinu. Karlmaðurinn á engin forréttindi á þeirri menntun. Þar þurfa hjónin að standa jafnt að vígi að því leyti, að bæði kunni að gera búreikninga og gera áætlanir yfir til hvers þau þurfi og vilji verja tekjum heimilisins. Á því ættu ungu hjónin strax að byrja í sameiningu, þá búskapurinn er liafinn. Þessir aðilar þurfa báðir að setja sér hátt markmið gagnvart eigin uppeldi. Enginn getur orðið góður uppalandi, nema hann reyni sjálfur að ala sig upp til skilnings á öðrum mönnum og læra að láta á móti sér t. d. með því að leggja til hliðar liluta af kaupinu, strax á unglings- NÝTT KVENNABLAÐ árunum, til þess að geta keypt fyrir þá peninga eigu- lega muni, sem mundu koma sér vel að eiga, þá heimili er stofnað. Ef unga fólkið byrjar fyrst með hjónabandinu að spara, til þess að geta lifað, er hjóna- bandshamingjan í hættu stödd. Mæður góðar, sem þessar línur lesið! Látið börnin ykkar reikna í tæka tíð dæmið um það, hvað einn sígarettupakki, sem reyktur er á dag, nemi mikilli fjárhæð yfir árið og hvort ekki muni vera unnt að verja þeim aurum betur. Við íslendingar lifum nú sem betur fer á dögum mikillar velmegunar í samanburði við kjör fyrri kynslóða. En sagt er að menn þurfi sterk bein, til þess að þola góða daga, og víst er það, að hinir ungu liafa gott af að minnast þess, að' það eru þróttmiklir kjörviðir inni í fortíðinni, sem rætur unga fólksins liggja til, sem hvorki hafa brotnað né bognað í hinum margþættu hörmungum, sem yfir þessa ])jóð hafa dunið á umliðnum öldum. Til mikils má því ætlast af unga fólkinu, ef það á að komast feti framar en forfeður og formæður í dugnaði og þrautseigju. Við lifum einnig sem betur fer á tímum, er gefa mikla möguleika til menntunar og skólagöngu. Tel ég hollt hinum ungu að bera aðstæður nútíðarinnar saman við þau kjör, sem gáfað og fróðleiksfúst alþýðufólk átti við að búa á síðastliðinni öld, ef það vildi læra að skrifa eða afla sér einhvers konar bóknáms. En því megum við ekki gleyma, að sönn menning verður að sigla í kjölfar eða jafnhliða bóknáminu, ef það á að verða þjóðinni til blessunar. „Heldur leirugt gef mér gull en gylltan leir“, segir skáldið, og víst er um það, að margur sjálfmenntaður alþýðumaður getur verið háskólamanni sannmenntaðii. Meira virði fyrir heill þjóðarinnar tel ég heit og kærleiksrík hjörtu, full af samúð og skilningi til alls er lífsanda dregur lieldur en stóra og kalda heila fulla af vísdómi og þekk- ingu heimsmennskunnar. Gleymum því ekki, að öll sönn menning er byggð á bjargi kristindómsins. Það er engin tilviljun, að flestir af beztu og göfug- ustu umbótamönnum, er sögur fara af, hafa átt góðar og trúaðar mæður, sem kennt hafa börnum sínum að bera virðingu og traust til þess guðlega máttar, er heyiir bænir okkar hinna vesælu harna þessa tilveru- stigs. Ég tel það liina mestu gæfu mæðranna og barn- anna þeirra, ef þær finna og eiga vissuna um það, að þær séu í sambandi við hinn sterka, hlýja og kærleiks- ríka aflstraum ofanfrá. Þá munu hjörtu þeirra fyllast af gleði og lífsorku og þeim friði, sem öllu öðru er æðri. Þá eru mæðurnar færar um að gefa börnunum og um leið allri þjóðinni gifturikar gjafir, því að „ekkert nær til hjartans nema það, sem frá hjartanu Framhald á 13. síðn. s

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.