Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 18

Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 18
18 Hjátrú MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is H ann kemur með seinni skipunum, bumbubolt- inn er farinn að rúlla. Í öðru liðinu eru sjö mis- litir sparkendur en í hinu sex klæddir í fagurgræn vesti. Það blasir því við í hvort liðið hann á að fara. „Drífðu þig í vesti!“ galar einhver svona til að undirstrika hið augljósa. En hvað er a’tarna? Hann gerir sig ekki líklegan til að koma inn á völlinn, heldur tvístígur við endamörkin. „Hvað er að manninum?“ spyr einhver önugur, þegar gert hefur verið hlé á leiknum. Blásið er til rekistefnu við endamörkin. „Hvers vegna kemurðu ekki inn á?“ spyr einn sparkenda undrandi. „Ég fer ekki í grænt.“ „Ferðu ekki í grænt!!!?“ Menn hlæja. „Láttu ekki svona og drífðu þig inn á!“ „Nei, því miður. Ég fer ekki í grænt.“ Það rennur upp fyrir mönnum ljós. Hann er ekki að grínast. Mað- urinn fer í raun og veru ekki í grænt. „Hvers vegna ekki?“ spyr einhver forvitinn. Ætli það sé vegna þess að hann vill ekki hylja heiðgulan bún- inginn? „Þetta er hjátrú. Það fer enginn karlmaður í minni ætt í grænt. Ekki undir neinum kringumstæðum. Þurfi ég að fara í grænt vesti núna verð ég því miður að fara.“ Nú detta mönnum allar dauðar lýs úr höfði. Pattstaða virðist í uppsiglingu uns einn úr mislita liðinu heggur á hnút- inn. „Ég skal fara í vesti. Þú kemur í minn stað í mislita liðinu.“ Loksins geta menn haldið áfram að spyrna. Klórandi sér í höfðinu. Hefði þurft að yfirgefa völlinn Ekkert fær truflað hinar fögru fótmenntir, þannig að það bíður uns steypibaði er lokið að spyrja Einar Sebastian Ólafsson nánar út í þessa óvenjulegu hjátrú hans. „Ég er af hinni ágætu Reynistað- arætt og karlmennirnir í þeirri ætt fara aldrei í grænt,“ upplýsir hann þegar við höfum komið okkur mak- indalega fyrir í stúkunni á gervi- grasvelli Framara, sem var vett- vangur þessarar óvæntu uppákomu. „Þetta var dálítið vandræðalegt,“ viðurkennir hann og horfir yfir völl- inn. „Það getur verið snúið að skýra þessa sérvisku út fyrir svona mörg- um í einu. Sem betur fer skildi einn úr hópnum strax hvað ég var að fara og bauðst til að skipta við mig um lið. Annars hefði ég þurft að yfirgefa völlinn. Ég tek þetta mjög alvarlega – fer aldrei í grænt. Það er raunar nóg að grænt merki sé á flíkinni.“ Þess má geta að Einar er búsettur erlendis og er gestur í téðum hópi sparkenda. Hann hafði nokkrum sinnum mætt til leiks áður en aldrei verið beðinn um að fara í grænt vesti. „Það hlaut að koma að þessu,“ segir hann hlæjandi. Storkar ekki örlögunum Hjátrúna má rekja aftur til ársins 1780 þegar Reynistaðarbræður urðu úti á Kili en þeir voru klæddir græn- um vaðmálsfötum (sjá umfjöllun um örlög þeirra hér til hliðar). Ættgeng grænstyggð Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hjátrúarfullur „Ég veit svo sem ekki hverjar afleiðingarnar myndu verða en sé enga ástæðu til að taka áhættuna. Hermt er að það boði ógæfu að klæðast grænu og hvers vegna í ósköpunum ætti maður að storka örlögunum?“ spyr Einar Sebastian Ólafsson af Reynistaðarætt. Einar Sebastian Ólafs- son er viðmótsþýður náungi sem vill allt fyrir alla gera. Nema eitt. Hann fer ekki í grænt. Ekki undir neinum kringumstæðum. Frek- ar myndi hann fórna hægri hendinni en að vanvirða þessa lífseigu hjátrú ættar sinnar sem kennd er við Reynistað. Einar Sebastian Ólafsson er ljós-myndari að upplagi en hefurstarfað sem flugþjónn hjá Atl- anta frá árinu 1996. „Ég réð mig til Atlanta í þeim tilgangi að komast til Sádi-Arabíu að taka ljósmyndir. Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en síðan eru liðin þrettán ár. Núna er ég orðinn yfirflugþjónn og lítið fararsnið á mér.