Morgunblaðið - 14.07.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 14.07.2009, Síða 28
28 MenningLISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Á SUMARTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í kvöld kl. 20.30 leikur Anna Guðný Guðmunds- dóttir tillit I-X úr Vingt Regards sur l’Enfant-Jésus, (Tuttugu tillit til Jesúbarns- ins), en í fyrra hlaut hún Ís- lensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2008 fyrir flutning sinn á því verki. Tónskáldið sagði verkið hugleiðingu um barnið guðlega í jöt- unni og tillit sem beinast að því: allt frá óum- ræðilegu tilliti föðurins til hins margfalda til- lits kirkju kærleikans, og þar á milli fordæmalaust tillit anda fagnaðarins. Tónlist Tíu tillit í Lista- safni Sigurjóns Anna Guðný Guðmundsdóttir KRISTJÁN Ingimarsson leikari sýnir einleik sinn Mike attack í Samkomuhús- inu Húsavík í kvöld klukkan 20. Í frétt um sýninguna segir að Mike attack sé geðbilað gamanleikrit án orða, Krist- ján notar líkamann til að túlka það sem fram fer. Leikstjóri verksins er Rolf Heim. Miðaverð er 2.000 krónur og er posalaus miða- sala við innganginn. Nánari upplýsingar um Kristján Ingimarsson og verkefni hans er að finna á heimasíðunni www.neander.dk. Leiklist Geðbilaður gam- anleikur á Húsavík Kristján Ingimarsson DAGRÚN Matthíasdóttir hefur opnað sýninguna Tré, í DaLí Galleríi á Akureyri. Þar vinnur Dagrún í rými gallerísins og gerir tréð að umfjöllunarefni. „Merking trés getur verið mjög fjöl- breytt og táknmyndir þess margar og er sú tálsýn að peningar vaxi á trjánum mjög heillandi,“ segir lista- maðurinn. Dagrún Matthías- dóttir útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri og er í námi í Háskólanum á Ak- ureyri. Hún er félagi í samsýningarhópnum Grálist og Myndlistafélaginu. Sýningin í DaLí stendur til 19. júlí. Myndlist Dagrún spáir í peninga á trjám Eitt verka Dagrúnar Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is RÉTT áður en komið er að Ölfus- árbrú úr vesturátt er íbúðahverfi. Sé farið í gegnum þetta hverfi og örlítið lengra, blasir við skógur; Hellisskógur. Hellisskógur er útivistarsvæði Selfyssinga og skógrækt, og liggur landið allt frá Biskupstungnabraut niður að norðurbakka Ölfusár. Þar liggur forn ferjustaður yfir þessa straumþungu á. Listamennirnir fengu leiðsögn um ferjustaðina Í vor var opnuð sérstæð mynd- listarsýning í skóginum þar sem 11 listamenn sýna 10 verk, sem öll eiga það sameiginlegt að hug- myndin að þeim tengist ferjustaðn- um. Ásta Ólafsdóttir er meðal þeirra sem gerðu verk á sýninguna. „Okkur listamönnunum sem tök- um þátt í sýningunni, var í vetur boðið í rútuferð með heimamönn- um, um svæðið í Ölfusi og Flóa þar sem lögferjustaðirnir voru á sínum tíma. Okkur voru sagðar sögur frá gömlum tíma, við fengum að sjá ferjustaðina og hólana þar sem fólk varð að standa meðan það beið eftir ferju. Ef þú komst á staðinn og ferjan var hinum megin árinnar, þurftirðu að fara upp á tiltekinn hól og kalla yfir. Það var ekki fyrr en Ölfusárbrúin kom 1891 að ekki þurfti að ferja fólk yfir.“ Ásta segir þessa sögu stór- merkilega og að hún, og vafalítið fleiri af listamönnunum ellefu, hafi sökkt sér í lestur og fróðleik, en heimamenn á Selfossi tóku saman bókalista til að gera þeim grúskið auðveldara. „Flestir listamennirnir tengjast svæðinu á einhvern hátt, mismikið þó – til dæmis eiga sumir þeirra forfeður sem þurftu að reiða sig á ferjurnar.“ Í Grágás og Jónsbók er talað um ferjustaði á Íslandi og sagt hvar þeir skuli vera. Það var svo árið 1776 að sett voru ný ferjulög. Verð fyrir flutninginn yfir ána var gefið upp í fiskum, en aðrar þurftavörur voru líka gjaldmiðill, eins og smjör, tólg, skinn, kjöt og vaðmál. Skýrt var kveðið á um hvernig starfi ferjumannsins skyldi háttað. Í afar skemmtilegu korti af svæðinu sem hægt er að nálgast þar, er gríðarmikill fróðleikur um ferjustaðinn til forna auk brota úr sögum og ljóðum þar sem Ölfusá og ferjustaðirnir koma við sögu. Fargjaldið var fiskur  Hér frá staðnum brúkast ferja yfir Ölvesá, segir í Jarðabók Árna Magnússonar  Á þeim stað, í Hellisskógi, er nú myndlistarsýning, byggð á minninu um ferjustaðinn Guð laun „.... og átti Hellisbóndinn fría ferju, og þar að auki á hann 40 fiska fyrir átroðning.“ Í verk sínu minnist Ásta Ólafsdóttir þess hver laun ferju- mannsins voru, gjaldmiðillinn var fiskur. