Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 4
ennt na ifn Frásögn grœnlenzkrar stúlku. TTún heitir Qunerseq. Nafnið hlaut hún á einkenni legan hátt. Hún fæddist árið 1935 í Angmagssalik á Austur-Grænlandi. Foreldrar hennar voru grænlenzk- ir. Faðir hennar var prestur. Nokkrum dögum áður en kona hans varð léttari, kom gamli særingamaðurinn Ijariki og sagði, að Qunerseq, konan sín, væri dáin. Hann færði prestinum nafn konu sinnar að gjöf. Ef barnið, sem prestsfrúin átti von á, yrði stúlka, átti hún að heita eftir konu Ijarikis. í Angmagssalik þólti heiður að erfa nafn, sem enginn annar har. Prestur- inn bjóst við syni og þáði því gjöf Ijarikis með þökkum. Prestshjónunum fæddist dóttir, og var hún skírð Qunerseq. Á Austur-Grænlandi eru ennþá átök milli kristin- dómsins og gamalla, heiðinna siða, það var ekki fyrr en í lok 18. aldar, að hvítir menn komu til Austur-Græn- lands og tóku að boða þar kristna trú. Síra Rosing, afi Qunerseqs var fyrsti grænlenzki presturinn i Ang- magssalik. Hann kom þangað árið 1905. Voru íbú- arnir j>ar þá rammheiðnir og höfðu í hótunum við síra Rosing. Þeir vildu hann feigan, j)ví að hann boðaði þeim kristna trú, en þeir vildu ekki afneita hinum heiðna sið. Stundum voru framin manndráp af trúar- legum ástæð'um og lík hins myrta brytjað niður, til þess að bann gengi ekki aftur og hefndi sín. Hjátrúin lifði enn í hinni dimmu hrynjandi trumbudansanna. Stolt, frjálsborið fólk varpar ekki fornum landssiðum fyrir borð mótþróalaust. Qunerseq er ein hinna fjölmörgu Grænlendinga, sem stunda nám í Danmörku. Hún er fyrsti Grænlending- urinn, sem lærir ljósmyndagerð, og lýkur hún prófi í vor. Þessi stúlka, sem særingarmaðurinn gaf nafn, er klædd eins og Evrópukona, en J>ótl hún sé búin að dvelja í Danmörku í átta ár, er hún grænlenzk í húð og hár. Hin grænlenzka náttúra og lífsvenjnr J)jóðar hennar hafa mótað hana. Hún er skapmikil og örlynd og á }>að til að stökkva u|>p í loftið af hrifningu, en augu hennar skjóta gneistum af reiði, ef hallað er á landa hennar. Þegar hún er úti í náttúrunni. sér hún og finnur ýmislegt, sem fer fram hjá öðrum. Á Græn- landi læra menn að nota bæði augu og eyru. Hvernig gætu Grænlendingar annars komið auga á hvíta heim- skautahérann, þegar hann felur sig í snjónum? Árnar, sem liggja í klakaböndum allan veturinn, hafa sungið henni Ijóð sín í leysingum á vorin. Qunerseq var aðeins fjögra ára gömul, jægar hún lært á skólabekknum. — Það mun að nokkru hafa verið að ósk móður Þórunnar, að hún fluttist um sum- arið 1891 upp til Seyðisfjarðar. En þá um haustið kom hún til Reykjavíkur og stundaði sjúka nöfnu sína og vinkonu frú Þórdísi Thorsteinsen, en hún andað- ist þá fyrir jól um veturinn. Bjó Þórunn j)á og á- vallt meðan hún dvalrli í Reykjavík í Skólastræti. — Næsta haust ý 1892) varð Þórunn kennari við Kvenna- skóla Reykjavíkur, kenndi þar ensku og handavinnu. Auk þess hafði hún mikla heimakennslu, var hún mjög eftirsóttur kennari. Vorið 1896 tók hún augn- veiki. Kenndi augnlæknir of mikilli áreynslu á aug- un og ráðlagði henni að fá sér léttara starf. Fór hún þá um haustið sem heimiliskennari til síra Magnúsar Andréssonar prófasts á Gilsbakka og konu lians Sig- ríðar Péursdóttur, þar kenndi hún í tvo vetur. Árií 1898 giftist Þórunn hálfbróður frú Sigríðar, Torfa P. Sivertsen, bónda í Höfn í Melasveit. Var hjónaband þeirra mjög ástúðlegt, enda þau bæði hin glæsilegustu Torfi andaðist 17. nóvember 1908, varð hann konu 2 sinni og ungum syni }>eirra, Pétri, mjög harmdauði. Eftir að Þórunn varð ekkja annaðist hún bú og heimili með gömlum og dyggum hjúum. Gestrisni hafði legið í landi í Höfn, enda bærinn í þjóðbraut. Þórunn hafði yndi af að taka á móti gestum og veita ])eim. Þrátt fyrir annir og umsvif vannst henni tími til andlegra starfa. Hún flutti einatt erindi á samkom- um, ritaði nokkuð í blöð og tímarit, fékkst við kennslu á vetrum. Kenndi stundum börnum á heimili sínu og unglingum úr sveitinni. Árið 1912 gjörði Ungmenna- félag sveitarinnar Þórunni að heiðursfélaga í J)akk- lætisskyni fyrir starf hennar í J)águ félagsins. Á þessu ári hafði Þórunn átt heimili í Höfn í 60 ár, aldurinn var orðinn hár og heilsa og kraftar ]>rotn- ir. Hafði hún fyrir allmörgum árum selt búið í hend- ur syni sínum, sem alla tíð annaðist móður sína með 6takri ástúð og umbyggju. Og nú biðjum við vinif þeirra mæðgina honum alls velfarnaðar á þessu gamta höfuðbóli. Steinunn H. Bjarnason. NVTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.