“ Markmiðið var að komast að og „sópa gólfið“ hjá Louise Greenfield, ljósmyndaranum fræga í New York, en af því varð ekki. „Það bíður betri tíma,“ segir Einar. Hann byrjaði að ferðast sextán ára. Þrátt fyrir flökkueðlið hefur hann öðrum þræði alltaf verið að leita að sínum reit, eins og hann kemst að orði, og fann hann loksins árið 2003 – í Buenos Aires. „Þessi leit tók mig rúm fjörutíu ár.“ Einar á hús í höfuðborg Argentínu og ver sínum frítíma þar. „Ég fann minn reit við Plaza Dorego í San- telmo-hverfi og gæti ekki búið á betri stað. Þetta er 101 Buenos Aires – for- setahöllin er við sömu götu – og mið- bærinn iðar af lífi og fjöri. Ég kann afskaplega vel við Argentínumenn. Þeir eru afslappað og yndislegt fólk, duglegir að vinna en ekki að drepa sig úr efnishyggju eins og við Íslend- ingar. Síðan er maturinn þarna æð- islegur – að ekki sé talað um veðrið,“ segir Einar sem aldrei er kallaður annað en El Vikingo þar syðra. Full ferðataska af peningum Í Argentínu ætlar Einar að enda sem ljósmyndari og myndlist- armaður. „Við Spessi vinur minn höf- um áform um að ferðast um landið á tveimur Harley-hjólum. Þetta er óplægður akur í listinni.“ Einari þykja Argentína og Ísland eiga fleira sameiginlegt en fólk geri sér í fljótu bragði grein fyrir. „Löndin eru alls ekki svo ólík. Ætli það sé ekki vegna þess að þau eru suðurpóll og norðurpóll. Síðan hafa þau bæði upp- lifað hrun efnahagskerfisins. Mun- urinn er hins vegar sá að Argent- ínumenn lýstu sig gjaldþrota árið 2001 og fengu í kjölfarið einhverjar skuldir uppgefnar.“ Einar reyndi efnahagsástandið á eigin skinni þegar hann keypti húsið. „Eina leiðin til að eiga viðskipti í Arg- entínu er að vera með reiðufé. Ég fékk því dollara að láni hjá banka hérna heima og mætti á fund fast- eignasalans með fulla ferðatösku af seðlum. Ég hef ekki í annan tíma séð svona mikið af peningaseðlum á einu borði. Síðan byrjuðu menn að telja. Mér leið eins og ég væri að leika í ítalskri bíómynd.“ Kirchner-hjónin, sem oft eru kölluð Clinton-hjón Suður-Ameríku, stjórna nú landinu og Einar segir þau um- deild. „Þeim hefur gengið ágætlega að rétta hlut landsins út á við en hafa átt í vandræðum heima fyrir. Þykja ekki hugsa nægilega vel um almenn- ing. Fljótt á litið sýnist mér rík- isstjórnin hérna heima vera að falla í sömu gryfju. Hún virðist ætla að leggja meiri áherslu á utanríkismál Heima Einar Sebastian fann sinn reit í Buenos Aires og vonast til að geta unnið þar að list sinni í framtíðinni. Sígauni alheimsins Reynistaðarætt er kennd við Reynistað í Skagafirði. Hana mynda niðjarHalldórs Vídalíns Bjarnasonar (1736-1801) klausturhaldara þar og Ragnheiðar Einarsdóttur (1742-1814) konu hans (gift 1759), og Málmfríðar Sighvatsdóttur (f. 1735, dáin fyrir 1801) barnsmóður hans. Sumarið 1780 kom pest í fé á Norðurlandi og var allt skorið í Skagafirði. Um haustið sendi Halldór á Reynistað syni sína Einar og Bjarna, ásamt vinnumanninum Jóni Austmann og öðrum, sem Sigurður hét, suður yfir Kjöl til að kaupa fé. Þeir urðu allir úti í stórhríð á heimleiðinni, og þótti Björgu systur þeirra bræðra Bjarni bróðir sinn birtast sér í draumi og segja henni að þeir væru allir dauðir. Auk þess þótti henni hann segja sér að frá þessum degi mætti ekki gefa neinum dreng í ættinni nafnið Bjarni, og enginn karl mætti framar klæðast grænu né ríða bleikum hesti, en væri feigur ella. Um vorið fundust lík fylgdarmannanna tveggja í tjaldi við Beinhól, en bein bræðranna fundust ekki fyrr en árið 1845 í gjótu þar skammt frá. Fólk varð felmtri slegið vegna þessara atburða og lögðust mannaferðir um Kjöl af áratugina á eftir. Bölvunin var talin fylgja ættinni, og ýmsir voveiflegir at- burðir taldir tengjast henni, og fram á þennan dag forðast afkomendur Hall- dórs og Ragnheiðar að nefna syni sína Bjarna og karlar að klæðast grænu eða ríða bleikum hesti. ENGA GRÆNA BJARNA, TAKK!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.