Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1958, Blaðsíða 6
ég var farin að skjóta rjúpur, héra, seli og rostunga. Einu sinni fór ég ásamt fleirum á bjarndýraveiðar. Ég hafði riffilinn minn, en ég skaut ekki, því að ég varð Iömuð af ótta, þegar ég sá bjarndýrið koma æð- andi. — Vor nokkurt fékk ég einstakt tækifæri. Mér var boðið ásamt Mettu, beztu vinstúlku minni, í ferða- lag til fuglabjargs. Við ókum á hundasleðum og vor- um þrjár vikur á leiðinni. Til öryggis höfðum við trillu meðferðis á einum sleðanum. Þegar við komum að fuglabjörgunum var allt kyrrt. Við tjölduðum milli tveggja brattra fjallabliða. Enginn fugl sást. En nokkr- um klukkustundum síðar vöknuðu J)eir og fóru ó kreik, milljónum saman, svo að dimmdi í lofti. Þelta voru álkur. Þær voru veiddar í stór net. Karlmennirnir kunnu að framleiða hljóð, sem dró þær að netinu. Eftir skamma stund voru tjöldin alþakin svörtum slett- um. Við höfðum veitt seli á leiðinni. Þeir voru flegnir, og síðan voru belgirnir af þeim fylltir með fiðruðum fugli og spiki og grafnir í urð. Næsta ár eru þeir teknir upp og etnir. Meira lostæti hef ég aldrei bragð- að. Þessi réttur heitir „agpaliarsuit“. Við borðuðum auðvitað líka nýjan fugl. Við höfðum dálítið af hveiti- brauði, kaffi, tei og ávaxtasultu, en þetta gekk til þurrðar. Þegar við vorum orðin svo leið á fuglinum og egggjunum, að við gátum ekki borðað meira af þeim, fórum við up]) á fjöll og tíndum grös. Við vorum þrjá mánuði í ferðinni. — Eitt sinn var ég í sleðaferð með föður mínum. Allt í einu stönzuðu hundarnir og vildu ekki fara aif stað aftur. Við vorum stödd hjá íssprungu, en hundarnir eru venjulega ó- smeykir við þær. Við rannsökuðum glufuna og fund- um mann, sem var orðinn mjög þrekaður. Hann- hafði dottið niður í sprunguna og legið þar hjálparlaus í heila viku. Sprunguveggirnir voru svo sléttir, að ógern- ingur var að komast upp af eigin rammleik. Við náð- um manninum upp, og hann hresstist. í Savigsivik bjó móðursystir mín. Einu sinni tók öll fjölskylda mín sig upp og heimsótti hana. Það var margra vikna ferð á hundasleðum. Við fórum sömu leið og Knúd Rasmussen. Á einum stað er varða með dós í. I henni er pappírsrúlla, þar sem ferða- menn skrifa nafnið sitt. Á leiðinni mættum við Karli Peary, stórum og föngulegum veiðimanni. Það lá vel á honum, því að hann var nýbúinn að veiða björn. Það var slegið upp veizlu og borðað hrótt bjarnarkjöt. Pabbi hafði vínflösku og lét hana ganga. Á hverju kvöldi bjuggum við til þrjú snjóhús. Vanur maður er ekki nema þrjá slundarfjórðunga að hlaða ágætt snjó- hús. Búðin í Thule var þá opin á þriðjudögum og fimmtudögum. Fólk kom langar leiðir til að verzla, og 4 á prestssetrinu var mikið um annríki, því að það var gamall siður að 'heimsækja prestinn um leið og farið var í kaupstaðinn. Geslirnir sátu á bekknum eða gólf- inu í stofunni. Þeim voru bornar veitingar: egg, kaffi, kökur og tóbak. Meðal gestanna voru oft konur með ungbörn, sem þær lögðu á brjóst, meðan þær röbbuðu við fólkið. Þvílíkir dagar. Alllaf eitthvað nýtt. Okkur börnunum þótti alltaf skemmtilegast, er gestanauðin var sem mest. — Dag nokkurn kom maður hlaupandi og hró]>aði, að það væru tveir englar uppi í himnin- um. Það voru flugvélar, sem sveimuðu yfir Tliule í nokkra daga. Önnur flugvélin settist á sjóinn og pabbi og ritsímastjórinn sigldu út að lienni. Áhöfnin var amerísk. Flugstjórinn sagði, að vélin væri biluð, en hann væri búinn að senda skeyti og biðja um hjálp. Næsta dag kom hjálpin, hvorki meira né minna en tutlugu herflugvélar. Þá skildum við, að Ameríkan- ar ætluðu að gera flugvöll hjá Thule. Það liafði enginn sagt okkur frá því. Nokkru síðar buðu Ameríkanarnir okkur að sjá völlinn. Ég settist niður og brynnti mús- um, þegar ég sá, hvernig farið hafði verið með veiði- landið mitt. Okkur var veitt vín, ávextir, kjöt og nýjar kartöflur, sem smökkuðust foreldrum mínum vel. En við börnin vorum orðin svo vön þurrkuðum kart- öflum, að við báðum um þær. Við fluttum búferlum til Egedesminde, og árið 1950 komu boð um, að ég ætti að fara til Danmerkur til framhaldsnáms. Ég var búin að taka próf og það hafði verið mæll með mér. Ég fór með skipi til Narssarssuaq á Suður-Grænlandi, og þaðan flaug ég til Danmerkur. En áður en ég lagði af stað fór ég í kvikmyndahús og sá kúrekamynd. Ég hafði ekki séð kvikmynd fyrr og hún hafði svo mikil áhrif á mig, að ég ákvað að verða ljósmyndari. I Kastrup sótli síra Hoeg mig og við ókum í bíl inn í borgina. Mér fannst mikið til bíl- stjórans koma fyrir það, að hann skyldi kunna skil á öllum þessum götum, og var stórhrifin af allri ljósa- dýrðinni og búðargluggunum. í fyrstu bjó ég á Græn- lendingaheimilinu, en mér gekk illa að sofna á kvöldin, svo uppveðruð sem ég var af öllu, sem fyrir mig bar. Að lokum var ég svo þreylt, að ‘ég fékk svima, datt niður dyraþrep og fékk miklar blóðnasir. Um tíma bjó ég hjá danskri fjölskyldu til þess að komast niður í dönskunni, og síðan fór ég í heimavistarskóla í Hille- röd. Það var mikil breyting fyrir mig, því að ég var vön að vera frjáls, og það átli ekki við mig að lifa alveg eftir nótum. Fyrir þremur og hálfu ári hyrjaði ég að Iæra ljós- myndagerð og er nú að ljúka námi, sem hetur fer. Mér líkar vel í Danmörku, en þó langar mig aftur til Grænlands. Ég hef oft verið misskilin vegna hins græn- NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.