Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 13
ráð að mega gera það, þrátt fyrir allt. Bragi læknir fylgir þeim raæðgunum út að vagninum, sem á að flytja þær heim. Þau nema öll staðar við vagninn, og frú Lára segir við lækninn. ■— Þér gerið mér nú þá ánægju, Bragi læknir, að koma í heinv sókn til okkar hráðlega. Má ég liringja til yð'ar núna einhvern næsta (lag? Dularfuilt hros líður yfir andlit læknisins. — Ég þakka yður fyrir, frú Lára, þér megið hringja til mín, hvenær sem ég get eitthvað fyrir yður gert. — En í það sinn eigið þér að koma í algjöra einkaheimsókn til fjölskyldunnar, segir Hildur hrosandi. — Það geri ég líka sjálfsagt, þegar öll fjöl- shyldan óskar eftir því. Orð læknisins iáta einkennilega í eyrum þeirra mæðgnanna, þegar öll fjölskyldan óskar eftir honurn í einkaheimsókn, ætlar hann að koma, hvað á hann við með því? En nú liafa þær mæðgurnar ekki tíma til að hug- leiða hin dularfullu orð hans nánar, því að vagninn hfður þeirra. Þær kveðja lækninn með innileik og stfga upp í vagninn, sem ekur þegar á hrott. Bragi læknir stendur kyrr um stund Og horfir á eftir vagninum. Hann her djúpan samúðar- og vin- arhug til frú Láru, og hann óskar þess innilega að geta fylgzt með liðan hennar i framtíðinni. En sem einkagestur Björns Læjarstjóra verður hann varla fyrst um sinn. Vagninn er horf- >nn úr augsýn. Læknirinn gengur aftur inn í sjúkrahúsið. — Okumaðurinn stöðvar vagninn við hús hæjarstjórans, og mæðg- urnar stiga úr honum. Bæjarstjórinn kemur sjálfur út og greiðir fargjöld þeirra. Svo fylgist hann með konu sinni og dóttur inn i húsið. Engin fagnaðarmerki yfir heimkomu frúarinnar eru sjáanleg i fram- komu hans. Fjölskyldan gengur inn í dagstofuna og frú Lára tekur sér sæti, enn á hún erfitt með allan gang. Bæjarstjór- inn horfir á konu sína og segir kuldalega. — Þú ert bara stálslegin til hcilsunnar. — Það er nú kannske heldur mikið sagt, en fyrir frábæra snilli og umhyggju hins góða læknis hefur ótrúlegitr árangur náðst á svo skömmum tíma. Bragi Hansson er sannkallaður meistari í sinni grein. — Það er gott, að hann er starfinu vaxinn. Rödd bæajrstjórans er níst- andi köld. Hildur lítur með sigurbrosi á föður sinn og segir: — Við mamma buðum honunt að skilnaði að koma bráðlega i einkaheimsókn til fjölskyldunnar, og ég er viss um að þú hefur gaman af að kynnast honum, pabbi. — Nei, mig langar ekkert til að kynnast þessum lækni, og hann verður ekki minn gestur. Frú Láru þykir nóg um kuldann i svip manns síns og leggur ekkert til málanna, en Hildur lætur sig hann engu skijita og segir: — Þú metur það liklega við hann, hvc snilldarlega hann hefur hjálpað mömniu. — Ég geri ráð fyrir, að hann fái sína reikninga greidda að fullu. Ég fyrirbýð ykkur að koma með hann hingað heim. Bæjarstjórinn snarast fram úr stofunni og skellir hurðinni harkalega á eftir sér. Mæðgurnar horfa undrandi á eftir honum. Því lætur maðurinn svona ein- kennilega? — Við hjóðum Braga lækni að koma hingað ein- hvern tima, þegar pabbi er ekki heima, segir Hildur ákveðin. — Það þori ég ekki að gera barnið mitt. Ég skil ekki afstöðu föður þins gagnvart lækninum. — Það er mér ráðgáta lika, hvernig hann lætur við ókunnugan mann. Eti ég skal bjóða lækninum heim fyrir því, alveg óhrædd. Hildur gengur fas- mikil fram úr stofunni, ekki ólik föður sinum i hátterni, og hurðin skellur á ný, að baki hennar. Sárt andvarp líður af vörum frú Láru, hún rís á fætur og haltrar inn í einkaherbergi sitt. Þar sezt hún í sitt vana sæti, döpur og niðurbrotin undan ofriki hins kaldlynda eiginmanns. Enn er það vetur, voldugur og ógnþrunginn, sem situr á valdastóli