Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 21
gagnabanka, vildi nýrík, skipulögð glæpastarfsemi koma útlægum ein- förum fyrir kattarnef. Þeir voru fyrir. Mann hefur löngum litið á fjórða áratuginn sem frjósaman jarðveg. Á 9. áratugnum skrifaði hann handrit um Alvin Karpis, bankaræningja frá Chicago sem var gjarnan á sömu slóðum og Dillinger. (Hann kemur fram í Public Enemies, leikinn af Giovanni Ribisi.) Það var aldrei kvik- myndað en Mann fékk aftur áhuga á tímabilinu eftir lestur Public Ene- mies, bókar eftir Bryan Burrough. Hjólin fóru að snúast, Mann fékk Bennett til að skrifa fyrstu handrits- drögin, sem er athyglisvert því Benn- ett var sem ungur maður, velunnari IRA og sat um tíma í fangelsi af þeim sökum. Myndin málar Dillinger í drunga- legum, forlagatrúarlegum litum. Þó hann ætti í tilfinningalegu sambandi við stúlku í Chicago (Marion Cotil- lard), hanga jafnan þrumuský skapa- nornanna yfir þessum nafntogaða ógæfumanni, sem veit að hann lifir það ekki að þurfa að hafa áhyggjur af morgundeginum. Hann er jafnframt vinsæl goðsögn. Þegar bóndi býður honum nokkra dali undir miðju bankaráni svarar Dillinger sem svo: „Við erum ekki á höttunum eftir pen- ingunum þínum, heldur bankans.“ Mann sér í Dillinger heillandi hetju og útlaga, e.k. Hróa hött sem náði til fólksins undir álagi kreppunnar miklu. Réðst gegn stofnunum sem gerðu líf þess óbærilegt – bönkunum, og lék á yfirvöldin sem gátu ekki lag- fært vandann sem fylgdi kreppunni, fullur af þrótti. Þegar hann brýst út úr hinu „örugga“ Crown Point- fangelsi, stal hann ekki einhverjum bíl heldur glænýrri skruggukerru fógetans: átta gata Ford og skrifaði Henry Ford bréf þar sem hann upp- lýsti bílakónginn um að hann stæli ekki öðrum tegundum. Depp sem Dillinger Þegar handritið var að verða tilbú- ið hafði Mann Johnny Depp einan í huga til að fara með hlutverk Dill- ingers. Vissi að leikarinn var ósmeyk- ur við að taka áhættu og gæti sett sig í sporin hans, gert eitthvað tilfinn- ingaríkt og geislandi. Þegar hann fór að lesa yfir handritið nokkru áður en kvikmyndatökur hófust fór leikstjór- inn að greina röddina sem hann heyrði í kollinum þegar hann var að semja það. Björninn var unninn. Fréttir bárust um að ekki væri allt dans á rósum á tökustað. Depp var vanur því að hlutirnir gengu eins og nýsmurð vél undir handarjaðri Gores Verbinski við gerð myndanna þriggja um sjóræningja Karíbahafsins. Átti erfitt með að aðlagast sérviskulegum áætlunum og aðferðum Manns, sem voru þess valdandi að Depp varð oft að bíða eftir næstu línum handritsins tímunum saman. Það hjálpaði hinum 46 ára gamla leikara í baráttunni við að komast inn fyrir skinnið á þjóðaróvini nr. 1, að hann er vanur að umgangast skot- vopn frá barnæsku, komst jafnvel yf- ir Thompson-vélbyssu um fermingu. Hann var einnig góðvinur annars Thompsons, þ.e. blaðamannsins og rithöfundarins Hunter S., og lék hann sem kunnugt er í Fear and Loathing in Las Vegas. Næsta mynd sem verður frumsýnd með Depp er að öllum líkindum kvikmyndagerð Rum Diary, sem einnig var skrifuð af Thompson. Líkt og leikstjórinn er Depp kunn- ur fyrir sérvitringshátt og er gott ef ekki sá eini af ofurstjörnum samtím- ans sem hefur ekki skotið sig upp á stjörnuhimininn í átakamyndum. Fleiri gæðaleikarar en þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar koma við sögu Public Enemies, m.a. James Russo, Stephen Dorff og Channing Tatum, sem leikur Pretty Boy Floyd. Lili Taylor fer með hlutverk fógeta úti á landsbyggðinni, Christian Bale leikur Melvin Purvis, hægri hönd J. Edgars Hoover (Billy Crudrup), í Chicago. Á hljóðrásinni fáum við að heyra í listamönnum á borð við Billie Ho- liday (I’m Blue), Diönu Krall (Bye, Bye Blackbird), og Blind