Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 5
flutti með fjölskyldu sinni fíá Angmagssalik til Vestur-
Grænlands, en þar ætlaði faðir hennar að vera prest-
ur. Fjölskyldan fór Jjessa löngu leið á sniáskútu. Qun-
erseq varð þessi ferð minnisstæö. „Ég man, að ég
liafði negrabrúðu meðferðis. Ég fékk hana hjá franska
heimskautafaranum Paul Emile Victor. Við hrepptum
versta veður, svo að nærri lá, að skúlan færist. 1 vind-
hviðunum fór margt í sjóinn, meðal annars negra-
brúðan mín. Ég fór að hágráta. Við komumst til Juli-
aneliaab. Mér fannst ég vera komin í annan heim.
Við vorum í austurgrænlen/.kum þjóðbúningum og töl-
uðum austurgrænlenzku. Við vorum því kölluð eski-
móar.“
Qunerseq heldur frásögninni áfram með alls konar
handatilburðum og smáupphrópunum til þess að lýsa
hrifningu sinni og ljá orðum sínum áherzlu.
.„Við vorum eitt ár í Egedesminde. Síðan varð faðir
minn jsrestur í Godhavn og við settumst að á stóra
jrrestssetrinu þar. í God’havn eignaðist ég vin, sem hafði
mikil áhrif á mig. Það var grasafræðingurinn Porsild,
hinn ágætasti maður. Honum þótti mjög vænt um
Grænland og Grænlendinga. Hann fræddi mig um
heimskautagróður. Við gengum oft að lítilli lind, réll
hjá rannsóknarstöð hans. I þessari lind bjuggu vond-
ar vættir. Hún hafði einkennilega seiðmögnuð áhrif
á inig. Enn þann dag í dag trúi ég á vonda anda. Ég
gekk á fjöll með félögum mínum og tíndi ber. Einu
sinni, þegar við vorum ujipi í fjalli, tók jörðin að’
tilra undir fótum okkar. — Við urðum dauðskelkuð,
því að við héldum, að þetta væri af völdum illra anda.
En jietta var bara jarðskjálfti. Það sögðu að minnsta
kosti þeir, sem vit þóttust liafa á. Ég var mjög hjá-
trúarfull, því að ég hlustaði mikið á sögur gamals
fólks.
Við bjuggum í Godhavn í tvö ár. Síðan fluttum við
lil Holsleinsborgar, sem er sunnar. Fólkið þar er öðru
vísi. Holsteinsborg er iðnaðarbær. Ibúarnir eru létt-
lyndir, en fljótir að reiðast. Mér féll jirýðilega við
þá. Þeir eru lausir við hræsni og segja eins og þeim
býr í brjósti. Það var yndislegt að búa meðal jieirra
í frítímum sínum fóru þeir út í náttúruna. Ef til vill
kunnu þeir betur að njóta hennar, af jiví að þeir unnu
í skipaverksmiðju. — Þella fólk hafði einnig ríka
kímnigáfu. Það kallaði mig eldspýtuna, af því að ég
var svo mjó.
„Sko, Jiarna kemur eldsjiýtan“, var lirópað, þegar
til mín sást. Og sjómaður einn brosti alltaf til mín og
spurði: „Viltu ekki dálítið af fiski heim með þér?
Þú færð víst aldrei í þig hálía.“
Ég vildi ekki ganga í skóla. Ég vildi heldur ferð-
ast um með pabba, þegar hann var að prédika. Þegar
NÝTT KVENNABLAÐ
pabbi var að húsvitja, fór ég þangað sem mig lysti,
venjulega inn til gamla fólksins, sem sagði mér sögur.
I Holsteinsborg fór ég í fyrsta skipti á dansleik. Ég
var tíu ára. Foreldrar mínir vildu ekki, að ég færi. En
ég stökk út um glugga, meiddi mig á fæti, en komst
á ballið. Stóra systir mín sýndi mér skilning og sagði
foreldrum mínum ekki frá jiessu.
Dag nokkurn kom skij) með fimmtíu eplakassa frá
Danmörku. Kassarnir voru fluttir heim á jirestssetrið,
því að jiresturinn átti að skipta ejilunum á milli sókn-
arbarnanna. Mér tókst að fela ejilakassa undir rúminu
mínu. Um kvöldið át ég fimmlíu ejdi og varð fárveik.
Einn góðan veðurdag kom skijrun um, að pabbi ætti
að verða prestur í Thule, sem er mjög norðarlega.
Við sigldum til Thule um nótt, þegar sól hvarf ekki
af himni og fjöllin bröguðu í blómaskrúði. líauðar,
gular og hvítar draumsóleyjar. Ég hélt, að allt þelta
skraut hefði verið gert föður mínum til heiðurs, en
hann sagði hógværlega: „Nei, telpa mín, þetta er
Drottins verk“. Við vorum leidd að veizluborði mitt
í blómsturbreiðunni þessa björtu, yndislegu lieim-
skautanótt. Thulebúar gláptu á okkur eins og naut á
nývirki. Meðan við drukkum kaffið, risu á fætur mað-
ur og kona. Hún var með slegið hár, sem var meira
en mctri á sídd. Þau hófu trylltan dans okkur til
heiðurs. Ég varð óttaslegin og fór að háskæla.
Við kunnum ekki mál Thulebúa, og Jiað kom sér
illa fyrir pabba, sem átti að messa næsta sunnudag.
Hann sagði okkur að fara út og leika okkur við Thule-
börnin. Við lærðum þegar mörg orð, og á laugardag-
inn, síðdegis, kallaði pabbi á okkur inn til sín. Við
urðum að sitja hjá honum í fimm klukkutíma og
hjálpa honum við Thulemálið. Þetta var endurtekið
á hverjum laugardegi. Við fengum fimm aura í kauj).
Fyrir þá keyptum við rúsínur og sveskjur í búðinni,
annað sælgæti fékkst ekki þá. — I Thule höfðum við
nóg að starfa. Maðurinn, sem hjálj)aði til á jjrests-
setrinu, varð veikur. Við börnin urðum að kynda upp
húsið, ])ar sem við bjuggum, og kirkjuna. Við fórum
einnig út, hjuggum ísköggla og fluttum heim á hunda-
sleða. En í Thule er valnslaust á veturna. Einu sinni
])egar við telpurnar vorum allar þrjár úti á ísnum mcð
sleðann, kom mikið rok. Við vorum að krókna úr
kulda, því að það kom enginn að sækja okkur fyrr en
eftir marga klukkutíma. 1 Danmörku segja foreldrar
ef til vill: Hvers vegna eru börn látin vinna svona
verk? Hvernig þorir fólk slíkt? En í Grænlandi verður
hver og einn að bjarga sér, eins og bezt hann getur.
Ég var ekki nema tólf ára, þegar ég fékk fyrsta riffil-
inn. Þegar ég hleypti af í fyrsta sinn, héll ég, að höfuð-
ið mundi fjúka af mér, en ekki leið á löngu, þar til
3