Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 2
LILJA BJÖRNSDÓTTIR: lA-tn daginn og oaginn Lífið er dásamlegt, gjöfult og gott og guðlegur máttur, sem ræður. Ef mennirnir sýndu þann siðgæðisvott, er sannar, að þeir eru bræður. Já, vísl er lífið dásamlegt, ég gæti §annað það með ótal dæmum, og skemmtilegra væri að skrifa um dá- semdir lífsins, en þá staðreynd að: „Menn oft sér skapa þraut og þrá, að þyrnum leita og finna þá“. Nú hef ég valið þann kostinn að skrifa um, hvernig þyrnarnir á meiði lífsins stinga marga, en sumum eru, að því er virðist óverðskuldað, réttar tómar rósir. Þetta þyrfti þó ekki að vera þannig, ef réttlætið fengi að ráða. Vil ég þá víkja með nokkrum orðum að viðhorfi mínu til nokkurra vandamála, þó að því fari fjarri, að slíku verði gerð skil í stuttri blaðagrein. Vík ég þá fyrst að vandamálum sjávarútvegsins. Maður, sem talaði fyrir no'kkru um „daginn og veginn“ í ríkisút- varpið, taldi það að miklu leyti konum að kenna, að ekki væri liægt að koma íslenzka fiskveiðiflotanum á sjó, nema með því móti að sækja mörg hundruð manns til útlanda. Fyrst væri það unnustan, svo eigin- konan og þar næst móðirin, sem reyndu með öllu móti að koma í veg fyrir, að karlmenn gerðu sjómennsku að lífsstarfi sínu. Víst er áhætlan mikil, samfara því starfi, þótt mikið öryggi og betri aðbúnaður fylgi hinum traustbyggðu botnvörpungum og mannúðarreglur vökulaganna, stytting vinnutímans og lögin um lífeyrissjóð togara- manna séu ágæt og æskileg, þá er einum þætti — til- finningamálum sjómannsins — of lítill gaumur gefinn. Það er hart að hvata sér, í haf frá ströndum, þar sem hjartað eftir er, í ástarböndum, segir Sig. Breiðfjörð. Já, vissulega er það liart að þurfa að halda úr höfn, hvernig sem heimilisástæður eru, jafnvel þó að ást- vinur heima sé milli heims og helju. Að hika getur kostað atvinnu og stöðumissi. Jafnvel þegar hin mikla jólahátíð fer í hönd eru skipin látin sigla út í sortann. Og þeir, sem út á hafi vinna eru ekki látnir hætta störfum, svo að þeir geti notið þess að hlusta á jóla- skeyti frá ástvinum í landi. Með dálitlum skilningi ættu þeir, sem í landi eru og kalla sig kristna, að muna það, þó að ekki væri nema á jólunum, að sjó- menn hafa „hjarta“. Margir þeir hálærðu, sem einatt eru að fræða okk- ur hina fávísu, stagast þrotlaust á því, að þetta og þetta, sem þeir eru að tala um sé ekki svona í öðrum menningarlöndum, þá verður mér oft á - að spyrja: „Hvar eru þessi menningarlönd?“ Lítum á viðbrögð fjölda þjóða við hinni réttmætu kröfu Islendinga um útfærslu landhelginnar, eða fréttir þær, sem herast frá Kýpur, Alsír og Ungverjalandi. — í blaðagrein, sem ég las síðastliðinn vetur var þess getið, að til þess að halda í skefjum glæpalýðnum í London einni, þyrfti að bæta við 8500 lögregluþjónum og 80 varðhundum. „Dálagleg menning“, hugsaði ég. Þá skal vikið að vandamálum sveitanna. Okkar bjart- sýna skáld, Hannes Hafstein, spáði í sínu fagra alda- mótakvæði, að sveitirnar myndu fyllast, vonandi að svo verði einhvern tíma. En viðhorfið nú í bili virðist benda á meiri líkur til að það sannist, sem Dýrfirðingur einn, sem þótti Hafstein heldur bjartsýnn, kvað: Sé ég í anda einn og einn á róli, útslitinn, lioginn karl á snöggum hóli. MeS knýttar sinar kerling sitja á bóli viS kamba sína og snúa spunahjóli. Það virðist ekki óeðlilegt, að afskekkt harðbýliskot leggist í eyði, en þegar grösugar sveitir, sem liggja í þjóðbraut eru að leggjast í eyði, þá virðist nú skörin færast upp í bekkinn. Unga fólkið fæst yfirleilt ekki til að setjasl þar að, finnst það of bundið við mjaltir og önnur aðkallandi sveitastörf. En þó tekur útyfir, þegar fólk, sem lengi hefur dvalið í sveit, en flutzt hefur í kaupstaði, talar um hvað sveitafólkið eigi gott, bændur fái styrk út á allt, sem þeir láti framkvæma o.s.frv.. Já, sem betur fer er nú yfirleitt betur búið að bændastéttinni en var fyrir nokkrum áratugumj þegar lítt mögulegt var að Framhald á bls. 5. ^ C3- Xu ÆI S X gerir sitt

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.