Willie John- son syngur blúsinn með sínu nefi, og þá er aðeins fátt eitt talið sem gleður auga og eyru, enda verið að fjalla um verk eftir Michael Mann. Ferðalög 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Þ að er talsvert mikið horft til tækifæra í ferðaþjón- ustu nú þegar það er skyndilega orðið hag- stætt fyrir ferðamenn að sækja Ísland heim. Skýring- arnar á auknum vinsældum Ís- lands eru aðallega hagstæð geng- isþróun hvað ferðamenn varðar en einnig hefur Ísland notið gríð- arlegrar athygli síðustu mánuðina þó ekki hafi hún alltaf verið á já- kvæðu nótunum. En eins og oft er sagt þá er slæm athygli betri en engin og það virðist einmitt vera tilfellið núna. Einn þeirra sem hafa nýtt sér þessar auknu vinsældir Íslands er Íslandsfarinn Ramon Larramendi frá Spáni en hann rekur um þess- ar mundir ferðaþjónustufyrirtækið Tasermiut á Grænlandi í Qassiar- suk. Ramon er vel kunnugur Ís- landi enda kviknaði áhugi hans á norðlægum slóðum í leiðangri hans hér á landi. Gekk yfir Ísland Ramon fór í sína fyrstu æv- intýraferð þegar hann var 19 ára gamall, árið 1985, og varð Ísland fyrir valinu. Ramon segir að á Ís- landi hafi fólk ekki verið hrifið af því sem hann og félagar hans hugðust gera enda um nokkuð erf- itt og áhættusamt ferðalag að ræða. „Við fórum frá Húsafelli yfir Langjökul, Hofsjökul og Vatna- jökul á skíðum og stóð ferðalagið yfir í apríl og maí. Þetta var sem- sagt nokkuð stór ferð og nutum við aðstoðar góðs fransk-íslensks vinar við skipulagningu ferð- arinnar. Ferðin gekk vel og þetta leiddi til þess að ég fór á fullu í heimskautaferðir. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist utan Spánar og ég bara féll fyrir þessu umhverfi. Með þessu móti get ég í rauninni nýtt kosti beggja land- svæðanna, hlýjuna á Spáni og Norður-Evrópu fyrir kuldann.“ Ramon hefur verið iðinn við æv- intýraferðir síðan fyrsta íslenska hálendisferðin kveikti í honum. „Ég hef farið í þrjá stóra leið- angra síðan. Ég fór með kajak og hundasleða frá Suður-Grænlandi til Suður-Alaska og fór ég 14 þús- und kílómetra á þessu þriggja ára ferðalagi til dæmis. Sú ferð var upphaf þess að ég stofnaði ferða- þjónustufyrirtæki á Grænlandi. Ég lærði tungumálið og kynntist fólk- inu og hvernig hlutirnir ganga á Grænlandi. Grænland er nefnilega nokkuð sérstakur staður. En þetta var stærsti leiðangurinn og þá ferð kláraði ég 1993. Það var birt grein um þessa ferð í National Geo- graphic í janúar 1995. Ég hef líka farið á suðurskautið, t.d. 2005 fór ég 4500 kílómetra á austur- heimskautinu, siglandi í það skipt- ið.“ Mikilvægt fyrir Ísland, nauðsynlegt fyrir Grænland Ramon hefur rekið ferðþjónustu á Grænlandi í 10 ár og er stærsti hópur viðskiptamanna hans Spán- verjar og hafa þeir nánast und- antekningarlaust viðdvöl á Íslandi á leið sinni til Grænlands. Ramon segir að fyrstu árin hafi verið flog- ið frá Kaupmannahöfn til Græn- lands en eftir að Flugfélag Íslands fór að bjóða flug til Grænlands hafi viðskiptin aukist verulega. „Það hefur verið mikill vöxtur. Fólk vill miklu frekar eyða nokkr- um dögum á Íslandi og fara svo til Grænlands, heldur en að fljúga bara til Grænlands. Þá er verðið líka mjög hagstætt og var það reyndar líka fyrir kreppuna. Núna er Ísland hinsvegar enn ódýrara. Það er dæmigert að fólk stoppi fjóra til fimm daga á Íslandi og fljúgi svo áfram til Grænlands“ segir Ramon. Það er orðið mjög auðvelt að komast til Grænlands segir Ramon en áður var miklu minna um ferðir auk þess sem þær voru dýrari. Þá eru einskonar samlegðaráhrif í því að ferðamenn sem vilja fara til Ís- lands, eru líka líklegir til að vilja fara til Grænlands og öfugt. Þegar farið er í gegnum Kaupmannahöfn er hinsvegar ólíklegra að ferða- menn á leið þangað vilji