Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 9
www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Sumarútsalan í fullum gangi Stærðir 38-56 Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Ein örfárra versl- ana landsins sem algengar voru á árum áður, þar sem allt fékkst, en eru nú flestar horfnar, er Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauð- árkróki. Haraldur stofnaði verslunina ár- ið 1919 og í tilefni 90 ára afmæl- isins hélt sonur hans, Bjarni, ásamt afkomendum og frændliði, veglega upp á tímamótin sl. laugardag. Þar var sannarlega sumarhátíð- arstemming. Reist var tjaldbúð á bílastæði sunnan verslunarinnar og við hana sátu og stóðu hundruð gesta sem komu hvaðanæva til að taka þátt í gleðskapnum. Tvö stór grill voru í gangi þar sem pylsur voru grillaðar, ís handa þeim sem það vildu og svaladrykkir til kælingar í góða veðrinu, svo og kaffi og bakkelsi. Miðhúsabræðurnir Stefán R. og Jón Gíslasynir léku á harmonikur, Ari Jóhann Sigurðsson söng við undirleik Rögnvalds Valbergssonar og Geirmundur Valtýsson reif upp almennan söng á sinn alkunna hátt. Þá frumflutti Geirmundur lag sem hann hefur samið við afmæl- isljóð um Bjarna eftir Hilmi Jó- hannesson en þar kemur fram að margt þykir ódýrara hjá Bjarna en annarsstaðar og því hefur hann stundum verið í gamni kallaður „Gamli Bónusinn“ af þeim sem helst vilja ekki versla ann- arsstaðar. Áformað er að Verslun Haraldar Júlíussonar verði varðveitt í sinni núverandi mynd, en allar innrétt- ingar eru nánast frá upphafi þær sömu, lítið breyttar og því fróðlegt fyrir þá sem kynnast vilja versl- unarrekstri frá upphafi síðustu ald- ar að líta við hjá Bjarna Har. og skoða vöruúrvalið. Samstarfi versl- unarinnar við Byggðasafn Skag- firðinga verður því haldið áfram. Þetta fæst hjá Bjarna Har Teygjur, kort og kantskerar, kleinujárn og kjöthamrar, klemmur, glös og farmiðar, kerti, sápa og vettlingar, brjóstsykur og blýantar, þvottaefni og þurrklútar, bækur, grjón og náttsloppar. Þetta fæst hjá Bjarna Har. Þetta er hluti af löngum brag hagyrðingsins Kristjáns Runólfs- sonar, þar sem hann tíundar hluta alls þess sem finna má í hillum verslunarinnar. Í lokaerindi Krist- jáns kemur fram að þó margt sé til þar innanbúðar muni þó ef til vill eitthvað vanta, en þá bregst ekki Gamli Bónusinn: Skóflur, tóbak, skaftpottar, skurðarhnífar allskonar, ótal hluti útvegar einnig Bjarni Haraldar. Gamli Bónusinn blífur Morgunblaðið/Björn Björnsson Afmæli Bjarni Haraldsson kaupmaður með blómvönd, ásamt fyrrum afgreiðslumanni í versluninni, Pálma Rögn- valdssyni, og konu hans, Bryndísi Óladóttur (t.v.), og Erlu Halldórsdóttur, einnig fyrrum starfsmanni hjá Bjarna. Hundruð gesta mættu í blíðskaparveðri í 90 ára afmæl- ishátíð Verslunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Núna er Fífan í fullum blóma! Komdu og sjáðu Fífuna sem er saumuð í sængurfatnaðinn. Dásamlega mjúkur rúmfatnaður. Falleg íslensk hönnun. Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið. Sími 533 2220 www.lindesign.is Nýkomin blómaker og garðvörur Fyrir bústaðinn og heimilið Opið: má-fö. 12-18, lokað á laugardögum í sumar Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.isHverfisgötu 6, 101 Reykjavík, Sími: 562 2862 ÚTSALA - 40% Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is 50% afsláttur Kæru vinir og ættingjar Í tilefni af 75 ára afmæli mínu síðastliðið vor, langar mig að bjóða til fagnaðar að Eyjum II í Kjós, laugardaginn 18. júlí 2009 og hefst gamanið kl.19:00. Ég fann engan fegurri sal en fjallasalinn minn og þar verður slegið upp veislutjaldi. Léttar veitingar verða í boði ásamt fjölbreyttri skemmtidagskrá. Allir eru hjartanlega velkomnir, tjaldstæði í boði alla helgina fyrir þá sem vilja. Hlakka til að hitta ykkur í Heimatúninu. Bestu kveðjur Magnús Sæmundsson og fjölskylda. Allar afmælisgjafir eru afþakkaðar, en þeim sem það kjósa er bent á Styrktarfélagið Ás. ÚTSALA NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR ALLT AÐ 70%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.