í riki hinnar islenzku náttúru og kveður þungum rómi sinn örlaga dóm. Bragi læknir kemur ferðbúinn frá sjúkra- húsinu og heldur rösklega út i hið snævi þakta riki vetrarins. Að þessu sinni getur hann ekki notað bifreið sina sökum ófærðar. Ferð læknisins er heitið að Litlagerði. Björg, móðir Dóru, er látin, og hann hefur fengið hoð um að koma þangað til að gefa dánarvottorð. Kaldur norðanvindur og dimm fann- koma æðir umhverfis lækninn, en hann hvessir sjónina út i sortann og gengur sterklega í fang hinum bitra stormi. lfann hefur einu sinni áður komið að Litlagerði, kvöldið ljúfra endurminninga, og hann er viss að rata aftur, þrátt fyrir hinn dimma byl. Að þessu sinni kom engin stúlka til að sækja hann, heldur hringdi sjálfur bæjarstjórinn til hans og sagði honum í fáunt orðum, að hann ætti að fara að Litlagerði og gefa dánarvottorð. Hann svaraði því á viðeigandi liátt og þar með var samtali þeirra lokið. Bragi læknir ber að dyrum í I.itlagerði. Ókunnug kona, sem verið hefur hjá Dóru síðan móður hennar dó, opnar húsið og vísar lækninum inn í stofu. Á hekk í stofunni hvílir lík Bjargar hjúpað hvítu líni, en á stól við gluggann situr Dóra og starir döpur út í hið dimma ríki vetrarins. Læknirinn kemur inn í stofuna. Unga stúlkan við gluggann rís á fætur. Hann gengur til hennar og réttir henni höndina. — Komdu sæl, Dóra! ég votta þér mina dýpstu samúð segir hann lágt og innilega. — Ég )>akka þér fyrir. Komdu sæll. Hann þrýstir hönd hennar og sér um leið inn í társtokkin augu, djúp og hrein. Hjarta lians örvar slögin og harmblíð fegurð hinna társtokknu augna vekur hið helg- asta í sál hans, en engin orð fá túlkað þær kenndir hans nú, hann þrýstir hönd hennar enn fastar í djúpri þögn og sleppir henni svo hægt. Læknirinn gengur að líkbörum hinnar látnu konu og framkvæmir þar skyldustarf sitt. Hann skrifar dánar- vottorð og réttir Dóru það um leið og hann segir: — Varstu ein hjá móður þinni, þegar hún dó? — Já. -— Hún hefur fengið hægt andlát. — Já, hún dó í svefni. — En hver að- stoðar þig í sambandi við jarðarför hennar? — Björn bæjar- stjóri hefur boðizt til að sjá um útförina. — Þá er óþarfi að ég bjóði þér mína aðstoð, en hún skal þér fúslega veitt, ef það væri eitthvað, sem ég gæti gert fyrir þig, Dóra! — Ég þakka þér fyrir, svarar hún lágt og feimnislega og roðnar um leið ósjálfrátt við hina djúpu hlýju, sem felst í orðuin hans, en það gerir hana enn fegurri í sorg sinni. Læknirinn hefur lokið erindi sínu og heldur aftur af stað út í hinn kalda vetrardag, en inynd hinnar ungu, fallegu stúlku, sem sat við komu hans ein hjá líkböruin móður sinnar, fylgir honum björt og hrein.... Björn bæjarstjóri sér að öllu leyti um útför Bjargar og hefur hana á mjög einfaldan liátt. Svo ráðstafar hann hinum fátæklegu eignuin gömlu konunnar og ræður Dóru í vist á heimili sitt um óákveðinn tíma. Kristrún frænka hans er orðin gömul og varla fær um að annast ein um heimilisstörfin, en hún getur sagt Dóru fyrir verkum og stjórnað því sem gera þarf. Bæjarstjórinn er því vel ánægður með hina nýju ráð- stöfun sína. Vorgyðjan hefur sigrað ógnarvald liins dimma vetrar og sezt sjálf að völdum í hásæti ljóss og fegurðar. Sólroðið vor- kvöld vefur Djúpafjörð í dýrð sinni. Bragi læknir stígur upp í bifreið sína og ekur að heiman. I kvöld er það ekki em- bættisskyldan, sem ræður ferðalaginu, heldur lians einkahugð- arefni. Hann hefur ekkert frétt af Dóru síðan hann kom að Litlagerði til nð gefa dánarvottorðið, og hann ra’ður ekki leng- ur við þá sterku þrá sína að afla sér einhverra ti])plýsinga um NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.