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SÝNINGIN Íslensk hönnun 2009 hefur verið opnuð á Kjarvalsstöðum, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Ís- lands og er ætlað að kynna brot af því besta í íslenskri hönnun í dag. Sýningarstjóri er Elísabet V. Ingvars- dóttir innanhúsarkitekt. „Það var lagt upp með það í byrjun að sýningin færi út í heim, en menningarsjóður menntamálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis taka þátt í verkefninu auk Útflutn- ingsráðs. Í því ljósi tók ég þá ákvörðun að leggja áherslu á einn flokk, sem hefur að geyma vöruhönnun, arkitektúr og húsgögn og áherslan er á samtímahönnun í þessum flokki. Ég lagði líka áherslu á það að velja hluti sem hafa verið verðlaunaðir eða hlotið viðurkenningar“ segir El- ísabet. „Það má segja að þetta sé landsliðið.“ Elísabet miðaði við að hönnunin á sýningunni væri ekki eldri en um fimm ára, en eldri hlutir, sem hafa verið lengur en það í þróun, eru líka með og eldri hlutir sem hafa ekki „sprungið út“, eins og hún kallar það, fyrr en á síðustu árum, en meira en 20 hönnuðir eiga verk á sýn- ingunni. Hönnunin á sýningunni spannar allt frá litlum kína- prjónum Eddu Guðmundsdóttur til risavaxinna snjó- flóðavarnargarða á Siglufirði. „Þrátt fyrir stærðarmuninn er ekki ósvipað hönn- unarferli að baki báðum og það finnst mér gaman að sýna. Það eru ákveðnar grunnforsendur sem liggja að baki hönnuninni, ákveðið hönnunarferli; fagurfræðin spilar sitt hlutverk, og margt fleira. Mótun manngerðs umhverfis spannar mjög breiðan mælikvarða.“ Elísabet nefnir nokkra þætti sem eru sem rauður þráður í íslenskri hönnun eftir aldamótin. „Það er vakning fyrir endurvinnslu og endurnýtingu; rómantíkin, og svo þjóðlegi þátt- urinn og hlutir sem eiga sér sögu. Ég nefni sem dæmi um það fjöl- skylduglös eftir Dagnýju Krist- jánsdóttur og Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur. Þau eru dæmi um þau þjóðlegu minni sem eru núna í gangi og styrkja íslenska ímynd. Sem dæmi um rómantíkina má nefna eldri kertaljósakrónu sem Aðalsteinn Stefánsson og Aleksej Iskos útfæra í nýjum búningi. Í glösunum sem Hrafnkell Birgisson hannar er- um við svo minnt á endurnýtinguna og að hlutunum má gefa nýjan tilgang – en hann er líka að vísa í Hattarann í Lísu í Undralandi og teboðið hans. Mórölsk áminning er því sterk í mörgum verkunum en líka sagan.“ Landsliðið í hönnun  Sýningin Íslensk hönnun 2009 opnuð á Kjarvals- stöðum  Fer í heimsreisu á næstu árum Hof á Höfðaströnd Hannað af Studio Granda. Ornametrica Hönnuðir ljósa- krónunnar eru Að- alsteinn Stefánsson og Aleksej Iskos. FJÓRÐU og síðustu tónleik- arnir í tónleikaröðinni „Þriðjudagskvöld í Þingvalla- kirkju“ verða haldnir í kvöld. Það er barokkhópurinn Cust- os sem gleður eyru tónleika- gesta með söng og leik á upp- runaleg hljóðfæri. Hópinn mynda þau Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleik- ari, Kristín Lárusdóttir gömbuleikari og Einar Clau- sen söngvari. Með þeim koma einnig fram blokkflautuleikaranir Bryndís Snorradóttir og Bogi Haraldsson. Þau flytja verk eftir Telem- ann, Frescobaldi og Corelli. Tónleikarnir hefj- ast kl 20 og aðgangur er ókeypis. Þingvallakirkja Tónlist Barokk í Þing- vallakirkju í kvöld Sýningarstjóri í Hellisskógi er Alda Sigurðardóttir á Selfossi. Auk Ástu Ólafsdóttur eiga Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Ingi- rafn Steinarsson, Kristinn G. Harðarson, Rósa Sigrún Jóns- dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Þór Sig- mundsson og Þuríður Elfa Jónsdóttir verk á sýningunni, en hún stendur út ágúst. Ítarefni er á vefnum ferjustadur.is. Þau sýna: Fyrir mann lausríðandi með hesti og reiðveri, 1 fisk. Fyrir mann gangandi laus- an, ¾ fisks. Fyrir 8 hesta lausa, ef hafð- ir eru á eftir ferju, 1 fisk. Fyrir hvert skiplagt þrevett naut, 3 fiska. Fyrir kú fullorðna, 4 fiska, Fyrir hest fullorðinn, 5 fiska Fyrir 6 ær með lömb, svo og 8 sauði tvævetra og yngri, 4 fiska. Ferjutollurinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 9 -0 5 9 1 WWW.101TOKYO.IS 1 1 TOKYO 13.06.09–19.07.09 SNERTING VIÐ JAPAN Í NORRÆNA HÚSINU REYKJAVÍK VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR VERÐUR SÝNINGIN FRAMLENGD TIL 19. JÚLÍ. VERIÐ VELKOMIN. AÐGANGUR ER ÓKEYPIS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.