Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 37
Auðlesið efni 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Al-þjóð-lega skáta-mótið
Roverway 2009 var sett í
Reykjavík síðast-liðinn
mánu-dag. Undan-farið hafa
streymt til landsins skátar á
aldrinum 16-26 ára. Erlendir
þátt-takendur eru um 2.500
talsins og koma frá meira en
50 löndum, auk um 500
íslenskra skáta sem taka
þátt í mótinu.
Á föstu-daginn var reist
3.100 manna þorp við
Úlf-ljóts-vatn sem standa
mun fram á þriðju-dag. Þar
verða meðal annars fimm
kaffi-hús, víkinga-þorp,
lista-þorp, þjóð-félags-þorp,
um-hverfis-þorp og
íþrótta-þorp.
Al-þjóð-legt skáta-mót í Reykjavík
Morgunblaðið/Jakob Fannar
KR-ingar náðu einum af betri
úr-slitum íslensku fót-bolta- sögunnar
á fimmtu-dag þegar þeir slógu gríska
liðið Larissa út úr Evrópu-deild UEFA.
Liðin skildu jöfn, 1:1, í Grikk-landi og
þar með eru KR-ingar komnir í 3.
umferð keppninnar með
saman-lögðum sigri, 3:1. KR-ingar
lentu í þeirri stöðu sem þeir óttuðust
mest því staðan var orðin 1:0 fyrir
Larissa eftir hálf-tíma leik. En
skipu-lagður leikur KR-inga kom í veg
fyrir það og þegar upp var staðið náðu
leik-menn Larissa aðeins tveimur
skotum á mark Vestur-bæjarliðsins
allan leikinn. Grétar Sig-finnur
Sigurðar-son jafnaði metin fyrir KR
þegar korter var til leiksloka. KR-ingar
mæta Basel frá Sviss og eiga
heima-leikinn næsta fimmtu-dag, 30.
júlí, en liðin mætast síðan í Basel
viku síðar, hinn 6. ágúst.
Magnaðir KR-ingar
Morgunblaðið/Eggert
Fimmtán manna hópur, undir stjórn
Daða Einarssonar, vinnur við að gera
tölvu-sjón-brellur í Hollywood-kvik-
myndir í hinum gömlu höfuð-stöðvum
Símans við Aðal-stræti.
Þar rekur Daði íslenskt úti-bú fyrir
breska auglýsinga- og kvikmynda-
eftir-vinnslu-fyrirtækið Framestore er
sér-hæfir sig í því að gera tölvu-brellur
fyrir auglýsingar og kvikmyndir.
Í næstu viku lýkur hópurinn vinnu
við nýja kvikmynd breska leik-stjórans
Guys Ritchies er skartar Robert Dow-
ney jr. í hlut-verki Sherlocks Holmes
og Jude Law í hlut-verki Dr. Watsons.
Síðustu tólf mánuði hefur hópurinn
einnig unnið að myndum Spikes
Jonze, Baz Luhrmans og Dags Kára
svo eitthvað sé nefnt. Næsta verk-
efni er að vinna að nýrri mynd Angel-
inu Jolie sem ber heitið Salt.
Daði segir að fall krónunnar hafi
hjálpað íslenska úti-búinu tölu-vert.
Nú geti þeir boðið erlendum kvik-
mynda-gerðar-fyrirtækjum upp á ódýr-
ari lausnir fyrir sömu gæði og annars
staðar.
Tölvu-brellur
fyrir Holly-
wood-myndir
Morgunblaðið/Golli
Daði Einarsson stjórnar íslensku
úti-búi sjón-brellu-smiðjunnar.
Ekki er meiri-hluta-stuðn-
ingur við Icesave-málið á Al-
þingi. Annað-hvort verður af-
greiðslu málsins frestað
fram á haust eða það fellur
í atkvæða-greiðslu á Al-
þingi. Þetta eru þeir tveir
kostir sem eru í stöðunni,
samkvæmt heimildum
Morgun-blaðsins, sem
herma að allt að fimm þing-
menn VG séu tilbúnir að
fella málið ef ekki nást
fram á því veiga-miklar
breytingar. Þeirra á meðal
er Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir og Lilja Mós-
esdóttir sem vék sæti í
efnahags- og skatta-nefnd á
miðviku-dag.
Ice-save
sett á ís?
Á mánu-dag voru liðin 40 ár frá því að
geim-farið Apollo 11 gerði það sem
áður hafði verið talið
ó-fram-kvæman-legt og lenti á
tunglinu. Áhöfn Apollo 11
saman-stóð af geimförunum Neil
Arm-strong, Edwin „Buzz“ Aldrin, og
Michael Collins. Orð Armstrongs
þegar hann steig fyrstur manna fæti
á tunglið eru löngu orðin fleyg. „Þetta
er lítið skref fyrir mann, en risa-stórt
skref fyrir mann-kynið.“ Aldrin steig á
tunglið nokkrum mínútum á eftir
Arm-strong en Michael Collins
hring-sólaði í kringum tunglið í
geim-farinu á meðan. Reuters
Risa-stórt skref
fyrir mann-kynið
Þrettán ára stúlka tók jeppa í
Húsa-felli á miðviku-dags-nótt og ók
honum til Kefla-víkur. Svo virðist sem
stúlkan hafi verið í fasta-svefni þegar
hún tók bílinn, en hún á það til að
ganga í svefni. Stúlkan gekk úr
sumar-bústað sem hún dvaldi í að
húsi þar sem bíl-lyklarnir voru
geymdir. Þar skrifaði hún kveðju til bíl-
eigandans „frá nætur-röltaranum“,
tók bíl-lyklana og ók af stað. At-hugull
veg-farandi í Kefla-vík tók eftir
sér-kennilegu aksturs-lagi jeppans.
Þegar betur var að gáð reyndist barn
vera undir stýri. Ættingi stúlkunnar
sagði að stúlkan hefði verið undir
miklu álagi undan-farið. Stúlkan lenti
í bíl-slysi á liðnu hausti og fékk þá
höfuð-högg og heila-hristing. Fyrir
fá-einum vikum munaði litlu að
stúlkan yrði fyrir bíl og fékk hún
tals-vert áfall við það. Ný-lega varð
dauðs-fall í fjölskyldunni og missti
stúlkan þar náinn ást-vin. Stúlkan var
hjá föður sínum í sumar-bústað í
Húsa-felli. Hún er ekki vön að aka bíl.
Stúlkan hefur engin bein tengsl við
Kefla-vík og hefur aldrei búið þar.
Ung stúlka
ók í svefni
Stór-hætta skapaðist í mikilli um-ferð
á sunnu-dagskvöld þegar lög-reglan
veitti öku-níðingi á þrítugs-aldri
eftir-för. Eftir-förin hófst við Suður-fell
í Breið-holti í Reykja-vík, þegar
á-bending barst um athugunar-vert
aksturs-lag bifreiðar. Þar reyndist á
ferð bíll sem var stolið á bensín-stöð
Skeljungs í Árbænum síð-degis.
Eltinga-leikurinn barst vítt og breitt
um Breið-holt, Elliða-árdal og inn á
Stekkjar-bakka þaðan sem
öku-maðurinn ók inn Reykjanes-
brautina, upp Ártúns-brekkuna og
áfram Vesturlands-veg. Þegar komið
var á Kjalar-nes ók maðurinn inn Hval-
fjörð. Lög-reglu tókst að stöðva
manninn norðan-vert í Hval-firði, við
af-leggjarann inn í Svína-dal, þar sem
bíllinn hafnaði úti í skurði.
Öku-níðingi
veitt eftir-för