Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 1
2 6. J Ú L Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
201. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
BÍTLAÆÐIÐ
ER EKKI BÚIÐ
Á SKÓGARTJÖRN
BÆJARALAND:
PAUL
MCCARTNEY
ÁTÓNLEIKUM
Í HALIFAX
Í SPORUM
DILLINGERS
GLÓSUBÓK
Ævintýri
Goonies
RAMON
Ævintýri
í norðri
GÓÐIR GRANNAR
JÓÐL ER
EKKERT
BULL
MICHAEL
MANN OG
JOHNNY
DEPP
SUNNUDAGUR
GEIMFERÐIR»8 INNISTÆÐUR»6 KNATTSPYRNA»4
Meðan stórveldin fjögur í ensku knattspyrnunni hafa verið hógvær á
leikmannamarkaði í sumar hefur Manchester City fengið til sín hvern
kappann á fætur öðrum, einkum framherja. Félagið hefur ekki
unnið titil í 33 ár en hyggst nú ljúka þeirri eyðimerkurgöngu í
krafti auðs hinna nýju eigenda sinna, sjeikanna frá Abu Dhabi.
Ljóst má vera að félagið hlýtur a.m.k. að setja stefnuna á sæti
í Meistaradeild Evrópu að ári. Athygli vekur að
Mark Hughes knattspyrnustjóri hefur að þessu
sinni aðeins styrkt lið sitt með leikmönnum sem
leikið hafa í ensku úrvalsdeildinni en það bendir
til þess að hann hafi ekki ótakmarkaðan tíma til
að byggja upp samkeppnishæfa sveit. Það má
líka gera því skóna að menn bíði í röðum eftir að
taka við starfi hans á borgarleikvanginum í Manchester.
Manchester City safnar liði fyr-
ir átökin í ensku úrvalsdeildinni
Nýr Carlos
Tévez er í hópi
nýrra
leikmanna
hjá City.
Bretar hafa verið sakaðir um að mis-
muna innistæðueigendum á Mön við
fall breska bankans Kaupthing Singer &
Friedlander. Bankinn var hins vegar ekki
á forræði breska fjármálaeftirlitsins
heldur var hann undir eftirliti fjármála-
eftirlitsins á Mön og þar af leiðandi bar
þarlendur innistæðutryggingasjóður
ábyrgð á innistæðunum.
Bretar mismunuðu hins vegar inni-
stæðueigendum á annan hátt þegar
hlaupið var undir bagga með tveimur
öðrum breskum bönkum, Northern
Rock og Bradford & Bingley.
Mismunun
á Mön
Ferð til tunglsins
tekur fáeina daga,
en ætli menn til
Mars tekur ferðin
fram og aftur um
sex mánuði. Því er
spáð að eftir langt
hlé aukist áhugi
manna á geimferð-
um og Mars verði
næstur á dagskrá.
Svo gæti farið að einkafyrirtæki kost-
uðu að einhverju eða öllu leyti fyrstu
ferðina til Mars.
Mars næstur
á dagskrá?
1969 Merkileg spor.
EINAR Sebastian Ólafsson, ljósmyndari og yf-
irflugþjónn hjá Atlanta, er hjátrúarfullur mað-
ur. Hann fer ekki í grænt. Ekki undir neinum
kringumstæðum. Sömu sögu er raunar að segja
ir grænum vaðmálsfötum í sinni hinstu för og
allar götur síðan óttast karlmenn í ættinni að
það boði ógæfu að klæðast grænu. Eins og Einar
segir: „Hvers vegna að storka örlögunum?“
um alla karlmenn í hans ætt sem kennir sig við
Reynistað í Skagafirði. Hjátrú þessa má rekja
aftur til ársins 1780 að Reynistaðarbræður,
Bjarni og Einar, urðu úti á Kili. Þeir voru klædd-
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Storkar ekki
örlögunum
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
„ÞEIR [Íslendingar] geta þraukað
jafnvel þennan samning. En það
dregur mjög mikið úr lífsgæðum,“
segir Daniel Gros, framkvæmdastjóri
Center for European Policy Studies.
Í Morgunblaðinu í dag er rætt við
nokkra hagfræðinga sem hafa velt
fyrir sér skuldbindingunum sem fel-
ast í Icesave-samningnum.
Mikil óvissa er um endanlega upp-
hæð, að sögn Snorra Jakobssonar hjá
IFS-ráðgjöf, en miðað við að um 75%
af eignum Landsbankans end-
urheimtist segir hann að það megi
gróflega áætla að tekju- og eigna-
skattar þurfi að hækka um 15% til
20% til að mæta skuldbindingunum.
„Óviðráðanlegar skuldbindingar
ógna farsælli útfærslu aðgerðaáætl-
unar stjórnvalda og AGS og ganga
þvert á umsamin viðmið studd af
Evrópusambandinu,“ segir Gunnar
Tómasson hagfræðingur, sem starf-
aði hjá AGS frá 1966-1989.
Undir eðlilegum kringumstæðum
ættu Íslendingar ekki í nokkrum erf-
iðleikum með að standa undir afborg-
unum af Icesave, að sögn Þórólfs
Matthíassonar, prófessors í hagfræði
við HÍ, en nú háttar svo til að erlend-
ar skuldir eru mjög háar: „Sé stjórn
efnahagsmála ógætileg gæti stefnt í
óefni, en það yrði þó ekki hægt að
kenna Icesave-samningnum einum
og sér um hugsanlegt greiðsluþrot
ríkissjóðs.“
Afleiðingar Icesave | 12
Gæti
stefnt
í óefni
Óvissa vegna Icesave
að sögn hagfræðinga
Morgunblaðið/Eggert
Hitamál Raddir fólksins heyrast.