Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.03.1958, Blaðsíða 14
Þau stíga saman inn á pallinn. Læknirinn leggur arminn yfir mitti hennar og þau svifa í dansinn. Björn bæjarstjóri sit- ur á bekk við ræðustólinn. Hann sér Hildi dóttur sína og Braga lækni koma inn á pallinn og svífa saman út á gólfið. Augu hans fylgja þeim fast eftir og hörkudrættir fara um svip hans. Hvað þau geta verið kveljandi lík, en glæsileg eru þau, því verður ekki neitað. Andlit Hildar ljómar af gleði, hún hallar sér þétt að hinum unga lækni og ræðir brosandi við hann, en faðir hennar greinir ekki orðin, sem streyma af rós- rauðum vörum hennar. Ifann óskar þess eins, að dans þeirra Hildar og læknisins taki sem fyrst enda, hann ér sem á nál- um, svo órótt er honum, en dansinn heldur áfram. Braga lækni er litið á Björn bæjarstjóra um leið og hann svífur með Hildi fram hjá honum og sér glöggt hinn áberandi óróleika í þungum svip hans. Kalt bros liður yfir andlit læknisins. Skyldi bæjar- stjórinn sjá eitthvert ættarmót með dóttur sinni og honum? Hann skal víst dansa við Hildi enn um stund. Faðirinn hefur gott af því að virða þau fyrir sér og bera safnan útlit þeirra. Bragi læknir biður Hildi um næsta dans og það er fúslega veitt. Þau líða áfram í hægum valsi. Á bekk skammt frá Birni bæjar- stjóra sitja tvær eldri konur úr firðinum, sem orðnar eru aðeins áhorfendur að dansinum. Þær eru í háværum samræðum og bæjarstjórinn heyrir hvert orð, sem þeim fer á milli. í fyrstu ' gefur hann ]>eim engan gaum en svo heyrir hann aðra þeirra segja. — Anzi er hann myndarlegur þessi nýi læknir okkar. — Já, og eftir því er hann víst ágætur maður, segja þeir, sem hafa kynnzt honum eitthvað, svarar hin konan. — Þau taka sig heldur vel út í dansinum Hildur og hann, maður hefði nú einhvern tima álitið að þau væru náskyld, sérðu ekki hvað þau eru nauðalík? — Jú, það er satt, þau eru mjög lík, það er lík- lega bara svona sterkur hjónasvipur með þeim. Þær hlæja báðar. Björn bæjarstjóri ræskir sig hátt til þess að vekja á sér at- hygli. Konurnar líta báðar í áttina þangað sem hann situr, og lækka róminn, svo að hann heyrir ekki samtal þeirra lengur, en honum er ennþá órórra en áður. Þe?sar kerlingar ættu nú ekki annað eftir en fara að grufla út í það hverjum læknirinn er líkur. En við hverju er að búast iiðru en öllu hinu versta. Braga lækni er það ljóst, að Hildur muni fús til að dansa áfram við hann, en hann vill ekki fara lengra í þeim efnum að þessu sinni. Hann leiðir hana til sætis, þakkar henni fyrir skemmtunina og gengur heim á sjúkrahúsið, þar sem hann hefur aðsetur sitt. Hinn bjarti júnídagur er orðinn að endur- minningu í sál hans.... Skemmtisamkomunni er lokið. Björn bæjarstjóri ekur heim í bíl sínum ásamt Hildi dóttur sinni. Hann er þögull og svip- þungur, en Hildur er létt í skapi. Hún lítur brosandi á föður sinn og segir: — Líkaði þér ekki skemmtisamkoman vel, pabbi? — Hún tókst allsæmilega. — Bragi læknir var mjög ánægður með liana. Bæjarstjórinn hlær kuldalega. -— Honum hefur lík- lega fundizt hann eigi sinn þátt í því að gera hana svona skemmtilega. — Hann átti það líka. Fannst þér ræðan ekki nógu snjöll, sem hann flutti? Svo dansar hann alveg ljómandi vel. Við megum til með að bjóða honum heim sem allra fyrst pabbi, heyrirðu það? — Já, ég heyri hvað þú segir, en við þekkjum hann ekkert og bjóðum honum ekki heim. — Ætlar