Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 11
ur í 1 1. saft). — Ber, sem nota á í hlaup mega ekki vera of þroskuð. Bezta hlaupiS fæst úr tæplega þros'k- uðum berjum. Berin eru hreinsuð, látin í pott með vatninu og soðin þar til þau eru sprungin, nál. 5 mín. — Síuð á flónelsklút. Saftin mæld og suðan látin koma upp á henni. Sykrinum bætt í og hrært í þar lil hann er al- veg runninn. — Saftin soðin við vægan hita, en ekki hrært í eftir að sykurinn er runninn. — Suðutíminn er mislangur, fer hann eftir því hve berin eru þroskuð og hve mikill sykur er notaður, 2—20 mín. Hlauj)ið er prófað með því að láta drojta á kaldan disk, ef þessi dropi verður seigur, þegar hann kólnar er hlaup- ið tilbúið. Yfir ldaupið er ekki bundið fyrr en það er orðið kalt. Hrútaberjahlaup, Sólberjahlaup og Bláberjahlaup. eru búin til á sama hátt, nema það, að ekki má setja meir en iy2 dl. af vatni í bláberin, en allt að 4 dl. í sólberin. Ef berin eru of þroskuð verður að nota ávaxta- hleypir t. d. „pectinal“. Ávaxtahleypirinn er settur í á undan sykrinum. Pökkunum fylgja uppskriftir, sem óhætt er að fylgja. Á þann hátt er ágætt að búa til hlaup úr ávaxtasafa og krækiberjum, en úr þeim er ómögulegt að búa til hlauj) án þess að nota ávaxtahl. Pickles í jafningi. Agúrkur Litlir, grænir tómatai Laukur Gulrætur Baunir Blómkál Sósan: 1 1. edik y2 kg. sykur 125 gr. liveiti 5—10 gr. karry 5—10 gr. sinnep tsk. pipar 1 msk. rolvarnarvökvi. Grænmetið er hreinsað, skorið í bita og lagt yfir nótt í saltvaln (1 I. vatn, 150 gr. salt). Soðið meyrt daginn eftir og látið síga vel af því. Sósan búin til á Jmnn hátt, að edik og sykur er soðið saman. Hveitið, sem hrært hefur verið tit með dá- litlu af köldu ediki bætt í og látið sjóða. Þá er krydd- inu, rotvarnarvökvanum og grænmetinu blandað sam- an við. Picklesinn látinn á glös og bundið yfir. Grænmeti meðhöndlað á þennan hátt hefur misst allt vitamín magn sitt og er því ekki holl fæða, pick- lesinn eingöngu notaður til að bragðbæta ýmsan mat. Tómat kraftur. 21/2 kg. tómatar vel Jiroskaðir'— 75 gr. salt — V2 1. edik — 150 gr. sykur — 25 gr. negulnaglar — 15 gr. allrahanda — 25 gr. engifer — 2 tsk. bensó- súrt natron. Tómatarnir eru þvegnir og skornir í sundur. Látnir bíða lil næsta dags með salti og sykri. Kryddinu og edikinu blandað saman við og soðið í 15 mín. Þrýst gegnum gatasigti. Suðan látin koma upp aftur og bensó- súru natroni leyst upp í heitu vatni bætt í. Hellt á hreinar flöskur, sem lokað er loftJ)étt. Ber geymd í frysti, almennar reglur: 1. Veljiö góða, óskemmda vöru, frystið ber sem fyrst eftir að þau hafa veriö tínd (ribsber, sólber, bláber, krækiber og jarðaber eru öll vel fallin til frystingar). 2. IlreinsiS berin og gangið frá þeim þannig, að hægt sé að bera þau fram strax og þau hafa þiðnað. 3. Berin má hvort lieldur er frysta í sykurlegi eða stráð sykri. Ef frysta á mikið magn til að sulta úr seinna, má sleppa sykrinum. — En hafa hvern pakka ekki stærri en svo, að hann vegi 2 kg. Sykurlögur 400—750 gr. sykur pr. 1 1. vatn, nál. 5—6 dl. af sykurlegi á 1 kg af berjum. 200—400 gr. af sykri á 1 kg. berja, ef sykri er stráð á þau. Þá er gott að hella berjunum með sykrinum milli iláta nokkrum sinnum, svo að sykur- inn blandist vel í. 4. Látið berin í loftþóttar umbúðir: plasticpoka, niðursuðu- glös eða sultuglös, ef berin eru sykruð má líka nota vax- bornar pappaöskjur eða sellófanpoka. Fyllið ekki alveg. A það einkum við sé fryst í sykurlegi, á þá að vera 2 crn lag á krukkunum, svo þær ekki spryngi við útþensluna. 5. Glösum og pokum er lokað loftþétt með lokum eða sellófan. Sellófanpokar sraujaðir aftur með volgu járni. Plasticpok- ar bundnir vel aftur. Þá er hægt að nota oft. 6. Allir pokar vafðir inn í hlífðarpappír og merktir. Gott er að hafa sérstaka bók og skrifa í hana hvað látið er í fryst- inn og merkja við, þegar það er tekið út. 7. Berin látin sem fyrst í frystinn eftir að þau eru tilbúin. 8. Þegar berin eru tekin úr frystinum, eru þau látin þiðna hægt á köldum stað (isskáp eða kaldri geymslu). Frystið aldrei aftur ber, sem hafa þiðnað. Fryst grœnmeti. Allt grænmeti (að undanteknum agúrkum og steinselju) er snögg soðið (mislengi eftir grænmetistegund) og snögg kælt, fyrir frvstingu. Það kemur í veg fyrir að grænmetið breyti um bragð og lit og veldur einnig að bætiefni þess varðveitast bet- ur i geymslunni. 1. Notið aðeins nýtt, gott og hæfilega þroskað grænmeti. 2. Hreinsið grænmetið og gangið þannig frá því, að það sé tilbúið í pottinn. 3. Þvoið grænmetið og skerið það niður t.d. hvitkál. 4. Sjóðið grænmetið i saltvatni (10 gr. salt í 1 1. vatns). Gott að nota grænmetisnet úr stáli til að setja grænmeti í út i pottinn, en komast má af með virsigti. Suðutíminn verður að vera réttur og reiknast bann frá því, að suðan kemur upp aftur eftir að grænmetið hefur verið sett út í. Þess vegna má ekki sjóða of mikið í einu, því að þá kemur suðau ekki nógu fljótt upp aftur. Sama vatn má nota eins lengi og sama tegund er soðin. 5. Snöggkælið. Takið grænmetið beint upp úr suðunni og snögg- kælið undir rennandi köldu vatni eða í ísvatni. 6. Látið síga vel af grænmetinu á sigti eða hreinum línklút 9 nýtt kvennablað

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.