líka fara í óblíða náttúru Grænlands enda að- dráttarafl Danmerkur og Græn- lands mjög ólíkt. „Það eru hreinar línur að fyrir Suður-Grænland eru þessar flug- ferðir frá Íslandi algjörlega nauð- synlegar. Það eru fáir sem búa þarna og það er mikil nauðsyn að hafa þetta flug. Þetta er semsagt alveg nauðsynlegt fyrir Grænland og líka gott fyrir Ísland. Það eru fleiri hundruð sem nýta sér þetta að auki, að eyða nokkrum dögum bæði á Íslandi og Grænlandi. Yfir háannatímann eru flugvélarnar eiginlega alveg fullar í hverju flugi. Við erum mjög ánægðir með Íslendingana því þeir gera okkur lífið mjög létt. Þeir eru með tvær flugferðir á dag og þær eru mest- megnis fullbókaðar í hvert skipti.“ Ramon segir hinsvegar að lítið sé um íslenska viðskiptavini hjá honum þó einhverjir komi í gisti- heimilið. „Í pakkaferðirnar höfum við ekki fengið neina Íslendinga. Þeir sækja í veiðiferðirnar og við erum ekkert í þeim.“ Vinsælustu ferðirnar hjá Ramon eru t.d. ferðir yfir jökulhettuna, 100 kílómetra túr sem mætti líkja við skíðagöngu yfir Vatnajökul. Ramon segir Spánverjana líka sækja mikið í kajakferðirnar en margir vilji líka bara komast út í náttúruna og vera einhvers staðar langt í burtu frá allri siðmenningu. Óspillt, óspilltara Morgunblaðið/Golli Ævintýri Ramon Larramendi smitaðist af íslenskri náttúru þegar hann fór 19 ára í skíðaferðalag yfir hálendið. Hann rekur núna ferðaþjónustu í Qassi- arsuk á suður Grænlandi og skilar reksturinn Íslandi mörgum spænskum ferðamönnum sem hafa viðdvöl á Íslandi á leið sinni til Grænlands. Flugfélag Íslands hóf að fljúga til Nu- uk 2008 og 2007 var tryggt flug til Narsarsuaq í að minnsta kosti þrjú ár fyrir tilstilli samgönguráðuneytisins. Flugfélag Íslands er í dag með fimm áfangastaði á Grænlandi og að sögn Inga Þórs Guðmundssonar, for- stöðumanns sölu- og markaðssviðs, gengur flugið mjög vel. „Við höfum verið að fljúga til Grænlands í mjög langan tíma en það var 2007 sem op- inberir styrkir komu að þessu flugi og var það gert til að tryggja samgöngur milli Suður-Grænlands og umheims- ins“ segir Ingi Þór. „Við fljúgum til Narsarsuaq, Nuuk, Ilulissat (Jakobshavn), Kulusuk og Constable Point og því fljúgum við núna til fimm áfangastaða. Það er nú þegar orðið uppselt til Ilulissat og við vorum með 90% af ferðunum selt áð- ur en við byrjuðum að fljúga. Það er gríðarleg eftirspurn frá erlendum hópum og það eru aðallega erlendir ferðamenn sem fara í þessar ferðir, sérstaklega bakpokafólk og almennir náttúruunnendur. Hlutur Spánverja er mjög vaxandi í þessu og þeir eru um 40% af kúnnahópnum hjá okkur eins og er.“ Ingi Þór segir Grænlandsferðirnar vera mikinn vaxtabrodd hjá Flug- félagi Íslands og að það séu mikil tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu að selja ferðir til Grænlands þannig að Ísland verði meira notað sem tengimiðstöð. „Við erum með dags- ferð til Kulusuk og það er ein stærsta dagsferðin okkar. Flugið er bara einn og hálfur tími frá Reykjavík og þá er maður kominn í inúítaþorp á Græn- landi. Það er mikið af fólki sem er að ferðast á Íslandi sem slær til og fer í svona dagsferðir. Núna í júlí erum við stundum að fara með fjórar Fokker- flugvélar á dag til Kulusuk í eins- konar Kodak-ferðir. Þetta er átta tíma ferð og fólk hefur þá um fjóra tíma á staðnum í skoðunarferð.“ Dagsferð til Kulusuk kostar 51.150 krónur og þykir erlendum ferða- mönnum ferðirnar gefa mikil gæði fyrir hóflegt verð. EFTIRSÓTT SVÆÐI Morgunblaðið/Rax Heillandi Vinsældir Grænlands sem áfangastaðar hafa aukist verulega. Auðveldast er að komast til Grænlands frá Íslandi og höfða bæði löndin mikið til erlendra ferðamanna sem iðulega eyða nokkrum dögum á báðum stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.