þú að neita mér um það pabbi? — Já, Hildur, þú getur beðið mig einhvers annars, sem ég skal veita þér. — Nei, ég skal aldrei biðja þig neins fyrst þú vilt ekki gera þetta fyrir mig. Ég skil ekki hvaða ástæðn þú hefur til þess að neita mér um svona litla bón. En ég skal kynnast Braga lækni samt, þó að ég megi ekki bjóða honum heim. Þau eru komin á leiðarenda. Hildur þýtur út úr bílnum strax og hann stöðvast og beina leið upp í herbergi sitt. Hún er reið við föður sinn. En Björn bæjarstjóri gengur rakleitt inn i stofu. Þar hangir ljósmynd af honum ungum. Hann lítur á hana og brosir kalt, svo þrífur hann myndina af veggnum, snarast með hana inn í einkaskrifstofu sína, opnar skúffu i skriíborði sinu og leggur myndina þar niður. Þvi næst læsir hann skúffunni vandlega og stingur lyklinum í vasa sinn. Þessi mynd skal ekki verða til þess að vekja tortryggni né grun- semdir hjá neinum. Bæjarstjórinn gengur um gólf í skrifstofu sinni um stund, og endurminningar dagsins streyma um vitund hans, kveljandi og æsandi. Mikið vildi hann gefa til þess, að Bragi læknir hefði aldrei komið i Djúpafjörð. En það yrði lik- lega ekki auðvelt að losna við hann aftur. Bæjarstjórinn glottir hörkulega. Hann lokar skrifstofunni, gengur inn í svefnherbergið sitt og leggst til hvíldar. Hin milda júnínótt vaggar öllu í faðmi sinum. Dórothe Einarsdóttir heitir hún fullu nafni unga stúlkan sem stendur við litla stofugluggann í innsta húsinu vestan megin Djúpafjarðar og horfir dapurlega út í dimmt, regnþrung- ið haustkvöldið. En Dóra er hún alltaf kölluð og fáir muna það lengur að hún heiti annað. Djúpt andvarp liður af vörum hinn- ar upgu stúlku oft hefur hún verið i vanda stödd, en sjaldan meiri en nú. Ifún verður að fá læknirinn til að koma ef hann gæti eitthvað hjálpað móður hennar, þó að ekki væri nema að lina sárustu þrautirnar, en hún má ekki yfirgefa móður sina eina meðan hún freistar þess að ná fundi hans. Ifvað á hún nú að taka til bragðs? Dóra gengur yfir að rúminu þar sem Björg móðir hennar hvílir sársjúk og lýtur niður að henni, en gamla konan virðist sofa þessa stundina, svo að Dóra sezt hljóðlega við rúmið og hugsar róð sitt. Þær mæðgurnar eru búnar að eiga heima tvær einar í þessu litla afskekkta húsi siðan Dóra man fyrst eftir sér. Þau voru að vísu fjögur börnin þeirra Bjargar og Einars, en hin systkinin það mikið eldri en Dóra, að þau höfðu öll yfirgefið æskustöðvarnar, og fest ráð sitt í fjar- lægum landshlutum áður en hún fæddist, svo að hún hafði ekk- ert af þeim að segja, ekki einu sinni séð neitt þeirra. Einar faðir hennar fórst með skipi, þegar hún var aðeins missiris gömul, en Björg móðir hennar var þá komin fast að fimmtugu, og orðin heilsutæp, þó bjó hún áfram í litla húsinu, sem þau hjónin áttu skuldlaust, höfðu byggt sér af smáum efnum, en mikilli elju og dugnaði. Dóra litla var það eina, sem Björg átti eftir hjá sér, og löng og fórnfús barátta hófst fyrir uppeldi hennar. Árin liðu. Framhald. Svör við spurningum 1. Stærst er Péturskirkjan í Róm, enda 120 ár í smíðum. 2. Vatnsenda-Rósa. ★ Skrafið eitt eldar ekki hrísgrjónin. — Kínverskur málsháttur. ★ Líklega þarf maður að læra kristindóminn á óvita aldri. — Laxness. ★ Konur í Bandaríkjunum nota eins mikinn varalit á einu ári og þarf til að mála 40.000 hlöður fagurrauðar. NÝTT KVENNABLAÐ 12

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.