Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 14
hagi hennar. Læknirinn eknr eins langt og vegurinn nær vestan
megin Djúpafjarðar. En honum er það hrátt ljóst, að þar býr
enginn nú sem stendur. Hann gengur umhverfis húsið og nem-
ur staðar fyrir vestan það. Þar nýtur hann hezt hins fagra
útsýnis yfir fjörðinn. En hin tigna fegurð fjarðarins er ekki
iausnin á erindi hans hingað í kvöld. Ilann verður að finna
einhvern að máli, sem hann getur fræðzt af um sitt heigasta
hugðarefni. Ilann sér konu á gangi úti fyrir næsta húsi og
heldur til fundar við hana. Laíknirinn lyftir hattinum kurteis-
lega og býður konunni gott kvöld. Hún tekur kvcðju hans
glaðlega og virðir liann fyrir sér. Þau sáust í Litlagerði nútt-
ina sem Dóra sótti hann í sjúkravitjunina til móður sinnar
forðum og þekkja nú hvort annað aftur.
Læknirinn horfir yfir fjörðinn og segir brosandi. — Hann
er fallegur á björtu vorkvöldi, Djúpifjörðurinn. — .1 á, víst
er hann það blessaður fjörðurinn okkar, svarar konan með
aðdáun. — Mér finnst hann ennþá fallegri að sjá hér að vestan.
— .lá, þetta er iang fallegasti staðurinn. — Konan brosir.
— Mér dettur í hug það sem hún Hjörg heitin í Litlagerði
sagði svo oft, þegar rætt var um útsýnið héðan yfir fjörðinn,
að þetta væri fegursti liletturinn á jörðinni. Læknirinn brosir
konunni til samlætis. — .1 á, sagði hún það gamla konan, en
nú er liærinn hennar á þessum fagra stað kominn í eyði, eða
er ekki svo? — Jú, nú sem stendur, en bæjarstjórinn er bú-
inn að selja liann Iijónum, sem flytja þangað bráðlega.
— Hvert fór dóttir gömlu konnunar? — Hún Dóra — Já.
— Hún er komin í vist til Björns bæjarstjóra, hann ráðstaf-
aði henni eins og öllu öðru, þegar Björg dó. — Hann hefur líka
sjálfsagt kunnað bezt skil á því. Það vottar fyrir kulda í
rödd læknisins. — Það læt ég ósagt, en ég vona bara að það
fólk reynist Dóru vel fyrst hún lenti hjá því, ekki vinnur hún
til annars, það þekki ég af eigin reynslu. — Já, hún hlýtur
að vera góð stúlka eftir því sem hún reyndist móður sinni.
— Já, Dóra er góð stúlka. Bragi læknir hefur nú fengið þær
upplýsingar, sem hann leitaði eftir, og þar með var bezt að
halda af stað aftur.
Hann kveður konuna alúðlega, og gengur á brott. Svo Dóra
er komin á heimili Björns bæjarstjóra, þar verður erfitt fyrir
liann að ná fundi hennar, en hann skal þó ekki láta það breyta
í neinu framtíðardraumum sínum. Hann stígur inn í bifreið
sína og ekur hægt heim í hinni lognværu kyrrð vorkvöldsins. ...
Dóra festir ekki yndi á heimili bæjarstjórans, hugur hennar
dvelur stöðugt heima í Litlagerði, en nú á hún ekki lengur
athvarf þar. Ókunn hjón hafa keypt æskuheimili hennar og
eru flutt þangað. Dóra á heldur engan vin, sem hún getur
sagt hug sinn, hún er algjör einstæðingur. Oft óskar hún þess
að vera horfin eitthvað langt burt úr Djúpafirði fyrst æsku-
heimilið kæra er henni með öllu glatað, en til þess að komast
burt sér hún engin tækifæri ennþá sem komið er. Hún um-
gengst Kristrúnu mest af heimilisfólkinu, þær vinna daglega
saman. Gamla konan er ströng og vandlát, en Dóra lætur i
í öllu að vilja Kristrúnar og ávinnur sér þar með hylli hennar
og vináttu. Þær hafa nóg að starfa, og dagárnir líða.
IJinn bjarti júnímánuður er seztur að völdum. Djúpfirðing-
ar liafa ákveðið að minnast þjóðhátíðardagsins með útisam-
komu nú eins og undanfarin ár. Björn bæjarstjóri hefur að
þessu sinni falið öðrum að öllu leyti að sjá um skemmtiatriðin,
hann ætlar ekki einu sinni að stíga í ræðustólinn þann dag.
Bragi læknir hefur verið fenginn til að flytja minni dagsins.
Kristrún og Dóra eru önnum kafnar í eldhúsinu við undirbún-
ing þjóðhátiðardagsins. Á heimili bæjarstjórans er það venja
að halda hann hátíðlegan í mat og drykk, engu siður en aðra
stórhelgidaga ársins. llildur kemur inn í eldhúsið og tekur sér
sæti hjá stúlkunum. Þær eru að Ijúka við að baka fína
brauðsort, og IJiIdur fær sér köku, hún nýtur þess að borða
bið bragðgóða lostæti, og segir. — Ætlið þið ekki á þjóðhá-
tíðarsamkomuna stúlkur? Kristrún lítur þreytulega á Hildi.
— Ekki hef ég hugsað mér það nú frekar en undanfarin ár,
enda býst ég við að hafa nóg að starfa hér heima þann dag,
en ég tel það alveg sjálfsagt að Dóra fari. Dóra snýr sér
snöggt að Kristrúnu. — Ég? nei. -— Hvað! þvi ætli að þú
skemmtir þér ekki eins og annað ungt fólk þann dag. — Eg
fór aldrei á þjóðhátíðarskemmtunina meðan mamma mín lifði,
og því skyldi ég þá frekar fara það nú. — Jú, góða mín, þá
léztu það sitja fyrir öllu að annast um móður þína, en nú cr
ekkert því til fyrirstöðu, að þú farir, og ég vil endilega láta
þig gera það. Mér finnst þú verðskulda það sannarlega. —
Eg á engin föt nógu fín til að fara í á svona samkomu. Hildur
lítur vingjarnlega á Dóru. — Ég skal bæta úr því. Ég á
nóga fína kjóla, sem ég nota ekki. Svo skal ég laga á þér
hárið og gera þig ekki síður flotta en hinar ungu stúlkurnar,
sem þarna verða. — Ég þakka þér fyrir það, en... . Dóra
brosir vandræðalega. — En hvað? — Ég hef engan til að fara
með. — Þú kemur bara með mér. Kristrún færir sig að hlið
llildar og segir óvenju hlýlega. — Þetta likar mér að heyra,
frænka. Og svo ferð þú með Ilildi, Dóra mín, bætir gamla
konan við ákveðin. — Ég þakka ykkur báðum fyrir. í raun-
inni langar Dóru'íekkert á samkomuna, en hún kann ekki við
að afneita góðvild þeirra Kristrúnar og Hildar og ákveður því
að fara að þessu sinni.... Hinn seytjándi júní er runninu
upp, heiðskír og fagur. Fánar blakta hvarvetna við hún um-
hverfis Djúpafjörð. Allt er þrungið tignum helgiblæ og unað-
12
NÝTT KVENNABLAÐ